RE/MAX fasteignasala, Þórunn Gísladóttir og Garðar Hólm löggiltir fasteignasalar kynna glæsilegt einbýlishús með aukaíbúð á einstökum útsýnisstað í Kópavogi. Afstaða hússins er góð, innra skipulag frábært, gott flæði og hönnun falleg í alla staði. Húsið er staðsett við Fróðaþing 40, Elliðavatn og Heiðmörk í næsta nágrenni. Útsýni yfir Elliðavatn, Heiðmörk og Bláfjöll. Um er að ræða fallega hannað hús teiknað af Kára Eiríkssyni arkitekt. Húsið er á pöllum og sérstaklega hannað inn í landslagið, þar sem garðurinn verður hluti af rýminu. Við hönnun hússins var sérstaklega haft í huga að náttúruleg birta flæði um öll rými. Aukin lofthæð og gólfsíðir gluggar. Húsið stendur á hornlóð í innri botnlanga. Gluggar eru frá Ideal Combi, trégluggar með álprófíl. Utanhússklæðning í kringum eldhús er jatoba harðviður. Eldhúsinnrétting er frá Alno og teiknuð af Guðrúnu Benediktsdóttur innanhúsarkitekt, helluborð, háfur og blöndunartæki frá Eirvík. Blöndunartæki á baðherbergjum frá Tengi. Innihurðar eru frá GKS, sérsmíðaðar í yfirstærð, gegnheilar úr hvíttuðum aski og með felliþröskuldum. Viðarparkett á gólfum, hvíttaður askur og hiti í öllum gólfum. Flísar í anddyri, baðherbergjum og þvottahúsi. Vandaðar gardínur í gluggum. Lýsing hönnuð af lýsingahönnuði, dimmer á öllum ljósum. Sérinngangur er í aukaíbúð, við hönnun hússins var haft í huga að auðvelt væri að opna og loka á milli húss og aukaíbúðar. Í dag er opið á milli og aukaíbúðin hluti aðalrýmis hússins.
Samkvæmt Húsnæðis- og mannvirkjastofnun er húsið 285,7 fm, þar af bílskúr 44,5 fm.
Nánari lýsing:Forstofan er flísalögð. Mikil lofthæð.
Geymsla er við forstofu og eru flísar á gólfi.
Bílskúrinn er 44,5 fm og er innangengt úr forstofu í hann. Góðir gluggar eru í bílskúrnum. Rafmagnsopnari á bílskúrshurðinni. Einnig útgengt um gönguhurð beint út.
Gengið upp breiðan stiga á aðalhæð þar sem er stofa og eldhús, parket á gólfum.
Í
eldhúsi eru vandaðar þýskar innréttingar frá Alno og tæki frá Gorenje og Eirvík, útgengi er úr eldhúsi í garð.
Stofurýmið er einstaklega fallegt og opið rými með útsýni í algjörum sérflokki. Stór rennihurð úr stofu og út í garð.
Gengið upp þrep í svefnálmu, þar eru
4 herbergi auk miðrýmis sem í dag er nýtt undir bókahillur og setuaðstöðu. Gegnheil rennihurð skilur í dag milli miðrýmis og herbergis, sem í dag er nýtt undir skrifstofu.
Tvö rúmgóð og björt svefnherbergi.
Hjónasvítan er með fataherbergi og sérbaðherbergi með baðkari og flísalagðri sturtu.
Á gangi í svefnálmu er baðherbergi með flísalagðri sturtu.
Öll herbergin eru með parketi á gólfum. Flísar á baðherbergjum og þvottahúsi, gluggar á öllum rýmum og gólfhiti í öllum rýmum nema í bílskúr en þar eru ofnar.
Aukaíbúð er tveggja herbergja með parketi á gólfum, hvít eldhúsinnrétting, baðherbergi flísalagt í hólf og gólf og flísalögð sturta. Sömu sérsmíðuðu hurðar og í aðalrými. Innréttingar og gólfefni er samræmt á milli aukaíbúðar og aðalrýmis og því fallegur heildarsvipur á eigninni allri.
Garðurinn er fallegur og vel gróinn með stórum reynitrjám. Hellulögn í kringum húsið. Stórt hellulagt bílaplan og snjóbræðsla undir allri hellulögn fyrir framan hús. Búið er að tengja lögn undir gangstíg en það á eftir að tengja undir bilaplani. Garðurinn hefur nýlega verið endurhannaður af landslagsarkitekt og liggja fyrir teikningar sem fylgja eigninni.
Seljandi mun sjá um að fá lokaúttekt á eignina, þannig að eignin verði skráð á byggingarstig B4.Þetta er frábært fjölskylduhús með útleigumöguleika.
Allar upplýsingar um eignina veita Þórunn Gísladóttir og Garðar Hólm löggiltir fasteignasalar í síma 695 0448 og 899 8811 eða thorunn@remax.is gardar@remax.is 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - skv. gjaldskrá lánastofnunar
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.