105, Reykjavík (Austurbær)

Sundlaugavegur 26

59.900.000 KR
Fjölbýli
4 herb.
84 m 2

YFIRLIT

  • Tegund Fjölbýli
  • Stærð 84 M²
  • Herbergi 4
  • Stofur 1
  • Svefnherbergi 3
  • Baðherbergi 1
  • Inngangur Sér
  • Byggingarár 1945
  • Lyfta Nei
  • Bílskúr NEI

LÝSING

Sigrún Gréta hjá RE/MAX kynnir 4ra herbergja íbúð á jarðhæð að Sundlaugavegi 26 í Reykjavík, í hinu vinsæla Laugarneshverfi. Sér inngangur er inn í íbúð og snýr íbúðin út í garð aftan við hús. Handan við hornið er sundlaug, líkamsrækt og Laugardalurinn eins og hann leggur sig. Einnig er göngufæri í leikskóla og grunnskóla, bakarí, verslanir, ísbúð og kaffihús, svo eitthvað sé nefnt.
Allar frekari upplýsingar um eignina veitir Sigrún Gréta í síma 864-0061 / [email protected] 

Eignin skiptist í forstofu, stofu, eldhús, þrjú herbergi, baðherbergi og tvær geymslur. Eignin er skráð hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun 84,2 m2.

**HÉR MÁ NÁLGAST 3D MYNDBAND AF EIGNINNI, INNI- OG ÚTI. KÍKTU Í HEIMSÓKN !

Söluyfirlit má nálgast hér
Nánari lýsing:
Forstofa er inn af sér inngangi af vesturgafli húss. Innan íbúðar er komið inn á fallegt flísalagt gólf. Við tekur parket sem flæðir um flest rými íbúðar og er án þröskulda.
Herbergi I er á vinstri hönd inn af forstofu. Léttur fataskápur. Parket á gólfi. 
Herbergi II er á hægri hönd inn af forstofu. Horngluggi sem snýr út í garð til suðvesturs. Parket á gólfi.
Herbergi III snýr út í garð. Léttur fataskápur fylgir. Parket á gólfi.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf. Sturta, skápur undir handlaug, hvítur handklæðaofn og salerni.
Eldhús er inni í miðri íbúð. Hvít og svört innrétting á tveimur veggjum. Efri skápar ná upp í loft. Ísskápur með frysti er innfelldur og fylgir, einnig fylgir innbyggð uppþvottavél. Bakaraofn, helluborð og vifta. Parket á gólfi.
Stofa er með gluggum til austurs og suðurs. Parket á gólfi.
Geymslur eru tvær, önnur er við hurð úr íbúð inn í sameign og hin er köld og er undir útidyratröppum á hæðina fyrir ofan.
Þvottahús er í sameign á sömu hæð og íbúðin.
Ath. að íbúðin er með annað skipulag en upphaflegar teikningar sýna. 

-Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar tegundir eigna á skrá.
-Hafðu samband og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.
-Sigrún Gréta löggiltur fasteignasali í síma 864 0061 eða [email protected]

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila. Reiknast af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald eftir gjaldskrá lánastofnunar. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900.-