825, Stokkseyri

Sandgerði 4

Tilboð
Einbýli
4 herb.
158 m 2

YFIRLIT

  • Tegund Einbýli
  • Stærð 158 M²
  • Herbergi 4
  • Stofur 1
  • Svefnherbergi 3
  • Baðherbergi 1
  • Inngangur Sér
  • Byggingarár 1994
  • Lyfta Nei
  • Bílskúr

LÝSING

RE/MAX & Bjarný Björg Arnórsdóttir Lgf kynnir:
Skemmtilegt og vel skipulagt 4-5 herbergja einbýlishús sem hefur verið endurnýjað mikið. Húsið er skráð 158,3 samkvæmt Þjóðskrá Íslands.
Stór sólpallur er við húsið með heitum og köldum potti ásamt litlu saunahúsi.
Húsið stendur við sjávarsíðuna og er um 2 mín gangur niður á strönd.
Laus við kaupsamning.
Eign sem vert er að skoða !

Nánari upplýsingar gefur :
Bjarný Björg Arnórsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 694-2526 / [email protected] 


Húsið skiptist í forstofu, 3 svefnherbergi, eldhús, stofu, borðstofu, sólstofu og baðherbergi. Framkvæmdir eru í gangi á húsinu.
Húsið er allt ný málað að innan og utan. Nýtt 24x200x12 mm parket er á öllum herbergjum, eldhúsi, stofu og sólskála. Nýjar innihurðar ásamt gler forstofuhurð og ný útidyra og svalahurð í sólskála. Nýir eikar/hvítir fataskápar hafa verið sett í öll herbergi. Forstofan var flísalögð og nýir fataskápar.
Baðherbergið er flísalagt með fallegum gráum flísum, ný innrétting og walk in sturta. Verið er að setja upp nýja háglans hvíta innréttingu í eldhúsið, borðplatan er hvít með marmara áferð, ný eldhústæki, vaskur og blöndunartæki. Nýju þvottahúsi hefur verið komið fyrir í enda bílskúrsins og er þar ný innrétting og vaskur.
Bílskúr hefur verið allur málaður bæði veggir og gólf og er um 12m2 milli loft yfir hálfum skúrnum og vinnuborð í enda bílskúrs.
 Raflagnir ásamt pípulögnum hafa verið endurnýjaðar að hluta og eru nýir ofnakranar á öllum ofnum. 
 Húsið er allt ný málað að utan og nýr þakkantur og undirklæðning og það er verið að  álklæða allt Húsið að utan í vínrauðum lit,  Ral 3011.
 
Garðurinn var allur tekinn í gegn og settur nýr sandur og er tilbúinn til tyrfingar.
Fín bílamöl hefur verið sett við enda bílskúrs og fyrir framann hús milli lóðamarka ,sólpallur og skjólveggir var málað. Heitur pottur og kaldur pottur ásamt litlu saunahúsi eru í garðinum ásamt um 10m2  læst reiðhjóla/garðgeymsla.
 
Nánari upplýsingar gefur :
Bjarný Björg Arnórsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 694-2526 / [email protected]  



Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. (Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4%)
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl. 2.500 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - sjá heimasíður lánastofnanna.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900. kr. m.vsk.
 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill RE/MAX því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bæra sérfræðinga um nánari skoðun.