RE/MAX og Guðrún Lilja löggiltur fasteignasali kynna í einkasölu: Einstaklega fallegt og vel skipulagt fjögurra herbergja 126,5 fm. raðhús á einni hæð með innbyggðum bílskúr á rólegum og eftirsóttum stað í Leirvogstungu Mosfellsbæ. Íbúðarýmið er 102,2 fm. og skiptist í forstofu, eldhús opið til borðstofu og stofu, þrjú mjög rúmgóð svefnherbergi, baðherbergi og geymslu. Bílskúr er skráður 24,3 fm., hár til lofts og með góðu geymslulofti. Snyrtileg aðkoma er að húsinu, hellulagt bílaplan með snjóbræðslu. Stór skjólverönd er fyrir framan hús til suðurs og verönd með heitum potti og garði til norðurs.
Gott og vel skipulagt fjölskylduhús á rólegum og eftirsóttum stað í Leirvogstungu.
KÍKTU Í HEIMSÓKN OG SJÁÐU EIGN Í 3D MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉR
FÁÐU SÖLUYFIRLIT MILLILIÐALAUST MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉR
Upplýsingar veitir Guðrún Lilja í síma 867-1231 eða með tölvupósti á netfangið gudrunlilja@remax.is.
Nánari lýsing:
Forstofa er með góðum fataskápum, harðparket á gólfum. Þaðan innangengt í bílskúr.
Eldhús er opið til borðstofu og stofu, með fallegum hvítum innréttingum og viðarborðplötu. Flísar á milli skápa. Gott geymslupláss og bökunarofn í vinnuhæð. Úr eldhúsi er útgengt út í
garð norðanmegin. Stór og skjólgóð
viðarverönd með heitum potti.
Stofa og borðstofa er í björtu opnu rými með aukinni lofthæð, harðparket á gólfum. Úr stofu er útgengt út á
stóra og skjólgóða viðarverönd til suðurs með útigeymslu.
Svefnherbergin eru þrjú, öll mjög rúmgóð og björt með harðparketi á gólfum. Hjónaherbergi er með góðum opnum fataskápum og annað svefnherbergið einnig með fataskáp.
Baðherbergi er mjög fallegt og stílhreint. Vaskinnrétting með góðu geymsluplássi og speglaskáp með lýsingu. Sturta með glerþili, upphengt salerni og handklæðaofn. Flísalagt í hólf og gólf. Tengi er fyrir þvottavél og þurrkara á baðherbergi.
Geymsla er innan íbúðarýmis.
Bílskúr er skráður 24,3 fm., hár til lofts og með góðu geymslulofti. Í
bílskúr er góð innrétting fyrir þvottvél og þurrkara ásamt skolvaski. Rafdrifin bílskúrshurð með fjarstýringu og
grunnstöð er fyrir rafmagnsbíla (á sér rafmagnsmæli). Varmaskiptir fyrir neysluvatn er bílskúr ásamt stýringum fyrir heitan pott.
Húsið er steinsteypt einingahús með gólfhitakerfi, einangrað að utan með svargrárri steinsalla veðurkápu. Þak með 1x6 klæðningu og Aluzink 0,6 mm. Útihurð, svalahurð og gluggar eru grámálaðir timbri/áli frá Glerborg. Lausafögin eru með gúmmíþéttingum, lömum með opnunaröryggi og læsingum með næturopnun. Gler er tvöfalt einangrunargler (K-gler) í öllum gluggum. Hurðir með gúmmíþéttingum, 5 punkta læsingu og hurðahúnum.
Byggingaraðili: SS hús ehf.
Byggingarstjóri: Hans Ragnar Þorsteinsson
Arkitekt: KRark ehf Kristinn Ragnarsson
Verkfræði og lagna- teikningar: Verkfræðistofan Víðsjá ehf
Raflagnateikningar: Umsjá ehf rafteiknistofa
Einingar: Einingarverksmiðjan
Leirvogstunga er afar fjölskylduvænt hverfi, skipulagt með einungis sérbýlum í útjaðri höfuðborgarinnar þar sem lögð er áhersla á nálægð við náttúruna. Gönguleiðir um hverfið tengjast við gönguleiðir á fell og dali í næsta nágrenni. Stutt göngufjarlægð í laxveiði, hestamannahverfi Harðar, Tunguvöll og flugklúbb Mosfellsbæjar, fallegar göngu og hjólaleiðir ásamt mótorsporti. Stutt er í skóla og verslanir þar sem Tunguvegur tengir hverfið við Varmárskóla, Kvíslarskóli, íþróttamiðstöðina og miðbæ Mosfellsbæjar, allt í innan við 2-3 mín. akstursfjarlægð en einnig gengur skólabíll í Varmárskóla og strætó á 15 mín fresti um hverfið. Akstursfjarlægð frá miðbæ Reykjavíkur er um 15-20 mín. Innan hverfis er einnig leikskóli, upplýstur battavöllur og körfuboltavöllur.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali. 3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana. 4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.