203, Kópavogur

Aflakór 10

234.900.000 KR
Einbýli
8 herb.
285 m 2

YFIRLIT

  • Tegund Einbýli
  • Stærð 285 M²
  • Herbergi 8
  • Stofur 3
  • Svefnherbergi 5
  • Baðherbergi 2
  • Inngangur Sér
  • Byggingarár 2011
  • Lyfta Nei
  • Bílskúr

LÝSING

RE/MAX & Bjarný Björg Arnórsdóttir Lgf kynnir:
Vel staðsett og glæsilegt 285,7 fm einbýlishús með fimm svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum við Aflakór 10, 203 Kópavogsbæ, þar af er 41,9 fm innbyggður bílskúr. Skjólgóður, flottur og stór aflokaður garður með verönd, heitum potti, gufu og útigeymslu. Góð aðkoma er að húsinu með hita í tröppum, stétt og bílastæðum fyrir framan bílskúr. Húsið ber með sér að það hefur fengið gott viðhald í gegnum tíðina og verið endurnýjað á faglegan og smekklegan hátt. Hátt er til lofts, gólfsíðir gluggar, gólfhiti, innbyggð ljós og flott útsýni frá húsi.
Seljendur leita að einbýlis/Parhúsi í Lindahverfinu í Kópavogi og eru opin fyrir skiptum.


Nánari upplýsingar gefur :
Bjarný Björg Arnórsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 694-2526 / [email protected] 



SMELLTU HÉR og skoðaðu þessa eign í 3 - D, Þrívíðu umhverfi

Nánari lýsing:  
Glæsileg og snyrtileg aðkoma að húsinu. Gengið er inn í flísalagt anddyri, innangengt þaðan inn í bílskúr á hægri hönd. Á vinstri hönd við stigapall er eitt rúmgott herbergi með fataskáp og harðparket á gólfi. Milli hæða er steyptur teppalagður stigi með glerhandriði. Hátt til lofts.
Á efri hæð er komið inn í stórt og opið alrými með gólfsíðum gluggum og flottu útsýni. Eldhús, stofa og borðstofa með mikilli lofthæð og innbyggðum ljósum. Eldhús er með flísalagt gólf, innréttingu á tveimur veggjum með gott skápapláss, bökunarofn í vinnuhæð. Eyja með vinnuaðstöðu, spanhelluborði, háfi og góðu skúffu og skápaplássi. Útgengi er út frá eldhúsi út á svalir með tröppur að einni af verönd hússins. Stofa og borðstofa eru með harðparket á gólfi, gólfsíða glugga með mikið og flott útsýni. Hátt til lofts er í öllu alrýminu. Í hinum enda hæðarinnar er gangur með harðparket á gólfi og svalir í enda þess, sér geymslu/búr og þar við hlið flísalagt baðherbergi með dökkum flísum á gólfi og ljósum flísum á veggjum. Sturta með innbyggðum blöndunartækjum og baðinnréttingu með gott skápapláss, handlaug og spegil þar fyrir ofan. Þá er einnig rúmgóð og flott hjónasvíta á hæðinni með fataherbergi og harðparket á gólfi. 

Á neðri hæð er komið inn rúmgott og bjart sjónvarpshol með gólfsíðum gluggum og útgengi út á verönd hússins bakatil. Þrjú mjög rúmgóð svefnherbergi, öll með harðparket og tvö þeirra með fataskáp. Þvottahús er með flísum á gólfi, hvíta innréttingu með bæði efri og neðri skápum, gott skápa- og vinnupláss ásamt aðstöðu fyrir bæði þvottavél og þurrkara í vinnuhæð. Útgengi er út í garð frá þvottahúsi. Baðherbergi á neðri hæð er með dökkar flísar á gólfi og ljósar flísar á veggjum, innrétting með gott skápapláss, handlaug og spegil þar fyrir ofan. Þá er bæði sturta og sér baðkar og handklæðaofn þar fyrir ofan. Útgengt er út í garð frá baðherbergi út á eina af verönd hússins sem er með bæði heitum potti og sér gufu. Garðurinn er í heild sinni virklega smekklegur, fullfrágenginn á faglegan hátt og afmarkaður með steyptum veggjum að hluta ásamt timburveggjum. Bílskúr er 41,9 fm með stórri innkeyrsluhurð og fjögur upphituð bílastæði þar fyrir framan.

Helstu framkvæmdir í húsinu skv. seljanda, síðastliðin ár:
Árið 2017 - Bílskúr, steypt ný plata og sett epoxí á gólf. Nýjar innréttingar og nýjar lagnir settar frá rafmagnstöflu út í garð fyrir rafmagnspott, gufu og raflögn fyrir hleðslustöð. Lagt fyrir heitu vatni út í pott. 
Árið 2018 - Garðurinn endurnýjaður, hannaður af Birni Jóhannssyni landslagsarkitekt. Pottur og gufa ( Caldera Spas ) frá laugin.is  Rafmagn unnið af Isbor.is. garður unninn af Gróður og Garður ehf.
Árið 2019 - Sett upp nýtt Danfoss Thermostat og forhitun í allt húsið sem hægt er að stjórna með appi í síma.
Árið 2020 - Lýsing hönnuð af Lumex, að innan sem utan. Útbúin var líka ný upphituð úti geymsla sem er c.a 10 fm.
Árið 2021 - Allt húsið málað að innan sem utan, af G Málun slf. Rut Kára fengin í ráðgjöf varðandi litaval innanhúss, liti og efnisval á gardínum frá Skermi.
Árið 2022 - Allir pallar/verandir málaðar af G málun slf.

Nánari upplýsingar gefur :
Bjarný Björg Arnórsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 694-2526 / [email protected]  



Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. (Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4%)
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl. 2.500 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - sjá heimasíður lánastofnanna.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900. kr. m.vsk.
 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill RE/MAX því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.