RE/MAX Ísland logo
Skráð 10. okt. 2025
Söluyfirlit

Ásbúð 15

EinbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Garðabær-210
199.3 m2
6 Herb.
4 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
Tilboð
Fasteignamat
122.850.000 kr.
Brunabótamat
88.850.000 kr.
RE/MAX
Mynd af Guðrún Lilja Tryggvadóttir
Guðrún Lilja Tryggvadóttir
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1973
Þvottahús
Garður
Útsýni
Gæludýr leyfð
Sérinngangur
Fasteignanúmer
2069132
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
1
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Talið í lagi
Raflagnir
Endurnýjað að hluta
Frárennslislagnir
Talið í lagi
Gluggar / Gler
Endurnýjað að hluta
Þak
Endurnýjað að hluta
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Verönd
Upphitun
Hitaveita/gólfhiti að hluta
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fyrirhugaðar framkvæmdir
 
RE/MAX og Guðrún Lilja löggiltur fasteignasali kynna í einkasölu: Einstaklega fallegt og töluvert endurnýjað 199,3 fm. einbýlishús á einni hæð með innbyggðum bílskúr á vinsælum stað í Garðabænum. Íbúðarými er skráð 157,0 fm. og skiptist í forstofu, glæsilega arinstofu/setustofu, opið hol, eldhús, borðstofu og stofu, fjögur rúmgóð svefnherbergi (þar af eitt innaf bílskúr), baðherbergi með saunu og þvottahús.  Bílskúr er skráður 42,3 fm. með auka rými fyrir innan.  Mjög falleg aðkoma er að húsinu, stór og gróinn garður með verönd til suðurs og gott útsýni er norðanmegin við húsið.

Falleg og vel skipulögð eign í rólegu og eftirsóttu hverfi í Garðabænum.  Góð staðsetning, stutt er í skóla, íþróttasvæði og alla helstu þjónustu.

Nánari upplýsingar veitir Guðrún Lilja Tryggvadóttir, löggiltur fasteignasali í síma 867-1231, gudrunlilja@remax.is

KÍKTU Í HEIMSÓKN OG SJÁÐU EIGN Í 3D MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉR

FÁÐU SÖLUYFIRLIT MILLILIÐALAUST MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉR

Nánari lýsing:
Forstofa
er falleg og björt, flísalögð og með góðum fataskápum. Hiti er í gólfum.  Aukin lofthæð í rými og gengið þaðan í arinstofu og innangengt í bílskúr.
Arinstofan er mjög glæsileg, björt og há til lofts. Flísar eru á gólfum með gólfhita. Fallegur hlaðinn arinn sem gefur góðan hita í rýmið. Úr arinstofu er útgengt út á ca. 20,0 fm. timburverönd og bakgarð til norðurs
Eldhús er með fallegri hvítri innréttingu með góðu skápaplássi. Helluborð og vifta, bökunarofn og uppþvottavél í vinnuhæð. Parket á gólfum. Stór og bjartur gluggi hleypir fallegri birtu inn.
Borðstofa og stofa er í björtu og opnu rými með útgengt út á ca. 50 fm. viðarverönd til suðurs. Veröndin er einstaklega skjólsæl og sólar nýtur vel yfir daginn og fram á kvöld.
Svefnherbergin eru fjögur. Í íbúðarhluta hússins eru þrjú rúmgóð svefnherbergi, parket á gólfum. Fataskápar eru í hjónaherbergi en milli barnaherbergja er fataherbergi, innangengt frá báðum herbergjum.  Að auki er fjórða svefnherbergið staðsett inn af bílskúr.
Baðherbergi er með vaskinnréttingu með góðu skápaplássi, upphengdu salerni og hornbaðkari með sturtu. Flísalagt er í hólf og gólf, jafnframt er góður opnanlegur gluggi. Inn af baðherbergi er viðarklædd sána með opnanlegum glugga.
Þvottahús er með hvítri vaskinnréttingu, flísar á gólfi.
Bílskúr er skráður 42,3 fm. að stærð. Fullbúinn með hita og rafmagni, rafmagnshurðaopnara og geymslulofti. Inn af bílskúr er opið rými (léttir milliveggir) með parketlögðu svefnherbergi fyrir innan. Bjart og rúmgott svefnherbergi með fallegu útsýni til norðurs.
Garðurinn er einstakur verðlaunagarður með fallegum og fjölbreyttum gróðri. Stærð lóðar alls er 972,0 fm. 
Mjög falleg aðkoma er að húsinu, hellulagt bílaplan með snjóbræðslu og hleðslustöð fyrir rafmagnsbíl.

Framkvæmdir og viðhald síðustu ára:
2025: Gluggar yfirfarnir og gler endurnýjað með sprossum á milli (fyrir utan bílskúr og arinstofu).  Nýtt þakskyggni og nýjar þakrennur. Sett ný útiljós með tímastillingu (skipta þarf þó um ljós við heimreið). Ný rafmagnstafla, tenglar og rofar endurnýjaðir að hluta.  Ný hitaveitugrind með gólfhitastýringu í forstofu, arinstofu og baðherbergi ásamt thermostati.
2023: Ný viðarverönd rúmlega 50 fm. smíðuð fyrir framan hús.
2022: Sett upp þriggja fasa Zaptec hleðslustöð á húsvegg við bílaplan.
2019: Húsið málað að utan.
2005: Eldhús endurnýjað af fyrri eigendum.
2001: Baðherbergi endurnýjað af fyrri eigendum.
1983: Skáli/viðbygging milli húss og bílskúrs.

Einstaklega fallegt og sjarmerandi einbýlishús á eftirsóttum stað í Garðabænum. Allar upplýsingar veitir Guðrún Lilja Tryggvadóttir, löggiltur fasteignasali í síma 867-1231, gudrunlilja@remax.is 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati.   2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.  3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana.   4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.
Byggt 1973
42.3 m2
Fasteignanúmer
2069132
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
01
Númer eignar
02
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Brunabótamat
18.250.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Sambærilegar eignir

Opna eign
3D Sýn
Image
Opna eign
Garðaflöt 29
210 Garðabær
179.7 m2
Einbýlishús á einni hæð
513
935 þ.kr./m2
168.000.000 kr.
Opna eign
3D Sýn
Image
Opna eign
Hraunás 3
210 Garðabær
213.8 m2
Einbýlishús á pöllum
613
865 þ.kr./m2
184.900.000 kr.
Opna eign
3D Sýn
Image
Opna eign
Langafit 8
210 Garðabær
194.6 m2
Einbýlishús á pöllum
614
709 þ.kr./m2
137.900.000 kr.
Opna eign
3D Sýn
Image
Opna eign
Grænatún 20
200 Kópavogur
176.3 m2
Parhús á tveimur hæðum
423
879 þ.kr./m2
154.900.000 kr.
RE/MAX Ísland logo
Við vinnum fyrir þig
Hafðu samband
skrifstofa@remax.isS: 4777777
Skeifunni 17
kt. 480506-0810
Hlekkir
Samfélagsmiðlar
© Copyright 2025 - RE/MAX Ísland
Knúið af
Fasteignaleitin