103, Reykjavík (Kringlan/Hvassal)

Skógarvegur 6

104.900.000 KR
Fjölbýli
4 herb.
119 m 2

YFIRLIT

  • Tegund Fjölbýli
  • Stærð 119 M²
  • Herbergi 4
  • Stofur 1
  • Svefnherbergi 2
  • Baðherbergi 1
  • Inngangur Sameig.
  • Byggingarár 2021
  • Lyfta
  • Bílskúr NEI

LÝSING

RE/MAX kynnir til sölu: Glæsilega 4ja herbergja íbúð við Skógarveg 6, 103 Reykjavík. Vandaðar innréttingar og yfirbyggðar svalir. Sér stæði í bílgeymslu með sér geymslu inn af stæði.

Íbúðin er skráð samkvæmt Þjóðskrá Íslands íbúð 314. 119,9 fm og þar af geymsla 13,1 fm

Nánari lýsing: Komið inn í flísalagt anddyri með fataskáp. Rúmgott og opið eldhús með eyju og góðu skápaplássi,steinborðplata og ljúflokunarbúnaður á skúffum og skápum. Ofn í vinnuhæð og spanhelluborð. Opið inn í rúmgóða og bjarta stofu með flísum á gólfi. Þriðja svefniherbergið var ekki sett upp og stofan stækkuð á kostnað herbergis. Útgengi á 12,8 fm yfirbyggðar svalir. Þvottahús með innréttingu og flísum á gólfi. Baðherbergi með flísum í hólf og gólf, stór sturta og baðinnrétting sem og upphengt wc og handklæðaofn. Rúmgott hjónaherbergi með teppi á gólfi og sér fataherbergi. Barnaherbergi með teppi á gólfi og fataskáp. Sér stæði í bílgeymslu með sér geymslu inn af stæði.
Sameiginleg vagna og hjólageymsla í sameign

Byggingaraðili er Dverhamrar ehf.
Arkitekt er Guðmundur Gunnlaugsson hjá Archus ehf.
Raflagnahönnun er unnin af Raflausnum.
Lagnahönnun og burðarþolshönnun er unnin af verkfræðistofunni New Nordic Engineering.

Allar nánari upplýsingar um eignina veitir Páll Löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. í síma 861-9300 eða [email protected]

- Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar tegundir eigna á skrá.
- Ertu í söluhugleyðingum viltu frítt söluverðmat ekki hika við að vera í sambandi sími 861-93300 Páll og eða pallbremax.is


Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill því RE/MAX skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana. 
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.