101, Reykjavík (Miðbær)

Sjafnargata 14

Tilboð
Einbýli
10 herb.
384 m 2

YFIRLIT

  • Tegund Einbýli
  • Stærð 384 M²
  • Herbergi 10
  • Stofur 3
  • Svefnherbergi 7
  • Baðherbergi 4
  • Inngangur Sér
  • Byggingarár 1930
  • Lyfta Nei
  • Bílskúr

LÝSING

Guðlaugur J. Guðlaugsson og Gunnar Sverrir löggiltir fasteignasalar hjá RE/MAX fasteignasölu kynna í einkasölu og eða til leigu: 

Vandað og flott 384 fm einbýlishús með bílskúr við Sjafnargötu 14 í 101 Reykjavík. Húsið er mjög vel staðsett á hornlóð neðan við götu með flott og gott útsýni frá þaksvölum þess.


Með leigu getur allt innbú fylgt með, án persónulegra muna. Húsið getur verið laust til afhendingar.

Húsið hefur verið gert upp með vandaðasta móti; góðar innréttingar, gegnheilt niðurlímt síldarbeinsparket, gluggakarmar og gereft voru endursmíðuð eftir upprunalegri forskrift. Upprunalegir pottofnar hafa allir verið hreinsaðir og pólýhúðaðir. Teiknaðar hafa verið breytingar sem meðal annars fela í sér stækkun á hjónasvítu. Einnig hafa verið teiknuð tvö sér baðherbergi með sturtu fyrir herbergin í kjallara. Afar vönduð og nýuppgerð eign á eftirsóttum stað í Þingholtunum. Í dag eru sjö herbergi, 3 stofur, tvö baðherbergi og tvö gestasalerni í húsinu. 

Bókið skoðun hjá Gulla í síma 661-6056 eða með tölvupósti á netfangið [email protected] 

Smelltu á link til að sjá húsið í 3-D

Aðalhæð hússins: Gengið er upp nokkrar þrep frá götu og inn á aðalhæð hússins. Komið er inn í flísalagða forstofu með gestasalerni. Þaðan er komið inn í bjartan stigagang með hátt til lofts. Beint áfram frá stigagangi er gengið inn í samliggjandi eldhús og borðstofu með útgangi út á svalir til suðurs. Eldhúsið er flísalagt með svartri og hvítri innréttingu og marmaraborðplötu. Til hægri frá stigagangi er gengið inn í tvær bjartar og rúmgóðar stofur sem eru samliggjandi með borðstofunni. 

Efri hæð hússins og arinnstofa/þaksvalir: Á efri hæð eru fjögur svefnherbergi. Í þremur þeirra eru nýlegir innbyggðir skápar, auk þess sem innbyggðir skápar eru á gangi. Baðherbergi með baðkari. Rúmgott hjónaherbergi með innbyggðum stórum skápum, útgengi út á suðursvalir og innangengt er á sér baðherbergi með sturtu. Arinstofa/þaksvalir: Af stigapalli efri hæðar er gengið upp í arinstofu á efstu hæð hússins. Nett innrétting. Ný svalahurð og þaðan er hægt að ganga út á þaksvalir og með útsýni yfir Reykjavíkurflugvöll og Þingholtin. 

Kjallari hússins: Hann er með fallegum gluggum í tvær áttir, fullri lofthæð og sér inngangi. Komið er niður í teppalagt hol með aðgengi að öllum rýmum kjallarans. Rúmgott þvottahús með nýrri innréttingu og inn af því er stór og mikill flísalagður sturtuklefi. Tvö afar rúmgóð herbergi með fallegum gluggum, skrifstofa, geymsla og flísalagt baðherbergi. Möguleiki á að útbúa sér íbúð í kjallara.  

Bílskúr hússins: Bílskúrinn er með nýrri sérsmíðaðri bílskúrshurð, nýjum gluggum og nýjum heita- og kaldavatnslögnum. Sér bílastæði fylgir húsinu fyrir framan bílskúrinn. 

Garðurinn: Hann er afar skjólsæll, stór og gróinn suðurgarður með mikil tækifæri.
 
Árið 2020 var eignin uppgerð með afar vönduðum hætti að innan, þ.m.t. voru endurnýjuð öll gólfefni, innréttingar, lýsing, allar lagnir, rafmagn, hurðar og gluggar. Skipt var um þak á húsinu og settar þaksvalir í staðinn. Einstök og sögufræg eign á eftirsóttum stað.

Nánari upplýsingar veita: Guðlaugur J. Guðlaugsson/Gulli löggiltur fasteignasali í síma 661-6056 / [email protected] og Gunnar Sverrir löggiltur fasteignasali í síma 862-2001 / [email protected]

Vegna mikillar eftirspurnar vantar okkur allar tegundir eigna á skrá. Hafið samband og við munum verðmeta eign þína þér að kostnaðarlausu.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.  Stimpilgjald af kaupsamningi 0,8%, ( 0,4% ef um fyrstu kaup er að ræða ) og 1.6% (ef lögaðilar) af heildar fasteignamati.
2.  Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3.  Lántökugjald lánastofnunar -  Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900.-