104, Reykjavík (Vogar)

Kuggavogur 17

79.900.000 KR
Fjölbýli
4 herb.
104 m 2

YFIRLIT

  • Tegund Fjölbýli
  • Stærð 104 M²
  • Herbergi 4
  • Stofur 1
  • Svefnherbergi 3
  • Baðherbergi 2
  • Inngangur Sameig.
  • Byggingarár 2019
  • Lyfta
  • Bílskúr NEI

LÝSING

NÁNARI UPPLÝSINGAR FÆRÐU HJÁ GUÐNÝJU ÞORSTEINS S: 7715211 EÐA [email protected]

Re/Max ásamt Guðnýju Þorsteins löggiltum fasteignasala kynnir í einkasölu: Kuggavogur 17, björt og falleg fjögurra herbergja íbúð með aukinni lofthæð, tveimur baðherbergjum og stórum svölum á annari hæð við Elliðaárósa í lyftuhúsi með bílastæði í kjallara í Vogahverfinu í Reykjavík. 
MÖGULEG SKPTI Á MINNI EIGN - LAUS VIÐ KAUPSAMNING.

EIGNIN ER SELD MEÐ FYRIRVARA

SMELLTU HÉR OG FÁÐU KYNNINGU Á EIGNINN
SKOÐAÐU EIGNINA Í 3D (ekki er þörf á sérstöku forriti til þess)

SMELLTU HÉR OG FÁÐU SÖLUYFIRLIT SAMSTUNDIS

Eignin samanstendur af forstofu, þremur svefnherbergjum, tveimur baðherbergjum, eldhúsi og stofu sem eru í samliggjandi flæðandi rými með útgengi út á stórar svalir með fallegu útsýni og sérmerktu bílastæði í kjallara.
Samkvæmt Fasteignamati Ríkissins er íbúðin samtals 104,4m2, þar af er mjög rúmgóð geymsla í sameign 10,4m2. Svalir eru 13m2.

Nánari lýsing:
Forstofa: Er rúmgóð með fjórföldum fataskápum sem ná upp í loft.
Baðherbergi: Er flísalagt að hluta með "walk in" sturtu, skúffu innréttingu með marmarasteinplötu og yfirfelldum vaski, handklæðaofni, upphengdu salerni og glugga með opnanlegu fagi. Gert er ráð fyrir þvottavél og þurrkara á baðherberginu. Nýjar upphækkanir fyrir þvottavél og þurrkara geta fylgt með.
Eldhús: Er með hvítri innréttingu frá HTH, nær hún yfir heilan vegg með efri og neðri skápum og skúffum, innbyggðri uppþvottavél og bakaraofni frá AEG í vinnuhæð, granítflís er á eldhúsbekk. Á móti er eyja með skúffum í, span helluborði frá AEG ásamt gufugleypi, granítflís er á borði á eyjunni, sem rúmar fjóra barstóla.
Stofa/borðstofa: Eru í samliggjandi opnu rými með eldhúsi með útgengi út á svalir sem eru 13m2.
Herbergi I: Er rúmgott með þremur tvöföldum fataskápum sem ná upp í loft ásamt sér baðherbergi sem er flísalagt að hluta og er með "walk in" sturtu, skúffu innréttingu með marmarasteinplötu með yfirfelldum vaski, handklæðaofni, upphengdu salerni ásamt glugga með opnanlegu fagi.
Herbergi II: Er með tvöföldum fataskápum sem ná upp í loft.
Herbergi III: Er með tvöföldum fataskápum sem ná upp í loft.
Geymsla: Er 10,4m2 og er í sameign.
Stór hjóla og vagna geymsla er í sameign.
Harðparket er á allri íbúðinni nema í baðherbergjum en þar eru flísar. Innréttingar og fataskápar eru frá HTH. K einangrunargler í gluggum.
Mynd-dyrasími. Sorp í djúpgámum. Tengi er fyrir hleðslustöð í bílageymslu.
Björt og vel staðsett eign með öllum helstu þægindum nútímans.
Byggingaraðili hússins voru Landris ehf.
Samþykkt hefur verið að leyfa svalalokanir í fjölbýlishúsinu, en hver og einn þarf að sækja um fyrir sína íbúð.


Ítarlegri upplýsingar veitir Guðný Þorsteins. í s:771 5211 eða [email protected] 

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Re/Max því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.  

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - skv. gjaldskrá lánastofnunar
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, 69.900 kr. m.vsk.