105, Reykjavík (Austurbær)

Engjateigur 17-19

142.000.000 KR
Fjölbýli
6 herb.
212 m 2

YFIRLIT

  • Tegund Fjölbýli
  • Stærð 212 M²
  • Herbergi 6
  • Stofur 3
  • Svefnherbergi 3
  • Baðherbergi 2
  • Inngangur Sér
  • Byggingarár 1992
  • Lyfta Nei
  • Bílskúr NEI

LÝSING

Guðlaugur J. Guðlaugsson löggiltur fasteignasali og RE/MAX fasteignasala kynna í einkasölu: 

Virkilega björt, opin og flott 212,6 fm., endaíbúð með þrjú mjög rúmgóð svefnherbergi í Listhúsinu við Engjateig 17-19 við Laugardalinn í 105 Reykjavík.

Íbúðin er með sérinngangi, hún er á tveimur hæðum með gluggum í þrjár áttir og mjög stórum þakgluggum auk yfirbyggðum opnanlegum suðursvölum. Hátt til loft, tvö baðherbergi, sér þvottarými, eldhús, borðstofa, stofa og sjónvarpsstofa. 

Um er að ræða óvenjulega íbúð í anda loft-íbúða í stórborgum erlendis. Virkilega björt og flott íbúð. Innanhús var eignin sérstaklega hönnuð og skipulögð af Steve Christer, arkitekt hjá Studio Granda. Mikil lofthæð á báðum hæðum eða allt að 4,5 metrar. Sérsmíðaðar innréttingar, hillur o.fl. eftir eftir teikningum frá Steve Christer.

Seljendur eru opin fyrir því að taka minni eign í hverfinu upp í kaupin.  

Bókið skoðun hjá Gulla í síma 661-6056 eða með tölvupósti á netfangið [email protected]

Smelltu á link til að skoða íbúðina í 3-D

Nánari lýsing:
Anddyri, forstofa er með kókos-teppi á gólfi og með fataskáp með rennihurð með spegli á.
Komið er inn í bjart og rúmgott alrými með tvær samliggjandi stofur, mjög stórar, bjartar og parketlagðar með mjög mikilli lofthæð og stórum gluggum.  Fallegt útsýni úr stofum yfir garð Ásmundarsafns, að Esjunni og víðar. 
Eldhús er með parket á gólfi og eldhúskrók. Innrétting er með efri og neðri skápa, bökunarofn í vinnuhæð og innbyggðum ísskáp og frysti. Steinn á borði, helluborð og vaskur. Gert er ráð fyrir uppþvottvél í innréttingu. 
Baðherbergi á hæðinni er rúmgott með mosaikflisar á gólfi og á veggjum, innbyggður speglaskápur með lýsingu í, handklæðaofn og stór sturta með innbyggðum tækjum í vegg og sturtugleri.
Svefnherbergi á hæðinni er mjög rúmgott með fataskáp með rennihurð með spegli á. Notað sem hjónaherbergi í dag.

Gengið er upp á efri hæð íbúðarinnar, upp um mjög flottan sérsmíðaðan stálstiga með viðarþrepum. Þar er komið inn í parket lagt hol sem hægt er að loka af með rennihurð frá sjóvarpsstofu. 
Sjónvarpsstofa er parket- og mosaikflísar á gólfi hjá yfirbyggðum opnanlegum svölum til suðurs. Mjög mikilli lofthæð er í sjónvarpsstofu, þar eru líka fataskápar, innbyggður ísskápur og innrétting með vaski.
Inn af því rými er barnaherbergi með fataskápum og svefnlofti yfir að hluta. 
Baðherbergi á efri hæð er með mosaik- flísalagt gólf og veggi ásamt innbyggðum speglaskáp með lýsingu í speglum, handklæðaofn. Frístandandi baðkar og mosaik- flísalagða sturta með innbyggðum blöndunartækjum.
Þvottaherbergi, mosaik- flísalagt gólf hluta af veggjum ásamt innréttingu með vinnuborði, skolvask og aðstöðu og tengi fyrir þvottavél og þurrkara. 
Á hæðinni er svo annað mjög rúmgott svefherbergi með parket á gólfi og fataskápum.
Í kjallara er sér geymsla sem er 7,2 fermetrar að stærð.

Húsið var að utan allt múrviðgert og málað árið 2021 og skipt var um þakjárn sumarið 2022. þá var kipt var um allt gler í íbúðinni árið 2018 og sett sólstopp gler auk þess sem skipt var um þá glugga sem til þurfti.

Lóðin er fullfrágengin með malbikuðum bílastæðum og góðri aðkomu.  Hitalagnir eru í hellulagðri verönd til suðurs fyrir framan íbúðina og í steyptum tröppum upp að íbúðinni. 

Staðsetning eignarinnar er virkilega góð á grónum og fallegum stað við Laugardalinn þaðan sem stutt er í fallegar gönguleiðir, íþróttaaðstöðu og alla þjónustu.

Nánari upplýsingar veitir: Guðlaugur J. Guðlaugsson/Gulli löggiltur fasteignasali í síma 661-6056 / [email protected] 

Vegna eftirspurnar þá vantar mig allar tegundir eigna á söluskrá. Hafið samband og ég mun verðmeta eign þína þér að kostnaðarlausu.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.  Stimpilgjald af kaupsamningi 0,8%, ( 0,4% ef um fyrstu kaup er að ræða ) og 1.6% (ef lögaðilar) af heildar fasteignamati.
2.  Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3.  Lántökugjald lánastofnunar -  Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900.-