270, Mosfellsbær

Hagaland 2

123.500.000 KR
Hæð
6 herb.
182 m 2

YFIRLIT

  • Tegund Hæð
  • Stærð 182 M²
  • Herbergi 6
  • Stofur 1
  • Svefnherbergi 5
  • Baðherbergi 2
  • Inngangur Sér
  • Byggingarár 1981
  • Lyfta Nei
  • Bílskúr

LÝSING

Bjarni Blöndal löggiltur fasteignasali (s:662-6163/[email protected]) og RE/MAX kynna fallega, mikið endurnýjaða efri sérhæð í tvíbýli með fimm svefnherbergjum ásamt innbyggðum bílskúr á þessum vinsæla stað í Mosfellsbæ. Íbúðin er 149,9fm og bílskúr 33fm, samtals 182,9fm samkvæmt þjóðskrá.
 
Nánari lýsing:
Anddyri með stórum innbyggðum fataskápum.
Eldhús er opið með rúmgóðri 3,2 metra eyju með steini, 2 ofnar (bakaraofn/gufuofn og bakaraofn/örbylgjuofn) frá Samsung. spanhelluborð, harðparket á gólfi.
Stofa er parketlögð og með viðararinn, mikið útsýni er úr alrýminu.
Svefnherbergin eru fimm talsins, eitt er innréttað sem fataherbergi sem einfalt er að breyta til baka, parket.
Aðalbaðherbergið er nýuppgert ,flísalagt, rúmgóð innrétting með 2. vöskum, upphengt wc, sturta, handklæðaofn, hiti í gólfi.
Gestabaðherbergi er flísalagt, upphengt wc, sturta, hiti í gólfi.
Þvottahús með góðu skápaplássi, tengi fyrir þvottavél og þurrkara, handklæðaofn, hurð út á baklóð, lagnir fyrir vask eru til staðar.
Gólfhiti nema í þremur herbergjum og þvottahúsi. Mikil og góð lofthæð er í íbúðinni. Ljósleiðari er kominn í húsið.
Bílskúr er rúmgóður og búið að koma upp hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla. Á lóðinni er stórt upphitað bílaplan.

Góður garður með stórum palli og útihúsi með rafmagni.
 
Yfirlit yfir framkvæmdir á eigninni
2016 Gestasalerni tekið í gegn
2017 Pallur byggður og lóð tekin í gegn
2018 Skipt um þak og þakkant, (viðhaldsfrítt ál), hús málað að utan
2019 Eldhús fært og endurnýjað, bætt við herbergi, gólfhiti settur á mestallt húsið, ný gólfefni á allt húsið að undanskildu þvottahúsi.
2020 Bílaplan stækkað
2021 Skipt um glugga á suð-austur og suð-vestur hliðum hússins (15 rúður)
2023 Aðalbaðherbergi uppgert, byggður nýr stigapallur út í garð.

Allar nánari upplýsingar um eignina veitir Bjarni Blöndal löggiltur fasteignasali í síma 662 6163 eða [email protected]

Um skoðunarskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. RE/MAX fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlufall af fasteignamati. 1.Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila. 2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal. 3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda. 4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá 69.900kr