Sigrún Gréta hjá RE/MAX kynnir 2ja hæða íbúð með sér inngangi að Lækjarkinn 30 í Hafnarfirði. Útgengi er út á viðarverönd og garð til suðurs. Eldhús og stofa eru saman í opnu rými. Húsið er innst í botnlanga og þar eru göngustígar og undirgöng til að sækja skóla og þjónustu s.s. matvöruverslun og apótek.
Allar frekari upplýsingar um eignina veitir Sigrún Gréta í síma 864-0061 / sigrun@remax.is
Eignin skiptist í forstofu, eldhús, stofu, baðherbergi, svefnherbergi og geymslu. Eignin er skráð hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun 54 m2. **HÉR MÁ NÁLGAST 3D MYNDBAND AF EIGNINNI. KÍKTU Í HEIMSÓKN !*VINSAMLEGA SMELLIÐ HÉR TIL AÐ BÓKA TÍMA Í SKOÐUN MÁNUD. 8. SEPT. Nánari lýsing:
Forstofa er inn af steyptri stétt og bílaplani. Í forstofu eru gólfflísar. Inn af forstofu er hol fyrir skáp eða fatahengi.
Eldhús er á vinstri hönd í alrými. Brún IKEA innrétting á einum vegg og eyja sem skilur að eldhús og stofurými. Stæði og tengi fyrir ísskáp og uppþvottavél. Á eyju er helluborð og bakaraofn.
Stofa er með útgengi út í garð til suðurs. Sér viðarverönd utan við stofu. Parket er á alrými stofu.
Herbergi er með fataskáp með speglum á einum vegg. Parket á gólfi.
Baðherbergi er með ljósum gólfflísum. Sturta með hengi, skápaeining undir vaski og salerni. Opnanlegt fag er á baðherbergi og snýr gluggi út að sérafnotareiti íbúðar.
Geymsla er innan íbúðar. Dúkur á gólfi. Þar er rafmagnstafla íbúðar.
Þvottahús er í sameign.
Sér afnotareitur íbúðar er út frá stofu. Að hluta til er þar
viðarverönd með skjólgirðingu. Gras er handan við hús og við gafla þess.
Næg bílastæði eru á streyptu bílaplani framan við hús. Húsið er
steinsteypt og var steinað árið 2005.
-Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar tegundir eigna á skrá.
-Hafðu samband og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.
-Sigrún Gréta löggiltur fasteignasali í síma 864 0061 eða sigrun@remax.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila. Reiknast af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald eftir gjaldskrá lánastofnunar. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900.-