800, Selfoss

Erlurimi 2

92.500.000 KR
Einbýli
5 herb.
188 m 2

YFIRLIT

  • Tegund Einbýli
  • Stærð 188 M²
  • Herbergi 5
  • Stofur 0
  • Svefnherbergi 0
  • Baðherbergi 0
  • Inngangur Sér
  • Byggingarár 1984
  • Lyfta Nei
  • Bílskúr

LÝSING

Berglind Hólm lgfs. og RE/MAX kynna: Sérlega gott fjölskylduhús á einni hæð með rúmgóðum bílskúr í þessu barnvæna hverfi. Einn eigandi er af húsinu frá upphafi og hefur það fengið sérlega gott viðhald frá því það var byggt. Í eigninni eru 3 svefnherbergi, tvær stofur, rúmgott eldhús, búr inn af eldhúsi, baðherbergi með glugga og gott þvottaherbergi með útgengt út á lóðina. Einnig er rúmgóður bílskúr, köld útigeymsla (um 8-9 fm óskráð) og útikofi (dúkkukofi). Örstutt göngufæri er í leikskólann Hulduheima, grunnskóla Sunnulækjarskóla, og Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSU). Fótboltasvæði Selfoss og íþróttamiðstöðin eru einnig í göngufæri. 
Gólfhiti er í sólstofu, eldhúsi og öðru barnaherberginu.
 
Allar nánari upplýsingar veitir Berglind Hólm lögg.fasteignasali í síma 694-4000 eða [email protected]
 
Nánari lýsing eignar
:
Fyrir framan aðalinngang hússins er innkeyrsla og bílastæði. Einnig er stórt og gott steypt bílaplan fyrir framan bílskúrinn og við innganginn sem leiðir inn í þvottahúsið.
Forstofa: Flísar eru á gólfi og góður þrefaldur fataskápur í ljósum við. Eikarhurð með glugga er á milli forstofu og alrýmis hússins.
Stofa: Komið er inn í rúmgóða stofu með niðurlímdu gegnheilu eikarparketi á gólfi. Opið að hluta til yfir að eldhúsi og að sólstofunni.
Sólstofa + borðstofa: Nýleg falleg sólstofa tekur við af setustofunni. Í sólstofunni er borðstofan í dag og stór og skemmtilegur arinn. Útgengt er frá rýminu út í garðinn á bak við húsið sem snýr í vestur.
Eldhús: Eldhúsið er sérlega rúmgott með hvítri innréttingu og eikarhöldum í U með efri skápum á tvo veggi. Gott skápapláss er í innréttingunni og flísar eru á gólfi. Borðkrókur er í rýminu við glugga.
Búr: Inn af eldhúsinu er mjög gott búr með hillum á vegg, innréttingu og vinnuborði. Harðparket er á gólfi. Góðir gluggar.
Baðherbergi: Baðherbergið er með fallegum flísum á gólfi og á veggjum. Sturta er beint á gólf með glervegg og flísalögðum hlöðnum vegg. Baðkar er einnig í rýminu undir glugga. Hvít innrétting er undir vaski og á vegg við hliðina á vaskeiningunni. Góð lýsing er fyrir ofan spegilinn. Opnanlegur gluggi.
3 x svefnherbergi: Svefnherbergin eru þrjú. Hjónaherbergið er með gegnheilu niðurlímdu parketi á gólfi og góðum fataskáp. Annað barnaherbergið er með flísum á gólfi og gólfhita og hitt er með fallegu nýlegu harðparketi.
Þvottaherbergi: Þvottaherbergið er nýlega standsett, með fallegum ljósum flísum á gólfi, Góðum skápum og innréttingu sem lyftir þvottavél og þurrkara upp í vinnuhæð. Opnanlegur gluggi. Þvottahúsið er mest notaði inngangur hússins fyrir fjölskyldumeðlimi í dag.
Bílskúr: Bílskúrinn er mjög stórt og skráður 45,4 fm. Flísar eru á gólfi og góðir gluggar. Yfir innsta hluta skúrsins er geymsluloft. Sjálfvirkur hurðaopnari er á bílskúrshurðinni. Hitaveita og heitt og kalt rennandi vatn.
Geymsla: Köld geymsla sem telur um 8-9 fm er fyrir innan bílskúrinn á lóðinni. Geymslan er ekki hluti af skráðri fermetratölu hússins.
Garður: Garðurinn er mjög skjólgóður  og snýr í suður og vestur. Bílskúrinn og húsið gerir skjól fyrir austan- og norðanáttinni. Timburverönd er að hluta, gras, snúrur og lítill dúkkukofi.
 
Allar nánari upplýsingar veitir Berglind Hólm lögg.fasteignasali í síma 694-4000 eða [email protected]