101, Reykjavík (Miðbær)

Hverfisgata 33

350.000.000 KR
Atvinnuhúsnæði
11 herb.
825 m 2

YFIRLIT

  • Tegund Atvinnuhúsnæði
  • Stærð 825 M²
  • Herbergi 11
  • Stofur 0
  • Svefnherbergi 0
  • Baðherbergi 0
  • Inngangur Sér
  • Byggingarár 1965
  • Lyfta Nei
  • Bílskúr NEI

LÝSING

RE/MAX fasteignasala kynnir til sölu: Hverfisgötu 33, 101 Reykjavík um er að ræða þjónustu- og skrifstofubyggingu í 101 Reykjavík. eignin telur 825,1 fm. Um tvo eignarhluta er að ræða.

Hverfisgata 33, steinhús, klætt utan með lituðu áli.  3 hæðir og kjallari.  Húsið er til afhendingar fljótlega. Staðsetning er hentug fyrir margsskonar starfssemi - bílastæðahús handan götunnar. 


Bókið skoðun hjá Ástþór Reyni í síma 899-6753 eða með tölvupósti á netfangið [email protected] eða hjá Gumma Júl í síma 858-7410 eða á netfangið [email protected]

Um tvo eignarhluta er að ræða; 
Efri hæðir (fastanr. 223-9638) 465,6fm.
Á 1. hæð er sérinngangur og 18 fm skrifstofurými, auk salernisaðstöðu með aðgengi fyrir fatlaða.  
Á 2. hæð eru tvær góðar skrifstofur, rúmt og bjart opið vinnurými og stórt fundarherbergi með glerhurðum og stórum gluggum.  Einnig ljósritunaraðstaða, geymsla og eldtraust skjalageymsla.  Þá er á hæðinni salerni og eldhús með nýlegri innréttingu.  Steinteppi og parket á gólfum.  Tölvulagnir í stokkum og kerfisloft á hæðinni.

Á 3. hæð hússins er rúmgóður og einknar hlýlegur salur, undir súð, með skemmtilegum kvistgluggum og paraketi á gólfi.  Snyrtingar og lítið eldhús eru á hæðinni.  Lagnir og tengibox í gólfi. Suður svalir fyrir enda rýmisins.  Hæðin hentar m.a. vel sem opið vinnurými, til námskeiðahalds, fyrir smærri eða stærri mótttökur o.fl. Auðveldlega má breyta skipulagi á öllum hæðum, þar sem aðeins eru léttir veggir.  Í kjallara eru tvær sérgeymslur auk sameiginlegs rýmis.

Neðri hæðir (fastanr. 200-3057) jarðhæð og kjallari 359,5 fm.
Á jarðhæð er rekinn veitingastaður og bar með sér inngangi en í kjallara eru eldhús, geymslur og skild aðstaða, auk sameiginlegs rýmis.  Salerni á báðum hæðum.

Hverfisgatan hefur tekið á sig nýja mynd eftir mikla endurnýjun og uppbyggingu á seinustu misserum og árum.  Auðvelt aðgengi er að eigninni og bílastæðahús handan götunnar.
Fágætt tækifæri til að eignast heila húseign með fjölbreytta nýtingarmöguleika í hjarta borgarinnar.

Nýtt fasteignamat hússins er kr. 303.750.000

Allar nánari upplýsingar um eignina veitir: 
Ástþór Reynir löggiltur fasteignasali í síma 899-6753 eða [email protected]
Guðmundur Þór Júlíusson löggiltur fasteignasali í síma 858-7410 eða [email protected]

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana. 
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.