210, Garðabær

Arnarás 6

87.900.000 KR
Fjölbýli
3 herb.
124 m 2

YFIRLIT

  • Tegund Fjölbýli
  • Stærð 124 M²
  • Herbergi 3
  • Stofur 1
  • Svefnherbergi 2
  • Baðherbergi 1
  • Inngangur Sér
  • Byggingarár 2001
  • Lyfta Nei
  • Bílskúr

LÝSING

Sigrún Gréta hjá RE/MAX kynnir 3ja herbergja endaíbúð með bílageymslu að Arnarási 6 í Garðabæ. Íbúðin er með sér inngangi og er útgengi út á sér afgirtan afnotareit út frá stofu. Einungis fjórar íbúðir eru í Arnarási 6 og er húsið nýmúrviðgert og málað. Göngufæri er í leikskóla og grunnskóla. Einnig er stutt niður í fjöru niður í Sjálandi og eru undirgöng þar. Einnig er ýmis þjónusta og verslanir í nágrenninu.
Allar frekari upplýsingar um eignina veitir Sigrún Gréta í síma 864-0061 / [email protected] 

Eignin skiptist í forstofu, stofu, eldhús, tvö svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús, geymslu og bílskúr. Eignin er skráð hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun 124 m2. Þar af er bílskúr 25,8 m2.

**HÉR MÁ NÁLGAST 3D MYNDBAND AF EIGNINNI, INNI- OG ÚTI. KÍKTU Í HEIMSÓKN !

Söluyfirlit má nálgast hér
Nánari lýsing:
Forstofa er inn af hellulagðri stétt. Sérinngangur er inn í íbúð. Innan íbúðar er komið inn á flísalagt gólf. Fataskápar ná upp í loft.
Stofa er með gluggum til austurs og suðurs og er einstaklega björt og opin. Útgengi er út á sér afgirtan afnotarétt til suðvesturs. 
Eldhús er með upphaflegri innréttingu. Ljósar flísar milli efri og neðri skápa. Stæði fyrir uppþvottavél. Háfur yfir helluborði og góðir gluggar sem hleypa góðri birtu inn. Ljósbrúnar gólfflísar.
Herbergi I er stórt eða um 12 m2. Horngluggi til austurs. Fataskápar fylla einn vegg. Parket á gólfi.
Herbergi II er minna herbergið, en þó vel rúmgott og með tvöföldum fataskáp. Parket á gólfi.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf með ljósum flístum. Hvít innrétting við handlaug, spegill og lýsing í kappa. Baðkar, sér sturtuklefi og salerni.
Þvottahús er innan íbúðar. Hvít innrétting með dökk grárri borðplötu. Skolvaskur og stæði fyrir þvottavél. Gólfflísar.
Geymsla er sér í sameign á sömu hæð og íbúðin. Stærð 7 m2.
Hjólageymsla er á sömu hæð og íbúð og er framan við geymslur íbúa.
Bílageymsla er rúmgóð, tæplega 26 m2. Hann er með heitu og köldu vatni sem og niðurfalli. 
Húsið hefur fengið gott viðhald í gegnum árin. Þak, gluggar og hús var málað árin 2022-2023.
Snjóbræðsla er í stétt framan við hús, tröppum og framan við bílskúr (sjá teikningu).

-Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar tegundir eigna á skrá.
-Hafðu samband og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.
-Sigrún Gréta löggiltur fasteignasali í síma 864 0061 eða [email protected]

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila. Reiknast af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald eftir gjaldskrá lánastofnunar. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900.-