Guðlaugur J. Guðlaugsson og Gunnar Sverrir löggiltir fasteignasalar hjá RE/MAX fasteignasölu kynna í einkasölu:
Vandað, glæsilegt og vel staðsett raðhús með innbyggðum bílskúr við Ljósakur 18, 210 Garðabæ.
Góð aðkoma er að húsinu sem staðsett er innst í botnlanga. Stórt og gott hellulagt og upphitað bílaplan með bílastæði. Stór og flott lóð með skjólveggjum, grasflöt og timburverönd. Flott útisvæði með útieldhúsi, útiborðsvæði og sér útigeymslu.
Frábært fjölskylduhús á eftirsóttum stað í Akrahverfinu, opið leik svæði er fyrir aftan húsið sem gefur húsinu aukið útsýni og meira andrými.
- Hjónasvíta er með fataherbergi, sér baðherbergi og útgengi út á þakverönd.
- Fjögur önnur rúmgóð svefnherbergi.
- Tvö önnur baðherbergi og eitt gestasalerni.
- Rúmgóðar, flottar stofur og gott auka fjölskyldu sjónvarpshol.
- Sérsmíðar innréttingar, kvartssteinn á borðum, flott og gott útsýni
- Sér þvottahús og innbyggður rúmgóður bílskúr með mikið og gott skápapláss.
- Timburverandir, útieldhús, grænt svæði, svalir og þak verönd.
- Garður, svalir og verandir opnar til suðurs.
- Aukaíbúð með sérinngangi, auðvelt að samnýta líka bara sem eina heild.Bókið skoðun hjá Gulla í síma 661-6056 eða með tölvupósti á netfangið gulli@remax.is Húsið hefur verið mikið endurnýjað af núverandi eigendum.Árið 2018 var húsið endurnýjað að miklu leyti til. Skipt var út öllu gólfefni alls staðar nema í íbúð niðri. Settar voru upp sérsmíðaðar innréttingar inn í eldhúsi og inn á baðherbergjum. Allir fataskápar í anddyri, herbergjum upp og inn í hjónasvítu eru sérsmíði, það sama á við um skrifborð inn í barna herbergjunum tveimur á efstu hæð. Gerðar voru breytingar á inngangi inn í íbúðina til að tengja rýmin betur saman, teppi sett á stiga milli hæða. Hurða göt voru hækkuð og settar voru upp sérsmíðaðar innihurðar.
Árið 2021 var nýr sérsmíðaður skápur settur í stofuna sem teiknaður var af Hönnu Stínu. Það sama ár var sett upp pergúla með markísu og hitablásurum á þakverönd sem liggur út frá hjóna svítunni.
Árið 2024 var útisvæði á hlið hússins girt af með skjólveggjum og útieldhúsi. Útigeymsla byggð og pergóla með aðstöðu fyrir borð og bekk þar í kring sett upp.
Nánari lýsing eignar: Aðalhæð: Komið er inn í forstofu með fataskápum og flísum á gólfi með gólfhita. Þaðan er komið inn í opið alrými sem tengir saman öll rými á aðalhæðinni. Sömu flísar þar allstaðar á gólfi að undanskildum bílskúrnum og inn í þvottahúsi, önnur týpa af flísum þar. Á vinstri hönd þegar komið er úr forstofunni er fataskápar og hurð inn í rúmgóðan og breiðan bílskúr með flísum á gólfi og með mikið og gott skápaplaáss. Inn af bílskúrnum er stórt og gott þvottahús með innréttingu sem er með mikið gott skápa- og vinnupláss. Gert er þar ráð fyrir að þvottavél og þurrkari sé í vinnuhæð.
Alrýmið sem kemur í framhaldi af forstofunni er með L-laga vegg klæddan timbri, og svo einn mjög fallegan og veglegan sérsmíðaðan skáp sem setur mikin svip á stofuna. Stofan er mjög rúmgóð og björt með stórum gluggum sem veita góða birtu inn og fallegt útsýni yfir Akrahverfið og víðar. Borðstofan og eldhúsið er inn af stofunni. Þar er glæsileg innrétting með mikið og gott skápapláss. Kvartsteinn á borðum, tveir innbyggðir Libeherr ísskápar með frysti í. Uppþvottavélin er staðsett í vinnuhæð, helluborð, bökunraofn og vaskur er staðsett á eyjunni. Mikið og gott vinnupláss. Gert er ráð fyrir nokkrum barstólum við eyjuna. Út frá borðstofunni er gengið út á svalir sem eru opnar til suð-austurs. Á hæðinni er einnig flísalagt gestasalerni með opnanlegum glugga, upphengt salerni og baðinnréttingu með handlaug.
Steyptur stigi er bæði upp á efri og niður á neðri hæð, stiginn er tepplagður og með glerhandrið upp meðfram hliðum hans. Alrými efri hæðar er með harðparket á gólfi og auka fataskápa. Útgengi er þaðan út á þakverönd með skjólveggjum og pergólu með hitalömpum í. Hjónasvítan er mjög rúmgóð, þar er fataherbergi með mikið og gott skápapláss. Sér baðherbergi er inn af hjónasvítu, þar eru flísar á gólfi og á veggjum. Baðkar með innbyggðum tækjum, upphengt salerni og baðinnrétting með handlaug og speglaskáp þar fyrir ofan. Opnalegur gluggi er á baðherberginu. Útgengi er út frá hjóna svítunni út á þakverönd. Barnaherbergin tvö á hæðinni eru bæði mjög rúmgóð með fataskápum og áföstum skrifborðum. Sameiginlegt baðherbergi á hæðinni er fyrir framan herbergin tvö, þar eru flísar á gólfi og flísar á veggjum. Sturta, upphengt salerni og baðinnrétting með handlaug og speglaskápa þar fyrir ofan. Opnalegur gluggi er á baðherberginu.
Neðsta hæð, komið er niður teppalagðan stiga inn í opið hol með harðparket á gólfi. Þetta fjölskyldurými hefur verið notað sem sjónvarpsstofa, sérsmíðar innréttingar fyrir sjónvarp auk þess er einn veggur þakinn bókahillum. Skrifborðsaðstaða er undir stiga. Hurð er svo á milli til að aðskilja aukaíbúðina frá ef vilji er til. Hægt semsagt að loka alveg þar á milli eða samnýta með heildareigninni.
Aukaíbúðin er með sér inngangi, gengið er þar inn í opið og bjart alrými með upprunaleg gólfefni á gólfum. Fatahengi og eldhúsinnrétting með eyju í framhaldi þess. Stofan og borðstofan er bjart og gott alrými með útgengi út á timburverönd. Herbergin eru tvö, bæði mjög rúmgóð, annað þeirra er með hvítum upprunalegum fataskápum. Ekki var sett upp hurð í annað herbergið, auðvelt væri að láta framkvæma það. Lítil sér geymsla er enda íbúðarinnar. Baðherbergið er mjög stórt með flísum á gólfi og flísum á veggjum. Sturta, hvít baðinnrétting með handlaug og skúffum. Tengi og aðstaða er fyrir þvottavél og þurrkara.
Nánari upplýsingar veita: Guðlaugur J. Guðlaugsson/Gulli löggiltur fasteignasali í síma
661-6056 / gulli@remax.is og Gunnar Sverrir löggiltur fasteignasali í síma
862-2001 / gunnar@remax.is
Vegna mikillar eftirspurnar vantar okkur allar tegundir eigna á skrá. Hafið samband og við munum verðmeta eign þína þér að kostnaðarlausu.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi 0,8%, ( 0,4% ef um fyrstu kaup er að ræða ) og 1.6% (ef lögaðilar) af heildar fasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900.-