Sigrún Gréta hjá RE/MAX kynnir 4ra herbergja íbúð með sér inngangi að Skektuvogi 6 í Reykjavík. Sólríkar SA-svalir eru út frá stofu. Sérmerkt bílastæði í bílageymslu fylgir íbúðinni og er það vel staðsett og rúmgott. Lyfta er milli hæða. Húsið er vandað og viðhaldslítið. Inni í garðinum eru leiktæki fyrir yngstu kynslóðina. Mjög góðir hjóla- og göngustígar eru um hverfið, milli hverfa og inn í Elliðaárdal og Laugardal. Öll helsta þjónusta er í nánasta nágrenni.
Allar frekari upplýsingar um eignina veitir Sigrún Gréta í síma 864-0061 / sigrun@remax.is
Eignin skiptist í forstofu, stofu, eldhús, þrjú herbergi, baðherbergi, þvottahús og geymslu. Eignin er skráð hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun 114,6 m2. Stæði í bílageymslu er aukalega, s.s. ekki inni í fermetratölu.**HÉR MÁ NÁLGAST 3D MYNDBAND AF EIGNINNI, INNI- OG ÚTI. KÍKTU Í HEIMSÓKN ! Söluyfirlit má nálgast hérNánari lýsing:
Forstofa er inn af hellulagðri stétt. Sér inngangur er inn í íbúðina og því er gæludýrahald leyft. Innan íbúðar er komið inn á parketlagt gólf. Hvítir fataskápar fyrir yfirhafnir ná upp í loft.
Stofa er í opnu rými með eldhúsi. Parket er á gólfum og útgengi er út á 7,6 m2 SA-svalir með harðvið á svalargólfi.
Eldhús er með hvítri innréttingu í "L". Milli efri og neðri skápa er marmaraplötur á milli. Lýsing undir efri skápum og einnig inni í skápum. Innbyggður ísskápur með frysti og innbyggð uppþvottavél, hvort tveggja fylgir. Electorlux tæki frá 2020, en spanhelluborð hefur verið endurnýjað.
Herbergi I er inn af forstofu og snýr gluggi inn í garð til norðvesturs. Hvítur tvöfaldur fataskápur nær upp í loft. Parket á gólfi.
Herbergi II er stærst herbergjanna. Stór hvítur fataskápur á einum vegg. Gluggar snúa út á langhlið húss til SA. Parket á gólfi.
Herbergi III er innst í svefnherbergisgangi. Tvöfaldur hvítur fataskápur upp í loft. Parket á gólfi.
Baðherbergi er með þreplausri sturtu með gleri, hvítum handklæðaofni, upphengdu salerni, hvítri skápaeiningu undir handlaug og veggfestum speglaskáp. Ljósar gólfflísar á gólfi og hluta veggja.
Þvottahús er innan íbúðar. Veggfestar flex snúrur á vegg. Stæði og tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Möguleiki er að tengja skolvask, tengi til staðar. Ljósar gólfflísar.
Bílageymsla er undir húsinu á tveimur hæðum og er stæði íbúðar merkt S6-105. Mjög grúmgott stæði við opinn enda. Rafmagn er komið að stæði þannig að hægt er að setja upp hleðslustöð.
Geymsla er sér í sameign. Birt stærð 18,2 m2.
Hjóla- og vagnageymslur eru tvær og eru í sameign.
Lyfta er milli hæða og eru gólf flísalögð framan við lyftu. Lyklalaust aðgengi er í sameign.
Garður er gróinn með grasflötum og hellulögðum stéttum, viðarpöllum með handriðum og leiksvæði fyrir börn. Kvöldlýsing er við göngustíga í garðinum.
Djúpgámar eru framan við hús. Einstaklega snyrtileg útfærsla á flokkun á rusli.
Innréttingar eru frá GKS ehf. Innihurðar eru sprautulakkaðar yfirfelldar hurðir af ,, Dana ´´ gerð frá Parka ehf. Harðparket á gólfum og flísar eru frá Álfaborg.
Húsið e staðsteypt, einangrað og klætt að utan með álklæðningu m/innbrenndum lit á ál-undirkerfi. Byggingarðaili er ÞG Verk ehf.
-Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar tegundir eigna á skrá.
-Hafðu samband og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.
-Sigrún Gréta löggiltur fasteignasali í síma 864 0061 eða sigrun@remax.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila. Reiknast af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald eftir gjaldskrá lánastofnunar. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900.-