111, Reykjavík (Efra Breiðholt)

Austurberg 16

69.900.000 KR
Fjölbýli
4 herb.
130 m 2

YFIRLIT

  • Tegund Fjölbýli
  • Stærð 130 M²
  • Herbergi 4
  • Stofur 1
  • Svefnherbergi 3
  • Baðherbergi 1
  • Inngangur Sameig.
  • Byggingarár 1975
  • Lyfta Nei
  • Bílskúr

LÝSING

RE/MAX kynnir fallega 130 fm íbúð ásamt bílskúr við Austurberg 16 í Reykjavík.  Birt stærð séreignar er 112,4 fm og birt stærð bílskúrs er 18,0 fm.  17 fm svalir. Íbúðin á 2. hæð er 90,4 fm að stærð og tvær geymslur í kjallara, 14,7 og 7,3 fm.   Fasteignamat 2024 er kr. 65.250.000.

Nánari lýsing: Við inngang í íbúð er komið inn í forstofu með flísum á gólfi og fataskáp. Eldhúsið var endurnýjað 2020. Það er með hvítri innréttingu með dökkri borðplötu og flísum á milli efri og neðri skápa. Borðstofuborð er við glugga, með parketi á gólfum sem einnig var endurnýjað 2020. Stofan er björt með gluggum í suður en úr stofu er útgengi á svalir.  Svefnherbergi íbúðarinnar á hæðinni eru þrjú, öll með parketi á gólfi og fataskápar eru í tveimur herbergjanna. Baðherbergið er með flísalögðu gólfi, baðkari með sturtuaðstöðu og innréttingu. Nýlegur ofn er á baðherberginu.  Þvottahús/búr er út frá eldhúsi. Í kjallara er gluggalaust herbergi með loftræstingu.  Er í dag nýtt sem svefnherbergi með aðgengi að salerni.  Auk þess er sér geymsla í kjallara. Bílskúr fylgir eigninni með heitu og köldu vatni. 

Austurberg 16 er vel staðsett og stutt er í ýmsa þjónustu svo sem leikskóla, grunnskóla, menntaskóla, matvöruverslun, sund, líkamsrækt o.fl. 

Allar nánari upplýsingar um eignina veita Þorsteinn Ólafs í síma 842-2212, [email protected] og Ástþór Reynir Guðmundsson, löggiltur fasteignasali í síma 477-7777, [email protected].

Vegna mikillar eftirspurnar vantar okkur allar tegundir eigna á skrá. Vinsamlega hafið samband í síma 844-2212 eða með pósti á [email protected].


Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. RE/MAX bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af löggiltum fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana. 
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.