210, Garðabær

Strandvegur 16

Tilboð
Fjölbýli
4 herb.
121 m 2

YFIRLIT

  • Tegund Fjölbýli
  • Stærð 121 M²
  • Herbergi 4
  • Stofur 1
  • Svefnherbergi 3
  • Baðherbergi 1
  • Inngangur Sameig.
  • Byggingarár 2004
  • Lyfta Nei
  • Bílskúr NEI

LÝSING

Remax kynnir í einkasölu: Virkilega falleg og björt 4ra herbergja 121,2 fm. íbúð með sjávarútsýni á þriðju og efstu hæð ásamt stæði í bílgeymslu á vinsælum stað við Strandveg 16, Garðabæ.  Íbúðin er 113,7 fm. og skiptist í forstofu, opið alrými, eldhús, borðstofu og stofu, opið eldhús, þrjú rúmgóð svefnherbergi og baðherbergi.  Þvottahús er innan íbúðar og sérgeymsla 7,5 fm. staðsett í sameign. Myndavéladyrasími er í íbúð.  

*** Velkomið að bóka einkaskoðun hjá Guðrúnu Lilju, löggiltum fasteignasala í síma 867-1231[email protected] ***


Einstök eign í eftirsótt hverfi í Garðabæ. Náttúra og fallegar gönguleiðir í nágrenninu, stutt í leik- og grunnskóla og alla helstu þjónustu. Húsið er byggt af Bygingarfélagi Gylfa og Gunnars (BYGG) árið 2004.

KÍKTU Í HEIMSÓKN OG SJÁÐU EIGN Í 3D MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉR

FÁÐU SÖLUYFIRLIT MILLILIÐALAUST MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉR

Nánari lýsing:
Forstofa
er opin inn í aðalrýmið og með fataskápum. Á vinstri hönd er glæsileg stofa og borðstofa með mikilli lofthæð og gólfsíðum gluggum.  Milli húsa er fallegt útsýni til sjávar.  Úr borðstofu er útgengt út á svalir.
Eldhús er flísalagt með nýlegum hvítum innréttingum með góðu skápaplássi. Steinn er á borðum með innfelldu spanhelluborði og undirlímdum vaski. Bökunarofn er í vinnuhæð.
Svefnherbergin eru þrjú, mjög rúmgóð og björt með fataskápum.
Baðherbergi er flísalagt með fallegri innréttingu, handklæðaofni og sturtubaðkari. Náttúruflísar eru á gólfum og hvítar flísar á veggjum.
Þvottahús er flísalagt, með vaski og tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Sérgeymsla er um 7,5 fm. að stærð, staðsett í sameign ásamt hjóla og vagnageymslu.
Bílastæði er vel staðsett í lokaðri bílgeymslu með rafhleðslustöð.


Parket íbúðar var nýlega pússað upp og lakkað en í forstofu, eldhúsi, baðherbergi og þvottahúsi er náttúrusteinn á gólfum. Nýlega voru settar upp vandaðar gardínur og einnig var settur upp nýr veggur/skilrúm í forstofu.

Strandvegur 12-14-16 eru þrír sambyggðir þriggja hæða stigagangar með kjallara, samtals 24 íbúðir. Sameiginlegt húsfélag er fyrir eignirnar, í rekstri hjá Eignaumsjón. Það er ekki lyfta í húsinu en aðeins er gengið upp tvær hæðir frá anddyri í íbúð.

Nánari upplýsingar gefur Guðrún Lilja Tryggvadóttir, löggiltur fasteignasali í síma 867-1231[email protected] 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana. 
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.