Sveinn Gíslason lögmaður og löggiltur fasteignasali og RE/MAX kynna bjarta þriggja herbergja 82,8 fm íbúð á þriðju hæð að Vindási 3 með 22 fm stæði í bílgeymslu, samtals skráð 104,8 fm. Vel staðsett íbúð á góðum stað í Seláshverfi í Árbæ. Íbúðin var endurnýjuð að hluta árið 2011-2012 þar sem skipt var um gólfefni að hluta og eldhús og húsið í heild hefur fengið mikið viðhald undanfarin ár. Fallegt útsýni til austurs yfir Kópavog og Breiðholt að Bláfjöllum.Allar nánari upplýsingar veitir Sveinn Gíslason í síma 859-5559 eða sveinn@remax.isSkoðaðu eignina hér í 3DNánari lýsing:Komið er inn í forstofu með parketi á gólfi og stórum nýlegum forstofuskáp. Frá forstofu er gengið inn að stofu og eldhúsi ásamt því sem gengið er inn í geymslu innan íbúðar.
Eldhús var standsett 2011-2012 og er með fallegum nýlegum dökkum flísum á gólfi í eldhúsinu sjálfu og parketi á borðstofu/borðkrók. Falleg hvít eldhúsinnrétting með viðar bekkjum. Niðurfelldur vaskur og falleg blöndunartæki. Helluborð með fallegum háfi yfir og innfelldri lýsingu. Ný uppþvottavél (2025) og innbyggðum ísskáp og nýr bakaraofn (2025) er í vinnuhæð. Afar skemmtilegt plássmikið eldhús sem er þungamiðja íbúðar.
Stofa er rúmgóð með parketi á gólfi. Þaðan er gengið út á suður svalir með fallegu útsýni að Bláfjöllum.
Hjónaherbergið er með dúk á gólfi og góðu skápaplássi.
Barnaherbergið með dúk á gólfi.
Baðherbergið er með baðkari og sturtu og uppgerði innréttingu að hluta, nýlegt klósett. Ljósar flísar á gólfi og veggjum.
Þvottahús eru staðsett á hverri hæð í húsinu þannig að íbúðin deilir þvottahúsi með aðeins þremur öðrum íbúðum. Hjólageymsla er svo á fyrstu hæð sameignar. Bílastæðahús er staðsett til hliðar við húsið.
Um er því að ræða vel skipulagða þriggja herbergja íbúð með stæði í bílgeymslu og góðu útsýni. Mjög stutt í skóla og leikskóla sem báðir eru í um 300 m frá íbúðinni. Í hverfinu er einnig rekið mjög öflugt íþrótta- og tómstundarstarf hjá Fylki þar sem einnig er finna hina vinsælu Árbæjarlaug. Elliðaárdalur í næsta nágrenni og stutt upp í Heiðmörk. Húsið hefur fengið gott viðhald undanfarin. Fyrir 6-8 árum var báran efst á húsinu tekin og lagað það sem þurfti ásamt því sem gluggar voru yfirfarnir, skipt um gler þar sem þurfti (öll gler í íbúð) og tréverk pússað upp og málað. Fyrir nokkrum árum var svo skipt um dúk og túður á þaki. Einnig var skipt um lyklakerfi og allar skrár. Allar upplýsingar veitir Sveinn Gíslason lögmaður og lögg.fasteignasali í síma 859-5559 eða sveinn@remax.isKostnaður kaupanda:1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 3.400 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - skv. gjaldskrá lánastofnunar
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.