Guðlaugur J. Guðlaugsson löggiltur fasteignasali og RE/MAX fasteignasala kynna í einkasölu:
Vel staðsett eign við Barmahlíð 41, 105 Reykjavík.
Tveggja herbergja 71,3 fm. íbúð í kjallara sem hefur verið endurnýjuð öll að mestu leiti árið 2019. Ný gólfefni, nýjar hurðar og eldhúsinnrétting ásamt eldvarnarhurð sett upp. Flestir gluggar íbúðar og baðherbergi þess var endurnýjað á sama tíma. Nýlega voru gólfefni endurnýjuð að nýju.
Húsið er vel við haldið og með söluyfirliti fylgir skjal með viðhaldsögu hússins. Helst ber að nefna að húsið var endursteinað árið 2008 og það er búið að endurnýja frárennsli- og neysluvatnslagnir. Það var gert árið 2019.
Smelltu á linkinn til að skoða íbúðina í 3D
Nánari lýsing: Sameiginlegur inngangur. Komið er í hol sem aðskilur eldhús frá öðrum rýmum. Eldhúsið er stórt og bjart með innréttingu meðfram einum vegg og borðkrók með glugga í enda þess. Gott skápa- og vinnupláss. Helluborð með kolasíu viftu þar fyrir ofan og vask þar við hlið. Gert er ráð fyrir frístandandi ísskáp og uppþvottavél. Bökunarofn er í vinnuhæð. Herbergin eru tvö inn af gangi frá eldhúsinu, þau eru bæði mjög stór og rúmgóð, eitt stórt svefnherbergi og ein stór stofa. Baðherbergið er með flísum á gólfi og meðfram sturtunni og upp meðfram veggnum við upphengda salernið. Baðinnrétting er með handlaug og tveimur skúffum. Speglaskápur er þar fyrir ofan og handklæða ofn á veggnum þar á móti. Lítil geymsla í sameign hússins fylgir eigninni ásamt aðgengi að sameiginlegu þvottahúsi.
Nánari upplýsingar: Guðlaugur J. Guðlaugsson, löggiltur fasteignasali í síma 661-6056, gulli@remax.is
Vegna mikillar eftirspurnar vantar mig allar tegundir eigna á skrá. Hafðu samband og ég mun verðmeta eign þína þér að kostnaðarlausu.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi 0,8%, ( 0,4% ef um fyrstu kaup er að ræða ) og 1.6% (ef lögaðilar) af heildar fasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900.