Skrifstofa fasteignasölunnar verður lokuð frá kl. 12.00, fimmtudaginn 6. nóvember 2025 til kl. 13.00, mánudaginn 10. nóvember.

Hægt er að nálgast símanúmer og netföng sölumanna hér á heimasíðu okkar.

RE/MAX Ísland logo
Opið hús:11. nóv. kl 17:30-18:00
Skráð 6. nóv. 2025
Söluyfirlit

Mánalind 15

ParhúsHöfuðborgarsvæðið/Kópavogur-201
215.8 m2
6 Herb.
Verð
179.500.000 kr.
Fermetraverð
831.789 kr./m2
Fasteignamat
133.050.000 kr.
Brunabótamat
105.400.000 kr.
RE/MAX
Mynd af Berglind Hólm Birgisdóttir
Berglind Hólm Birgisdóttir
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1999
Sameiginlegur
Fasteignanúmer
2229207
Húsgerð
Parhús
Byggingarefni
St+timbur
Númer hæðar
1
Númer íbúðar
1
Lóðarréttindi
Leigulóð
Inngangur
Sameiginlegur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
"""Eignin verður ekki sýnd fyrr en í opnu húsi."""

Berglind Hólm lgfs. , Þorsteinn lgfs og RE/MAX kynna: Frábært fjölskylduhús á útsýnisstað í lindahverfinu í Kópavogi. Um er að ræða parhús á tveimur hæðum með frábæru skipulagi á milli hæða. Stórt hellulagt bílaplan er fyrir framan eignina sem rúmar vel allt að 3-4 bíla. Aftan við húsið er gengið af neðri hæðinni út á glæsilega verönd með fallegu úti eldhúsi með þaki, stóru setusvæði og heitum potti. Fyrir framan veröndina er gras, fallegur gróður, niðurgrafið trampolín og skjólgirðing. Mikið er búið að endurnýja eignina síðastliðin ár svo sem gólfefni, stóran part af innréttingum og tækjum og innihurðar svo eitthvað sé nefnt. Í eigninni eru 4 svefnherbergi, stórt baðherbergi, gestasalerni, rúmgott þvottahús, stórt fataherbergi, alrými með eldhúsi, borðstofu og setustofu og bílskúr með góðu geymslulofti.
 
Allar nánari upplýsingar veitir Berglind Hólm lögg.fasteignasali 694-4000 / berglind@remax.is
eða Þorsteinn Gíslason lögg.fasteignasali 694-4700 / steini@remax.is
 
Nánari lýsing eignar:

Aðalinngangur eignarinnar er á efri hæð hússins, gengið beint inn af bílaplani hússins. Fyrir framan innganginn er gott bílaplan sem rúmar vel 3 bíla. Einnig er útisvæði með skjólveggjum, einskonar auka verönd. Hægt er að ganga niður að garðinum við hægri gafl hússins.
Efri hæð:
Forstofa:
Komið er inn í forstofu með vönduðu harðparketi á gólfi, tvöföldum nýlegum fataskáp og falleg viðarklæðningu á einum vegg sem gefur fallegan svip á rýmið.
Alrými ( eldhús, borðstofa og setustofa ) Fallegt, vandað harðparket er á gólfi í öllu alrýminu.
Eldhús: Eldhúsið er að hluta til í sérrými en einnig opið yfir að borðstofunni að hluta. Innréttingin er hvít í U auk eyju sem snýr í átt að borðstofunni. Borðplata er dökk og falleg viðarklæðning er á hluta af veggjum. Rými er fyrir tvöfaldan ísskáp, tengi er fyrir uppþvottavél, ofn er í vinnuhæð og spanhelluborð er við góðan gufugleypi.  
Borðstofa: Fyrir framan eldhúsið er rúmgóð borðstofa. Opið er frá borðstofunni að setustofunni. Á milli borðstofu og setustofunnar er gengið út á góðar útsýnissvalir sem snúa í vestur.
Setustofa: Setustofan er rúmgóð með fallegri viðarklæðningu á stóran vegg. Fallegt útsýni er frá stofuglugganum til vesturs yfir Kópavoginn.
Gestasalerni: Á hæðinni er gestasalerni með fallegri grárri innréttingu undir vaski, ofanáliggjandi vaski, hringspegil á vegg og upphengdu salerni.
Barnaherbergi nr.1: Eitt barnaherbergi er á hæðinni við hlið forstofunnar, harðparketi er á gólfi.
Í miðju alrýminu er sérlega fallegur hringstigi sem leiðir niður á neðri hæðina með fallegu stálhandriði.
Neðri hæð: ( Búið er að leggja gólfhitalagnir í neðri hæð hússins)
Komið er niður á neðri hæðina í rúmgott miðjuhol með fallegu vönduðu harðparketi á gólfi, góðu vel skipulögðu vinnurými innst í rýminu og útgangi út í garðinn og út á veröndina.
Aðalbaðherbergi: Baðherbergið er glæsilegt og nýlega endurnýjað. Fallegar dökk gráar 60 x 60 cm flísar eru á gólfi og á veggjum fyrir utan vegg við salerni sem er flísalagður með flísum í viðar útliti. Stór sturta beint á gólf er innst í rýminu við opnanlegan glugga, skyggt gler er við sturtuna og blöndunartæki eru innbyggð. Góð innrétting er undir vaski með hvítri steinborðplötu. Fyrir ofan vaskaborðið er fjórfaldur speglaskápur á vegg. Snagar fyrir handklæði eru á vegg á móti sturtunni og búið er að leggja hitalagnir í vegginn og því nýtast snagarnir á sama hátt og handklæðaofn.
Hjónaherbergi: Hjónaherbergið er rúmgott með vönduðu harðparketi á gólfi og góðum sexföldum fataskáp sem nær upp í loft.
Barnaherbergi nr.2: Rúmgott barnaherbergi með  harðparketi á gólfi.
Barnaherbergi nr.3: Rúmgott barnaherbergi með  harðparketi á gólfi.
Fataherbergi: Inn af miðju holinu á hæðinni er stórt og rúmgott fataherbergi sem nýtist öllum herbergjum eignarinnar.
Þvottaherbergi: Innaf fataherberginu er rúmgott þvottaherbergi með miklu skápaplássi og gert ráð fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð.
Garður: Hægt er að ganga að garðinum á tvo vegu, bæði frá neðri hæð hússins og einnig gengið niður með hægri hlið eignarinnar. Veröndin er stór með heitum potti , stóru setusvæði og glæsilegu stóru útieldhúsi með lokuðu þaki og því hægt að nýta allt árið. Fyrir framan veröndina eru grasþökur, falleg tré, niðurgrafið trampolín og timburgirðing sem lokar af garðinn. Við hlið hússins er góður geymsluskúr.
Bílskúr:  Bílskúrinn er skráður 27,3 m2 með afstúkaðri geymslu í enda rýmisins og góðu millilofti.
 
Allar nánari upplýsingar veitir Berglind Hólm lögg.fasteignasali 694-4000 / berglind@remax.is
eða Þorsteinn Gíslason lögg.fasteignasali 694-4700 / steini@remax.is


Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill því RE/MAX skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
 
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% (0,4% ef um fyrstu kaup er að ræða) og 1,6% (ef lögaðilar)af heildarfasteignamati.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.700 kr. af hverju skjali.
Lántökugjald lánastofnunar - samkvæmt gjaldskrá lánastofnunar.
Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk
Byggt 1999
27.3 m2
Fasteignanúmer
2229207
Byggingarefni
St+timbur
Númer hæðar
01
Númer eignar
02
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Brunabótamat
12.350.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
23 m2
Fasteignanúmer
2229207

Sambærilegar eignir

Opna eign
Image
Opna eign
Parhús í Smárahverfi
201 Kópavogur
236.5 m2
Parhús á tveimur hæðum
816
773 þ.kr./m2
182.900.000 kr.
Opna eign
3D Sýn
Opið hús:11. des. kl 16:00-17:00
Image
Opna eign
Álfkonuhvarf 13
203 Kópavogur
207.9 m2
Raðhús á tveimur hæðum
624
793 þ.kr./m2
164.900.000 kr.
Opna eign
Image
Opna eign
Kópavogsbraut 71
200 Kópavogur
177.2 m2
Parhús á tveimur hæðum
624
1055 þ.kr./m2
186.900.000 kr.
Opna eign
Image
Opna eign
Goðakór 5
203 Kópavogur
207.7 m2
Einbýlishús
625
818 þ.kr./m2
169.900.000 kr.
RE/MAX Ísland logo
Við vinnum fyrir þig
Hafðu samband
skrifstofa@remax.isS: 4777777
Skeifunni 17
kt. 480506-0810
Hlekkir
Samfélagsmiðlar
© Copyright 2025 - RE/MAX Ísland
Knúið af
Fasteignaleitin