101, Reykjavík (Miðbær)

Ásvallagata 69

64.900.000 KR
Fjölbýli
3 herb.
91 m 2

YFIRLIT

  • Tegund Fjölbýli
  • Stærð 91 M²
  • Herbergi 3
  • Stofur 1
  • Svefnherbergi 2
  • Baðherbergi 1
  • Inngangur Sér
  • Byggingarár 1938
  • Lyfta Nei
  • Bílskúr NEI

LÝSING

Bjarni Blöndal löggiltur fasteignasali kynnir mikið endurnýjaða 91,6fm, 3ja herbergja íbúð með sérinngangi í 4-býli við Ásvallagötu, 101 Reykjavík. Íbúðin er frábærlega staðsett á eftirsóttum og rólegum stað í Vesturbænum. Möguleiki á aukaíbúð með sérinngangi. Fasteignamat 2024 59.750.000kr

Nánari lýsing eignar:
Gengið er inn garðmegin. 
Eldhús og borðstofa í opnu rými, nýleg hvít innrétting, nýlegur opnanlegur gluggi, flotað gólf.
Svefnherbergin eru tvö, bæði mjög rúmgóð með flotuðu gólfi, opinn fataskápur í báðum og lítil geymsla eða leikherbergi fyrir börn með minni lorfthæð innaf öðru þeirra. 
Baðherbergið er með flotuðu gólfi, opin sturta, upphengt klósett, tengi fyrir þvottavél og þurrkara, gluggi. 
Geymsla með sérinngangi, rúmgóð með glugga.
Garðurinn er skjólgóður og fallegur, snýr til suðurs. 20 fm verönd tilheyrir íbúðinni og er séreign.
Lóðin er 541,4fm, sameiginleg og óskipt. 

Að sögn seljanda hefur eftirfarandi verður endurnýjað:
2019 nýjar neysluvatns - og ofnalagnir, dregið í nýtt rafmagn, ný rafmagnstafla, bað og eldhús endurnýjað, gólfefni tekin af og flotað, hiti í gólfum í forstofu, á baði og eldhúsi/stofu, nýr gluggi í stofu, ný útihurð - 2020 drenað - 2021 húsið múrviðgert að utan - 2022 20 fm verönd sett fyrir framan inngang - 2023 málning hússins stendur yfir - nýjir gluggar í svefnherbergjum koma á næstu vikum

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill RE/MAX fasteignamiðlun því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.

Allar nánari upplýsingar veitir: Bjarni Blöndal löggiltur fasteignasali í síma  662-6163 eða [email protected]

Vegna mikillar eftirspurnar vantar mig allar tegundir eigna á skrá. Hafðu samband og ég mun verðmeta eign þína þér að kostnaðarlausu.


Um skoðunarskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. RE/MAX fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlufall af fasteignamati. 1.Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila. 2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal. 3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda. 4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá 69.900kr.