** HÆGT ER AÐ ÓSKA EFTIR SKOÐUN HÉR ** Þórdís Björk Davíðsdóttur löggiltur fasteignasali og RE/MAX kynna:Rúmgóð og vel skipulögð 3ja herbergja endaíbúð á 3.hæð í snyrtilegu fjölbýli með sérinngangi af svölum.
Samkvæmt skráningu HMS er birt flatarmál eignarinnar 91,0 fm sem skiptist í íbúðarrými 84,7 fm (0301) , geymsla 6,3 fm (0305) og fylgir eigninni bílskúrsréttur á lóð sbr eignaskiptayfirlýsingu dagsettri í sept 2001 og staðfest 10.10.2001.
Fyrirhugað fasteignamat fyrir árið 2026 er kr. 59.450.000.-* 2024 - Húsið var múrviðgert og málað
* 2020 niðurlímt vínilparket frá Álfaborg á eldhúsgólfið
* 2019 Svalalokun með tvöföldu gleri og hægt að opna hana alveg
* 2019 Ofnar endurnýjaði í eldhúsi og forstofu
* 2016 Borðplötur endurnýjaðar í eldhúsi ásamt því að bætt var við einingu gengt ísskápnum.
* 2013-2014 rafmagnstafla innan íbúðar endurnýjuð
* Þvottavél /tengi á baðherbergi
* Geymsla á hæð - við hlið íbúðar
* Borðplata innréttingar endurnýjuð ásamt viðbót við innréttingu sett í eldhús.
* Möguleiki á að bæta við 3ja herbergi * SMELLTU HÉR og þú færð SÖLUYFIRLIT SAMSTUNDIS * SMELLTU HÉR - skoða eignina í - 3D SMELLTU HÉR - skoða eignina í 3D - ÁN HÚSGAGNA 3D er = OPIÐ HÚS ÞEGAR ÞÉR HENTAR Ekki þarf sérstakt forrit til að skoða eignina í 3D.Allar nánari upplýsingar og bókun á skoðun veitir Þórdís Björk löggiltur fasteigna- og skipasali s: 862-1914 á milli kl. 10 og 18 alla virka daga eða á netfangið thordis@remax.is Innan íbúðar er forstofa, eldhús, stofa, borðstofa, tvö herbergi og baðherbergi.
Nánari lýsing eignar:Komið er inn í flísalagða
forstofuna af sameignarsvölum sem snúa til vesturs.
Úr forstofunni er komið inn í miðrými íbúðar þar sem er góður skápur.
Eldhúsið er á hægri hönd með góðri innréttingu frá Ikea með góðu skápaplássi, ljósum flísum á milli skápa, tengi fyrir uppþvottavél, niðurlímt vínilparket frá Álfaborg var sett á gólfið 2020. Grá borðplata var sett á innréttingu 2016. Rafdrifin/batterís opnun er á opnanlegu fagi í eldhúsi. Fyrri eigandi var með auka herbergi þar sem nú er borðkrókur.
Stofa- og borðstofa eru í opnu björtu rými með dúk á gólfi. Útgengt er á rúmgóðar svalir með fallegu útsýni til fjalla (austur) og er svalalokun með tvöföldu gleri sem er þó hægt að opna alveg svalirnar og því engir vankantar á að grilla á svölunum.
Herbergi I er hjónaherbergið sem er mjög rúmgott með góðu skápaplássi og dúk á gólfi.
Herbergi II er í dag nýtt sem vinnuherbergi en er í góðri stærð með dúk á gólfi, góðum fataskáp, glugga til norðurs og rafdrifinni opnun á opnanlega fagi á glugganum.
Baðherbergið var endurnýjað af fyrri eiganda og er með baðkari, upphengdu salerni, skáp undir handlaug, handklæðaofn, tengi fyrir þvottavél, ágætis lín skáp, gluggi til loftunar, flísar á gólfi og upp á vegg.
Sér geymsla íbúðar er staðsett alveg við íbúðina og er því mjög aðgengileg og nýtist vel. Geymslan er 6,3 fm.
Í
sameign er hjóla- og vagnageymsla og er gróinn garður í sameign.
Leik-, grunn og menntaskóli eru í göngufæri og er stutt í alla helstu þjónustu - verslanir, íþróttaiðkun og heilsugæslu.
Um er að ræða vel skipulagð eign með útsýni í barnvænu hverfi. - Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar tegundir eigna á skrá.
- Ertu í söluhugleyðingum? Smelltu HÉR til að fá frítt verðmat. Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: · Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% (0,4% ef um fyrstu kaup er að ræða) og 1,6% (ef lögaðilar)af heildarfasteignamati.
· Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.700 kr. af hverju skjali.
· Lántökugjald lánastofnunar - samkvæmt gjaldskrá lánastofnunar.
· Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk