262, Reykjanesbær

Grænásbraut 501

Tilboð
Atvinnuhúsnæði
4730 m 2

YFIRLIT

  • Tegund Atvinnuhúsnæði
  • Stærð 4730 M²
  • Herbergi 0
  • Stofur 0
  • Svefnherbergi 0
  • Baðherbergi 0
  • Inngangur Sér
  • Byggingarár 1951
  • Lyfta Nei
  • Bílskúr NEI

LÝSING

RE/MAX og Vilhelm Patrick Bernhöft löggiltur fasteignasali kynna í einkasölu:
GRÆNÁSBRAUT 501 – LAGER- OG IÐNAÐARHÚSNÆÐI SEM ER ALLT Í ÚTLEIGU

Samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands er birt flatarmál eignarinnar 4730,0m nánar tiltekið eign með fastanúmer 231-1265 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi.
Eignin er skv. upplýsingum eiganda 3.903fm enda búið að taka niður einhver milliloft í húsnæðinu en skráning hússins ekki verið leiðrétt.
Lóðin er 2,8 hektarar.

Eignin selst með leigusamningi við Formar ehf., (sem er dótturfélag Samhentra Kassagerðar hf) til 15 ára eða til 19. apríl 2039.
Leigan er upprunalega 5.895.000 á mánuði + vsk og tekur breytingum í samræmi við breytingar á vísitölu neysluverðs til verðtryggingar eins og hún var í desember 2023 (603,5). 
Uppreiknuð leiga í apríl 2024 er kr. 6.092.314 auk vsk.

Nánari lýsing:
Byggingin er grunduð á frostfrírri fyllingu. Gólfplatan er staðsteypt. Megin burðarvirki byggingarinnar er stál, stálsúlur HEA sem mynda ramma í útveggjum og stál gitterbitar í þaki. Í grunninn eru útveggir einangraðir með glerullareinangrun. Útveggir í hliðarbyggingum eru klæddir með bárujárnsklæðningu sem fest er á 50x100mm trélektur. Milli lekta er 50mm EPS einangrun og milli bárujárn og einangrunar er vindpappi. Lekturnar eru festar á upprunalegu bárujárnsklæðninguna sem fest er beint á stálgrindareiningar sem eru hluti af burðarvirki hússins. 
Útveggir á göflum aðalsalar er 400mm loftbil frá bárujárnsklæðningunni, þá næst er 50x100mm burðargrind sem er einangruð með 100mm steinull. Á grindina er fest þolplast, innsta lagið er Molton hljóð- og einangrunardúkur.
Útveggir í hliðarrýmum er blikkgrind sem er einangruð ýmist með 70mm glerull eða steinull og 13mm gifsklæðningu sem innsta lag.
Þakklæðning er bárujárnsklæðning sem fest er á trélektur, með EPS einangrun á milli lekta, undir klæðningunni á milli bárujárns og einangrunnar er vindpappi. Lekturnar eru festar á bárujárnsklæðningu sem fest er beint á stálgrindareiningarnar sem eru hluti af burðarvirki þaksins.
Loft í hliðarrýmum skrifstofumegin eru með kerfislofti, en í aðalsal eru loftaplötur festar með stálgrindarbita í lofti. 
Léttir innveggir í skrifstofuhluta eru hefðbundnir, eingangraðir (ýmist með glerull eða steinull) gifsplötuveggir á blikkstoðum. Milliveggir sem aðskila aðalsal frá hliðarrýmum eru með stálklæðningu sem snýr út í sal en klæddir með glerull, blikkstoðir og gifsklæðningu sem snýr inn í hliðarrýmin.
Í öllum gluggum er tvöfalt verksmiðjulagað K-gler.
Lofthæðin í aðalsalnum er allt að 13,75m en um 9,8m nýtanlegir (upp að bitum í lofti)

Byggingin er hituð upp með hitaveitu og notast við ofnakerfi í skrifstofubyggingu og starfsmannarými en hitablásarar í aðalsal.
Utan við bygginguna er afgirt plan og næg bílastæði.

Áhvílandi er á eigninni vsk kvöð og miðast söluverð við að kaupandi yfirtaki kvöðina. Húsið er skáð á byggingarstigi B4 og matstigi 7: Fullgerð bygging

Nánari upplýsingar veitir Vilhelm Patrick Bernhöft Löggiltur fasteignasali, í síma 6639000, tölvupóstur [email protected].

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. REMAX bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af löggiltum fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
·      Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
·      Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.700 kr. af hverju skjali.
·      Lántökugjald lánastofnunar - samkvæmt gjaldskrá lánastofnunnar.
·      Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk