109, Reykjavík

Hléskógar 19

154.900.000 KR
Einbýli
7 herb.
210 m 2

YFIRLIT

  • Tegund Einbýli
  • Stærð 210 M²
  • Herbergi 7
  • Stofur 1
  • Svefnherbergi 6
  • Baðherbergi 2
  • Inngangur Sér
  • Byggingarár 1974
  • Lyfta Nei
  • Bílskúr NEI

LÝSING

*** EIGNIN ER SELD ***

Mikill áhugi var fyrir eigninni. 
Ef þú ert með sambærilega eign og hefur áhuga að að fá verðmat þér að kostnaðarlausu smelltu þá HÉR 
Ef þú ert að leita að framtíðareign og vilt vera á lista fyrir sambærilegar eignir smelltu þá HÉR

--------------------------------------------------------
RE/MAX, HERA BJÖRK Lgf. & BJARNÝ BJÖRG Lgf. ( 694-2526 / [email protected] 
KYNNA:
Fallegt, vel skipulagt og mikið endurnýjað 7 herbergja einbýlishús á tveimur hæðum ásamt góðum bílskúr við Hléskóga í Seljahverfi. 
Seljandi er opin fyrir makaskipti á minni eign.

Einstök eign sem vert er að skoða !


Eignin er skráð 210,50 m² samkvæmt þjóðskrá Íslands. Húsið skiptist í forstofu, eldhús, stofu og borðstofu með arinn, 6 svefnherbergi, 2 baðherbergi, þvottahús, bílskúr, yfirbyggður sólskáli og garður með palli og heitum potti.


** SMELLIÐ HÉR til að fá söluyfirlitið sent samstundis **

Nánari lýsing: 
Forstofa
: Gengið er inn í snyrtilega forstofu með góðum skáp og flísum á gólfi.
Forstofuherbergi 1# er rúmgott með parket á gólfi.
Forstofuherbergi 2# með parket á gólfi.
Þvottahús með eldri innréttingu, vask og útgengi út í garð. Hurð þarfnast viðhalds. 
Gengið upp á EFRI HÆÐ um bjartan parketlagðan stiga. 
Eldhús var allt endurnýjað árið 2022. Nýleg og sérsmíðuð stílhrein innrétting frá FRÍFORM með spanhelluborði, Combiofn og örbylgju í vinnuhæð, innbyggðri uppþvottavél,  kæli- og frystiskápur. Pláss fyrir vínkæli í eyju. Kvörn í elshúsvaski. Fallegar flísar á milli skápa og á gólfi ásamt gólfhita. 
Stofa / borðstofa er rúmgóð og björt með góðri lofthæð, gluggum á 3 vegu og fallegu parketi, arinn sem skilur að borðstofu og setustofu.
Hjónaherbergi 3# er með parket á gólfi, góðum skápum og hurð út í sólstofu.
Svefnherbergi 4# er með parket á gólfi og góðum fataskáp.
Svefnherbergi 5# er með parket á gólfi.
Svefnherbergi 6# er með parket á gólfi.
Baðherbergið er nýlega uppgert og flísalagt í hólf og gólf með fallegum og rúmgóðum vaskaskáp, upphengdu salerni, baðkari og sturtu.
Bílskúr er rúmgóður ,20 m² með flísalögðu gólfi.
Sólskáli: Gengið úr stofu út í yfirbyggðan sólskála sem hægt er að nota allan ársins hring með hitalampa.
Lóðin er stór einstaklega fallega gróinn og garðurinn er skjólgóður með palli og heitum potti.

Framkvæmdasaga samkvæmt eiganda:
- Þakjárn og þakkantur endurnýjað árið 2000
- Baðherbergi endurnýjað árið 2005 og aftur árið 2022, gólfhiti, nýjar flísar og  upphengt salerni.
- Gestasalerni endurnýjað 2005
- Parket lagt á efri hæð 2005 og pússað 2020
- Sólskáli byggður árið 2008
- Nýtt eldhús og tæki 2022 og hiti settur í gólfi
- Hús málað að utanverðu 2022
- Hiti í innkeyrslu
- Ofnar endurnýjaðir að mestu 
- 3ja fasa rafmagn í bílskúr
- Ticino rofar og tenglar endurnýjaðir 
- Vatnslagnir endurnýjaðar í eldhúsi 2022 og baðherbergjum 2005. 

Hér er um að ræða virkilega fallega og vel staðsetta eign í þessu vinsæla hverfi í Breiðholti. Í mjög þægilegu göngufæri við skóla, íþróttir og útivistarsvæði. Stutt í verslun, þjónustu og almenningssamgöngur í Mjóddinni og með tengingar við öll hverfi höfuðborgarsvæðisins.

Í 3D getur þú skoðað eignina hvar sem þú ert í þrívíðu umhverfi, ferðast auðveldlega á milli herbergja og kynnt þér rýmið. 

Allar nánari upplýsingar veitir Bjarný Björg Arnórsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 694-2526 / [email protected] 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. (Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4%)
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl. 2.500 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - sjá heimasíður lánastofnanna.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900. kr. m.vsk.
 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill RE/MAX því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun. 

_________________________________
Ertu í fasteignahugleiðingum?
Ég hef starfað við fasteignasölu frá janúar 2017 þegar ég ákvað að venda mínu kvæði í kross og hefja störf sem fasteignasali. 
Ég legg mig fram um að veita persónulega og góða þjónustu, viðhalda góðu upplýsingaflæði og vanda vinnubrögð fyrir seljendur og kaupendur.
Hjá mér færðu frítt sölumat og upplýsingar um ferlið án allra skuldbindinga.
Hafðu samband í dag í síma: 774-1477 eða á netfangið [email protected]