Guðlaugur J. Guðlaugsson og Gunnar Sverrir löggiltir fasteignasalar hjá RE/MAX fasteignasölu kynna í einkasölu:
Vel skipulagt 204,4 fm. raðhús við Ásbúð 86, 210 Garðabæ á tveimur hæðum með 41,4 fm. bílskúr og fimm svefnherbergi. Heildarstærð er 245,8 fm.
Hellulagt og upphitað er frá bílastæði að anddyri hússins, skjólveggur og nýlegur heitur pottur á lóð.
Nánari lýsing:Komið er inn í anddyri með harðparket á gólfi. Á vinstri hönd er hjónaherbergi í dag með harðparket á gólfi.
Á hægri hönd er gestasnyrting með harðparket á gólfi, innréttingu með handlaug og opnanlegum glugga. Þar við hliðina er sér þvottahús með flísum á gólfi og sér útgengi það út á lóð. Inn af því er rými sem er í dag er nýtt fyrir yfirhafnir og sem geymsla..
Opið alrými með hátt til lofts og glugga sem gefa góða birtu inn. Rúmgott og bjart rými sem samanstendur af eldhúsi og stofu/borðstofu og inn af eldhúsi er líka góð setustofa, parket þar á gólfi. Útgengt er út á svalir frá setustofu.
Hvít eldhús innrétting með borðplötum úr kvarts steini. Span helluborð og tvo ofna í vinnuhæð. Innbyggður kælir með frysti og innbyggð uppþvottavél. Gott skápa- og vinnupláss.
Frá stofu er hringstigi niður á neðri hæð, þar eru í dag fjögur rúmgóð svefnherbergi og sér sjónvarpshol. Harðparket á gólfum. Út úr svefnherberginu í enda gangsins er útgengt á baklóð hússins.
Baðherbergin eru tvö á neðri hæð og er annað þeirra með sturtu og hitt herbergið er með baðkari og salerni. Bílskúrinn er tvöfaldur með tvær opnanlegar hurðar og eina gönguhurð. Baklóðin er tyrfð og með runnum.
Árið 2022 var húsið, gluggar og þak málað. Það sama ár var settur upp heitur pottur við skjólvegg á lóð hússins ásamt bílhleðslustöð.
Bókið skoðun hjá Gulla í síma 661-6056 eða með tölvupósti á netfangið gulli@remax.is Nánari upplýsingar veita: Guðlaugur J. Guðlaugsson/Gulli löggiltur fasteignasali í síma
661-6056 / gulli@remax.is og Gunnar Sverrir löggiltur fasteignasali í síma
862-2001 / gunnar@remax.is
Vegna mikillar eftirspurnar vantar okkur allar tegundir eigna á skrá. Hafið samband og við munum verðmeta eign þína þér að kostnaðarlausu.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi 0,8%, ( 0,4% ef um fyrstu kaup er að ræða ) og 1.6% (ef lögaðilar) af heildar fasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900.-