270, Mosfellsbær

Bjarkarholt 7

65.900.000 KR
Fjölbýli
3 herb.
84 m 2

YFIRLIT

  • Tegund Fjölbýli
  • Stærð 84 M²
  • Herbergi 3
  • Stofur 1
  • Svefnherbergi 2
  • Baðherbergi 1
  • Inngangur Sameig.
  • Byggingarár 2020
  • Lyfta
  • Bílskúr NEI

LÝSING

Bjarni Blöndal löggiltur fasteignasali (s:662-6163/[email protected]) og RE/MAX kynna í einkasölu vel skipulagða og vel staðsetta þriggja herbergja íbúð á 2.hæð ásamt stóru stæði í bílageymslu í nýlegu fjölbýlishúsi við Bjarkarholt 7 í Mosfellsbæ. Íbúðin sjálf er 79,8 fm íbúð auk 4,2fm geymslu, samtals 84fm.

Eignin skiptist í anddyri, stofu, eldhús, tvö svefnherbergi og baðherbergi. Sérgeymsla í sameign.

Nánari lýsing:
Forstofa: Komið er inn í flísalagða forstofu með skáp.  
Eldhús, stofa og borðstofa eru í rúmgóðu opnu rými.
Eldhús: Viðarlituð innrétting, ljósir efri skápar, innbyggður ísskápur og uppþvottavél, parket á gólfi.
Stofa: Parketlögð stofa, gengið út frá stofu í þakgarð sem snýr í suð-vestur.
Hjónaherbergi I: Fataskápur, parket á gólfi. 
Svefnherbergi II: Fataskápur, parket á gólfi.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf, upphengt wc, handklæðaofn, góður skápur, tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Geymsla: Sérgeymsla í sameign ásamt hjóla- og vagnageymslu.
Bílastæði: Mjög rúmgott stæði merkt B16 fylgir eigninni.

Staðsetningin er góð í hinum nýja miðbæ Mosfellsbæjar. Öll þjónusta er innan seilingar, svo sem verslanir, heilsugæsla, bókasafn og stutt að fara bæði í Lágafellslaug og Golfvöll Mosfellsbæjar (Hlíðarvöll). Þá eru samgöngutengingar góðar og stutt í ýmsa útivistarmöguleika allt í kring.

Allar upplýsingar um eignina veitir Bjarni Blöndal löggiltur fasteignasali í síma 662 6163 eða [email protected]
Vegna mikillar eftirspurnar vantar mig allar tegundir eigna á skrá. Hafðu samband og ég mun verðmeta eign þína þér að kostnaðarlausu.


Um skoðunarskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. RE/MAX fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlufall af fasteignamati. 1.Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila. 2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal. 3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda. 4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá 69.900kr