RE/MAX og Guðrún Lilja löggiltur fasteignasali kynna í einkasölu: Einstaklega falleg og töluvert endurnýjuð 4-5 herbergja endaíbúð á 2. hæð í litlu fjölbýlishúsi við Álftaland 7 í Fossvoginum. Eignin er skráð alls 119,4 fm. og skiptist í forstofu, eldhús opið til borðstofu og stofu, baðherbergi og þrjú svefnherbergi innan íbúðar í dag. Yfirbyggðar svalir til suðurs úr stofu og svalir úr hjónaherbergi til vesturs. Í sameign er einnig auka svefnherbergi (fjórða) sem fylgir íbúð með aðgang að sameiginlegu salerni. Sérgeymsla íbúðar er staðsett í sameign og sameiginlegt þvottahús ásamt hjóla- og vagnageymslu.
Glæsilegt útsýni - Rúmgóð og björt íbúð með mikla möguleika - Eftirsótt staðsetning þar sem stutt er í alla helstu þjónustu, verslanir og fallegar göngu- og hjólaleiðir. Eign sem vert er að skoða.KÍKTU Í HEIMSÓKN OG SJÁÐU EIGN Í 3D MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉR
FÁÐU SÖLUYFIRLIT MILLILIÐALAUST MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉR
Nánari upplýsingar veitir Guðrún Lilja í síma 867-1231 eða með tölvupósti gudrunlilja@remax.is
Nánari lýsing: Aðkoman að húsinu er mjög snyrtileg og aðeins ein íbúð er á hæð (samtals fimm íbúðir í húsinu). Gluggar eru á þrjá vegu í íbúðinni og er hún því einstaklega björt. Glæsilegt útsýni til suðurs og víðar.
Íbúðin er skráð 100,5 fm. - svefnherbergi í sameign 13,2 fm. og sérgeymsla 5,7 fm. Samtals birt stærð eignarinnar 119,4 fm. og að auki hlutdeild í sameign.
Forstofa er með tvöföldum nýlegum fataskáp.
Baðherbergi er nýlega endurnýjað og með fallegri ljósri vaskinnréttingu með góðu skápaplássi, sturta með glerþili og upphengt salerni. Flísar eru á gólfum og vegg að hluta, góður opnanlegur gluggi.
Eldhús er nýlega endurnýjað með fallegum og stílhreinum innréttingum,
kvarts-steinn á borðum. Mjög gott skápapláss er í innréttingu, ofn í vinnuhæð, innbyggð uppþvottavél og einnig tækjaskápur. Í
eldhúseyju er spanhelluborð og vifta.
Borðstofa og stofa er í rúmgóðu og björtu alrými, stórir gluggar með
glæsilegu útsýni. Útgengt er út á
svalir til suðurs með svalarlokun. Hjónaherbergi (1) er mjög rúmgott og bjart með miklu skápaplássi, parket á gólfum. Út hjónaherbergi er útgengt út á
vestur svalir.
Svefnherbergi (2) er einnig mjög rúmgott og bjart með tvöföldum fataskáp, parket á gólfum.
Búið er að stúka af gluggalaust
auka svefnherbergi (3) í hluta stofunnar með fallegum hvítum skápum stofumegin og rennihurð. (Skáparnir eru lagðir ofaná parketið svo einfalt er að fjarlægja þá til að fá fulla stærð í stofuna aftur)
Svefnherbergi (4) er staðsett í sameign um 13,7 fm. að stærð (skráð sem geymsla) með opnanlegum glugga og nýlegu fallegu harðparketi á gólfi.
Aðgengi er að sameiginlegri
salernisaðstöðu í sameign.
Sérgeymsla íbúðar er 5,7 fm. að stærð, staðsett í sameign.
Þvottahús er sameiginlegt, mjög snyrtilegt þar sem hver og einn er með tengi fyrir sína vél. Einnig er sameiginleg
hjóla- og vagnageymsla.
Bílastæði eru sameiginleg fyrir framan hús.
Garður er sameiginlegur, mjög snyrtilegur með hellulagðri verönd bakatil, tyrfð og með trjágróðri, sjávargrjót er upp við hús.
Helstu endurbætur og viðhald síðustu ára2025: Múrviðgerðir á austurhlið og skipt um gler að hluta. Til stendur að mála austurhlið næsta sumar/vor.
2024: Parket íbúðar pússað upp og lakkað og settir nýjir fataskápar að hluta.
2022: var eldhús endurnýjað.
2020-2021 var húsið allt sprunguviðgert og málað, svalir endurmúraðar og sett ný útiljós á svalir. Skipt var um þrýstijafnara á heitu vatni í sameign. Tréverk endurnýjað í þakkanti.
2018 var baðherbergi gert upp.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 3.800 af hverju skjali. 3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana. 4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.