221, Hafnarfjörður

Álhella 30

Tilboð
Atvinnuhúsnæði
84 m 2

YFIRLIT

  • Tegund Atvinnuhúsnæði
  • Stærð 84 M²
  • Herbergi 0
  • Stofur 0
  • Svefnherbergi 0
  • Baðherbergi 0
  • Inngangur Sér
  • Byggingarár 0
  • Lyfta Nei
  • Bílskúr NEI

LÝSING

Erling Proppé & REMAX kynna þrefalt bil með þremur innkeyrsluhurðum á Álhellu 30, 221 Hafnarfirði.

Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við: 
Erling Proppé, lgf, s:690-1300, [email protected]


Um er að ræða geymslubil sem er að grunnfleti 84 m2, þrjú samliggjandi bil með möguleika á að setja upp salerni. 

Húsnæðinu verður skilað: með niðurfalli, vask, heitu og köldu vatni. Lýsing í lofti, ofnar til upphitunar á hverju rými. Rafmagnstafla með 3ja fasa rafmagni ásamt einum 3ja fasa rafmagnstengli við töflu. Rafmagnstengill í lofti fyrir hurðaopnara, ljósrofi og rafmagnstengill nálagt hurð. Gólf eru staðsteypt með trefjasteypu og vélslýpuð með niðurfalli. 

Bílskúrshurðirnar eru 250 cm.á breidd og 259 cm hæð með ráphurð.

Raflagnir eru utanáliggjandi á veggjum og sýnilegar, 3ja fasa rafmagn í rafmagnstöflu í hverju rými.  Sér rafmagnsmælir er fyrir hvert bili, í inntaksrými hússins.

Útveggir & þak : 
Húsið er límtrésgrind, veggir eru gerðir úr forgerðum samlokueiningum (harðpressuð steinull 100kg./m3 klædd með 0,6mm þykku alumzinki með innbrendum lit). Veggirnir eru 100mm þykkir.
Þakeiningar eru gerðar úr 120mm þykkum steinullareiningum (harðpressuð steinull 100kg/m3).
Innveggir eru bæði gerðir úr timbri, einangraðir með steinull, klæddir með plötum og forgerðum samlokueiningum eins og lýst er hér að ofan.

Bílastæði á lóð eru sameiginleg og bílaplan er malbikað. Hiti er sameiginlegur og sér húsfélagið um innheimtu húsgjalda til að m.a. mæta þeim kostnaði.

Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við: 
Erling Proppé, lgf, s:690-1300, [email protected]


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana. 
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.