NÁNARI UPPLÝSINGAR FRÆÐUR HJÁ GUÐNÝJU ÞORSTEINS Í SÍMA 7715211 EÐA GUDNYTH@REMAX.ISSMELLTU HÉR OG SJÁÐU KYNNINGU Á ÞESSARI FALLEGU EIGNSMELLTU HÉR OG SKOÐAÐU EIGNINA Í ÞRÍVÍDDRE/MAX ásamt GUÐNÝJU ÞORSTEINS löggiltum fasteignasala kynna í einkasölu: Hugguleg þriggja herbergja í búð í lyftuhúsi með bílastæði í kjallara
við Hafnarbraut 12d í Kópavogi. Samkvæmt Þjóðskrá Íslands er eignin
103,8fm þar af geymsla 7,4fm.Staðsetning er í góðri byggð í vinsælu hverfi vestast á Kársnesinu. Hverfið er í mikilli uppbyggingu þar sem vistvænar samgöngur, verslun og þjónusta eru áhersluatriði. Eignin er í nálægð við Sky Lagoon og einnig í göngufæri við Sundlaug Kópavogs. Stutt er í skóla, leikskóla og ýmsa þjónustu. Göngu- og hjólastígar liggja inn í Kópavogsdal, suður í Garðabæ, austur í Fossvogsdal og norður að Háskólanum í Reykjavík og Nauthólsvík.
Fyrirhugað fasteignamat 2026 er 85.950.000 kr..Eignin samanstendur af: Forstofu, tveimur stórum svefnherbergjum, baðherbergi með tengi fyrir þvottavél og þurrkara, eldhúsi ásamt rúmgóðu alrými með borðstofu og stofu. Tvær svalir (norður og suðurs). Harðparket er á gólfum en flísar á forstofu og baðherbergi.
Nánari lýsing:
Forstofa: Er með góðum fataskápum sem ná upp í loft.
Herbergi I: Er rúmgott með fjórföldum fataskápum sem ná upp í loft.
Herbergi I: Er rúmgott með tvöföldum fataskápum sem ná upp í loft.
Baðherbergi: Er flísalagt í hólf og gólf með rúmgóðri þreplausri sturtu, góðum hirslum, upphengdu salerni ásamt innskoti með tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Eldhús: Í eldhúsi eru efri og neðri skápar, innbyggð uppþvottavél og ísskápur ásamt rúmgóðu borðplássi með span helluborði á, einnig er hægt að sitja við borðið. Útgangur er út á 4,2fm
norður svalir með "smá" en fallegu útsýni þar sem glittir í Esjuna og Hallgrímskirkju.
Stofa og borðstofa: Eru saman í góðu og opnu flæðandi rými með útgang út á skjólgóðar 7,5fm
svalir til suðurs. Þar eru tvöfaldir fataskápar á gangi milli svefnherbergis og baðherbergis.
7,4fm geymsla í séreign ásamt sameiginlegri vagna- og hjólageymslu er á jarðhæð. Sameiginlegur garður til suðurs þar sem búið er að setja upp rólur og bekki.
Allar nánari upplýsingar og bókun á skoðun veitir Guðný Þorsteins löggiltur fasteigna- og skipasali s: 771-5211 eða á netfangið gudnyth@remax.is.Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Re/Max því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - skv. gjaldskrá lánastofnunar
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, 69.900 kr. m.vsk.