21.02.2023

11 hollráð til að auðvelda heimilislífið

1.Notaðu hleðslubatterí. Frekar en að þurfa að kaupa ný og ný batterí, og þurfa þá líka að farga þeim gömlu á réttan hátt, notaðu batterí sem hægt er að endurhlaða.

2.Hafðu lífrænt ræktaðan mat á heimilinu. Ræktaðu þitt eigið grænmeti og kryddjurtir ef þú getur, og reyndu að takmarka matarsóun.

3.Kauptu hluti sem hægt er að endurnýta; ferðamál, vatnsflöskur, taupoka. Byggðu þína eigin moltustöð fyrir lífrænan úrgang, og notaðu sem áburð á garðinn.

4.Föndraðu haldara fyrir sléttujárnið úr eldhúspappírrúllum. Ertu orðin þreytt á að sléttujárnið liggi alltaf eins og hráviði á baðherbergisborðinu? Taktu rúlluna eftir að eldhúspappírinn klárast, límdu pappalok á annan endann, og límdu svo innan á skáphurð, þá ertu kominn með fullkomna geymslu fyrir sléttujárnið.

5.Feldu snúrurnar. Settu snúrur á bak við sófa og húsgögn þegar hægt er, en annars er hægt að taka margar snúrur saman og setja í eitt pvc-rör.

6.Límdu lítið vasaljós við skrúfjárnið. Mjög einfalt, bara líma vasaljós í pennastærð með límbandi við handfangið eða málminn í skrúfjárninu sjálfu. Þá lýsir vasaljósið alltaf akkúrat á hárréttann stað.

7.Komdu í veg fyrir sokkasvarthol á baðherberginu. Ertu orðinn leiður á því að týna sokkum og enda uppi með fullt af stökum? Troddu frauðplasti í ginnungargapið á milli þvottavélarinnar og þurrkarans, og svo upp við vegginn.

8.Notaðu kork til að koma í veg fyrir veltu. Ekki henda korktappanum úr vínflöskunni, því hann er tilvalinn til að laga völt borð/stóla/rúm á heimilinu. Mældu bara hversu mikið þarf til að laga og skerðu samsvarandi sneið af tappanum, og troddu svo undir.

9.Föndraðu handfrjálst vasaljós. Límdu mjög lítið vasaljós við öryggisgleraugu (t.d. þau sem fylgja með flugeldapökkum). Fullkomið þegar þú þarft að kíkja undir vaskinn eða upp á háaloft, lýsir alltaf þangað sem þú ert að horfa!

10.Vefðu pípuhreinsurum utan um herðartré. Ertu orðinn leiður á því hvað sum föt renna alltaf af plastherðartrjánum því þau eru svo sleip? Pípuhreinsarar eru lausnin!

11.Settu gjafapappír á ryksuguna. Það eru alltaf einhverjir staðir, undir rúmum til dæmis, sem er erfitt að ná með ryksugunni. Þá er einfalt mál að búa til framlengingu með því að nota pappann sem er innan á gjafapappírsrúllum.