108, Reykjavík (Austurbær)

Espigerði 2

69.900.000 KR
Fjölbýli
4 herb.
89 m 2

YFIRLIT

  • Tegund Fjölbýli
  • Stærð 89 M²
  • Herbergi 4
  • Stofur 1
  • Svefnherbergi 3
  • Baðherbergi 1
  • Inngangur Sameig.
  • Byggingarár 1974
  • Lyfta
  • Bílskúr NEI

LÝSING

RE/MAX og Guðrún Þórhalla löggiltur fasteignasali kynna í einkasölu vel staðsetta 4ja herbergja íbúð á sjöundu hæð í góðu lyftuhúsi við Espigerði 2 í Reykjavík. Fallegt útsýni er til suðurs og til norðurs og austurs úr íbúð og svölum. Fossvogur og Öskjuhlíð eru í göngufæri.  Komið er inn í snyrtilega og vel við haldna sameign. Eign sem hægt er að mæla með og getur verið laus fljótlega. Allar frekari upplýsingar um eignina veitir Guðrún Þórhalla Helgadóttir í síma 820-0490 eða á netfangið [email protected].

Smelltu hér og þá færðu sent söluyfirlit strax
Smelltu hér og skoðaðu eignina í 3 - VÍDD

Lýsing íbúðar.

Skipting eignar: Forstofa, baðherbergi, þrjú svefnherbergi, stofu og borðstofu, eldhús og svalir.
Forstofa er með nýju parketi og fataskápum.
Baðherbergi er nýlega tekið í gegn með góðri innréttingu, flísalagt, upphengt salerni, handlaug og sturta. Tenging er fyrir þvottavél á baðherberginu.
Eldhús er með parketi á gólfi og góðri innréttingu og heimilistækjum. Hillu skilrún skilur að eldhús og borðstofu. Fallegt útsýni er frá eldhúsi og borðstofu.
Stofa/borstofa eru samliggjandi með fallegu útsýni og útgengi út á svalir sem er liggja suður og vestur við stofu og eldhús.
Hjónaherbergi eru með einstöku útsýni, parket á gólfi og fataskápum. 
Svefnherbergi II er með parketi á gólfi.
Svefnherbergi III er inn af eldhúsi/borðstofu með parketi gólfi og útsýni til Esjunnar.  
Sér geymsla með hillum og sameiginlegt þvottahús er á jarðhæð hússins ásamt leikherbergi, hjóla og vagnageymslu.
Á efstu hæð hafa eigendur íbúða aðgengi að herbergi/sal með útgengi á svalir í samráði við húsfélag.
Sameiginleg bílastæði eru við húseign auk þess er hægt að keyra að aðalinngangi eignar. Hleðslustöðvar sem tilheyra Espigerði 2 eru á bílaplani.

Upplýsingar um viðhald eignar:
·         2009-2021 Steypuviðgert og lekaviðgerðir utanhús. Málningavinna á veggjum og svölum.
·         2012 Teppalagning á sameign.
·         2017 Nýr gluggi í svefnherbergi að austanverðu.
·         2018 Nýr gluggi í hjónaherbergi og stofu að sunnanverðu, ný svalahurð.
·         2018 Ný eldvarnahurð inn í sameign úr íbúð.
·         2018-2019 Viðgerð á þaki og lagning af nýjum þakdúk.
·         2019 Nýr gluggi í stofu að austanverðu.
·         2019 Baðherbergi endurnýjað að fagaðilum.
·         2020 Lóðin tekin í gegn, endurnýjun stétta með hitalögn og pöllum.
·         2020 Rafhleðslustöðvar fyrir bíla á bílaplani.
·         2021 Nýr dýrasími og aðgangkerfi.
·         2022 Sameign á jarðhæð tekin í gegn allt málað, forstofan, geymslu gangur, leikherbergi og hjólageymsla og sorpgeymslan. Gestasnyrting í sameign flísalögð og skipt       um vask og klósett. 
·         2023 Nýjar útidyrahurðar á jarðhæð sameignar.
·         2024 Nýtt parket á íbúð.
 
Góð og vel staðsett eign á höfuðborgarsvæðinu þar sem skólar, leikskólar, verslun og þjónusta og öll almenn afþreying er í göngufæri.
Allar nánari upplýsingar um eignina veitir Guðrún Þórhalla Helgadóttir í síma 820-0490 eða á netfangið [email protected]


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana. 
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.