31.03.2021

EKKI FÆRRI ÍBÚÐIR Í BYGGINGU Í FJÖGUR ÁR


Samtök iðnaðarins gerði talningu í lok febrúar og byrjun mars síðastliðinn á íbúðum í byggingu á höfuðborgarsvæðinu, í nágrenni þess og á Norðurlandi.

Helstu niðurstöður sýna mikinn samdráttur á fjölda íbúða í byggingu síðastliðin ár og eru nú 4.610 íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu, í nágrenni þess og á Norðurlandi og hefur þeim fækkað um 1.131 milli ára.
Á einu ári hefur samdrátturinn orðið 20%. Mest er samdrátturinn á íbúðum sem eru á byggingarstigi 4 og 5 eða um 23%. Eru það íbúðir sem eru fokheldar og tilbúnar til innréttinga.
Frá því í mars 2019 hefur samdráttur verið 29%, þar að segja hafa íbúðir í byggingu fækkað um 1.864.

Höfuðborgarsvæðið og í nágrenni þess
Mesti samdrátturinn er á höfuðborgarsvæðinu þar sem 3.523 íbúðir eru í byggingu og hafa þær ekki verið færi í fjögur ár. Ef miðað er við sama tíma fyrir ári þá eru íbúðir 929 færri. Ekki hefur mælst meiri fækkun íbúða frá því að mælingar hófust 2010 og nemur samdrátturinn 21%.
Þær íbúðir sem eru helst í byggingu á höfuðborgarsvæðinu flokkast undir fjölbýli. Af þeim 3.523 íbúðum sem eru í byggingu eru 3.240 fjölbýli eða 92% og er 4% íbúða rað- eða parhús og sama hlutfall einbýli. Mestu framkvæmdirnar eru í póstnúmerum 102 og 104 eða um 435 og 359 íbúðir í byggingu.

Minni samdráttur er í nágrenni höfuðborgarsvæðisins.
Núna eru um 869 íbúðir í byggingu sem er 72 íbúðum færri en á sama tíma fyrir ári og er samdrátturinn því 8%. Mest eru framkvæmdirnar í 210 Garðabæ og 225 Álftanesi eða um 488 íbúðir í byggingu. Þá eru 425 íbúðir í byggingu í 200 Kópavogi og 254 íbúðir í 201 Kópavogi.

Norðurland
Á Norðurlandi er þó umtalsverður samdráttur á íbúðum í byggingu, eru nú um 218 íbúðir í byggingu sem er 130 íbúðum færri en á sama tíma fyrir ári og nemur samdrátturinn um 37%. Mætti rekja þetta til mikils lóðaskorts á Akureyri.

Reikna má með því að fullbúnar íbúða fækki á markaðnum á næstunni. Samtök iðnaðarins spá því að á þessu ári komi um 2.135 fullbúnar íbúðir á markaðinn á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni og árið 2022 verðu þær 1.790, þetta er lækkun upp á 239 fullbúnum íbúðum eða um 6%.

-----------
Heimildir:
Samtök iðnaðarins, Ekki færri íbúðir í byggingu í fjögur ár, 25 mars 2020