RE/MAX & BJARNÝ BJÖRG KYNNA í einkasölu:
Fallega 4ra herbergja íbúð í þríbýli, sameiginlegur inngangur með risi, útgengt úr stofu í stóran garð, stærð eignar er 80.7 fm samkvæmt Þjóðskrá Íslands.
Mjög spennandi mikið endunýjuð eign á góðum stað.
Allar nánari upplýsingar um eignina veitir
Bjarný Björg Arnórsdóttir, löggiltur fasteignasali í síma 694-2526 eða á netfangið bjarny@remax.is
Lýsing eignar:
Gengið er inn í sameiginlega forstofu með risi, flísar á gólfi og fatahengi. Þaðan er komið inn í hol og frá holinu er gengið inn í allar vistarverur íbúðarinnar. Eldhús er með góðri hvítri innréttingu, mjög fallegt útsýni í átt að Esju. Innaf eldhúsi er gengið inn í svefnherbergi sem er á teikningu borðstofa. Tvö önnur góð svefnherbergi. Stofan er rúmgóð og frá henni er gengið út á svalir með tröppum niður í mjög stóran garð. Harðparket er á allri íbúðinni nema baðherbergi. Baðherbergi er með glugga, flísalagt í hólf og gólf, flísalögð sturta. Geymsla á jarðhæð fylgir íbúðinni. Þvottahús í sameign.
Endurbætur samkvæmt eldra söluyfirliti:
2019 Jarðvegsskipt og bílastæði löguð, rafmagsrör sett við bílastæði til að koma upp hleðslustöðvum.
2018 nýjar flísar á forstofu / þakrennur endurnýjaðar
2017 handrið á útitröppum endurnýjað / þakrennur endurnýjaðar / gólf flotuð, nýtt harðparket og hurðar
2015 gluggar endurnýjaðir að hluta / ný hurð og gluggar í sameign.
2003 skólp og dren endurnýjað
Eignin er mjög miðsvæðis og stutt er í Skeifuna, Kringluna, Borgarleikhúsið, Versló. Heilsugæslan er í Efstaleiti, ásamt þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis. Á Háaleitisbraut er verslunarkjarni með matvöruverslun, bakaríi, hárgreiðslustofu og apótek. Skólar í göngufæri eru grunnskólarnir Breiðagerðisskóli og Réttarholtsskóli og leikskólinn Jörfi, en 5 grunnskólar eru í hverfinu og 9 leiksskólar. Mjög gott útivistarsvæði er í hverfinu sem og íþróttastarf í Fossvoginum og Elliðarárdalnum.
Allar nánari upplýsingar um eignina veitir
Bjarný Björg Arnórsdóttir, löggiltur fasteignasali í síma 694-2526 eða á netfangið bjarny@remax.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill því RE/MAX skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
__________________________
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er af heildarfasteignamati - Einstaklingar 0,8% - Fyrstu kaupendur 0,4% - Lögaðilar 1,6%.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk