Sveinn Gíslason og RE/MAX kynna virkilega fallega þriggja herbergja 92,4 fm íbúð á 2. hæð að Trönuhjalla 3, 200 Kópavogi. Eignin er afar rúmgóð og skiptist í tvö rúmgóð svefnherbergi, stofu og borðstofu, eldhús með þvottahúsi/búri inn af og baðherbergi með baðkari og sturtu. Stutt er í leikskóla, grunnskóla og íþróttasvæði HK í Digranesi. Allar upplýsingar veitir Sveinn Gíslason lögmaður/löggiltur fasteignasali
sveinn@remax.is sími
859-5559.
Skoðaðu eignina hér í 3DNánari lýsing:Forstofan er með harðparketi á gólfi og góðu skápaplássi. Frá forstofu er gengið inn í eldhús og stofu/borðstofu.
Eldhúsið er afar rúmgott með ljósum innréttingum og dökkum bekkjum. Tengi fyrir uppþvottavél og lítill borðkrókur við enda eldhússins. Einnig er gengið inn í lítið búr með tengi fyrir þvottavél inn af eldhúsi.
Stofan er rúmgóð með útsýni og svölum til suðurs. Stofan er með harðparketi á gólfi.
Hjónaherbergið er afar rúmgott með skápum og útgengt út á suður svalir. Harðparket á gólfi.
Barnaherbergið er einnig afar rúmgott með góðum skápum og eldra parketi.
Baðherbergið er með hvítum flísum á gólfi og veggjum. Nýleg hvít innrétting með speglaskáp fyrir ofan. Baðkar og sturta.
Í sameign er sér geymsla sem fylgir eigninni sem virðist ekki vera inn í fermetratölu eignarinnar.
Eignin er mjög miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu. Afar stutt er í allar helstu verslanir og þjónustu. Húsinu hefur verið vel við haldið undanfarin ár og nóg af bílastæðum eru á sameiginlegri lóð ásamt leiktækjum fyrir yngstu kynslóðina.
Kostnaður kaupanda:1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - skv. gjaldskrá lánastofnunar
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.