102, Reykjavík

Smyrilshlíð 10

Tilboð
Fjölbýli
4 herb.
114 m 2

YFIRLIT

  • Tegund Fjölbýli
  • Stærð 114 M²
  • Herbergi 4
  • Stofur 1
  • Svefnherbergi 3
  • Baðherbergi 1
  • Inngangur Sameig.
  • Byggingarár 2019
  • Lyfta
  • Bílskúr NEI

LÝSING

Remax kynnir í einkasölu:  Einstaklega falleg og vel skipulögð fjögurra herbergja 114,7 fm. íbúð á 3. hæð í nýlegu lyftuhúsi við Hlíðarenda í Reykjavík.  Íbúðin skiptist í forstofu, opið eldhús inn í stofu- og borðstofu, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og geymslu.  Vel staðsett bílastæði fylgir íbúð í lokaðri bílgeymslu.  

Stutt í leik- og grunnskóla og alla helstu þjónustu. Eins að njóta náttúrunnar í fallegu umhverfi við Öskjuhlíð og Nauthólsvík.

Kíktu í heimsókn með því að smella hér

Nánari lýsing:
Forstofa er með fataskáp.  
Eldhús er með góðri innréttingu með ljósum plastlögðum viðartón og efri skápar sprautaðir, grá borðplata.  Flísar á milli skápa.Tæki eru frá Electrolux, keramik helluborð og blástursofn. Rými fyrir amerískan ísskáp í innréttingu. Úr eldhúsi er opið inn til borðstofu- og stofu. 
Stofa- og borðstofa er rúmgóð og björt með útgengt út á svalir til austurs.
Svefnherbergin eru þrjú, hjónaherbergi og tvö barnaherbergi, öll með fataskápum.
Baðherbergi er með fallegri nýrri innréttingu, handklæðaofni og sturtuklefa. Salernið er upphengt og innbyggt. Hitastýrð blöndunartæki í sturtu. Flísalagt gólf og veggir að hluta.
Þvottahús er innan íbúðar með góðri vaskinnréttingu og tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Einnig nýlegur handklæðaofn.  Flísar á gólfum.
Geymsla er staðsett í sameign, 5,0 fm. á stærð, ásamt sameiginlegri hjóla- og vagnageymslu.
Vel staðsett bílastæði fylgir íbúð í lokaðri bílgeymslu með stofn fyrir rafmagnshleðslu.
Skjólgóður sameiginlegur garður bakatil og leiktæki fyrir börn.

Ath fyrirhugað fasteignamat 2023 er kr. 84.700.000,-

Nánari upplýsingar gefur Guðrún Lilja Tryggvadóttir, löggiltur fasteignasali í síma 867-1231[email protected]


Smyrilshlíð 10 er glæsilegt og vandað fjölbýlishús byggt af Frostaskjóli ehf. Húsið er á 5 hæðum auk bílakjallara á tveimur niðurgröfnum hæðum, alls 22 íbúðir. Stigagangur með lyftu. Húsið er byggt úr steinsteypu, einangrað og klætt að utan með málmklæðningu. Þakið er viðsnúið þak, slétt með þakdúk og einangrað ofan á plötu með þéttri rakaheldri plasteinangrun a.m.k. 250 mm, grasi og hellum á svalagörðum. Gluggar eru álklæddir viðargluggar með tvöföldu einangrunargleri (K-gleri). Útveggir eru ýmist múrhúðaðir að innan eða sandspatlaðir og innveggir eru gipsveggir á álgrind.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana. 
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.