108, Reykjavík (Austurbær)

Sogavegur 220

136.000.000 KR
Hæð
6 herb.
183 m 2

YFIRLIT

  • Tegund Hæð
  • Stærð 183 M²
  • Herbergi 6
  • Stofur 2
  • Svefnherbergi 4
  • Baðherbergi 2
  • Inngangur Sér
  • Byggingarár 1962
  • Lyfta Nei
  • Bílskúr

LÝSING

Fasteignasalarnir Vernharð Þorleifsson og Magga Gísladóttir kynna rúmgóða og vel skipulagða 183.4 fm efri sérhæð og ris með bílskúr á þessum frábæra stað í smáíbúðarhverfinu.
Fjölskylduvænt og reisulegt hús sem hefur fengið gott viðhald, gróinn snyrtilegur suður-garður. Eign sem gefur af sér sérstakan sjarma.
Skráðir fermetrar eru 183.4 fm samkvæmt FMR-skrá og skiptast í 137.9 fm íbúðarrými, efri hæð er 20 fm stærri að gólffleti þar sem að hluti er undir súð, tvöfaldur bílskúr er 45.5 fm., sem er byggður 2011.
Ætla má því að heildar fermetrar gólfflatar séu ca. 200 fm.
Valmaþak á húseign.
ATH. Þriggja herbergja íbúð á jarðhæðinni er einnig til sölu en selst eingöngu með stærri eigninni eða eftir að stærri eignin er seld.

Miðhæðin skiptist:
Forstofu, hol/gang, gestabaðherbergi, stofu, borðstofu, sjónvarpsstofu, eldhús og svefnherbergi.
Rishæðin skiptist í:
Þrjú svefnherbergi, aðalbaðherbergi og geymslu.
Í kjallara er sameiginlegt þvottaherbergi.


Frekari upplýsingar veita Vernharð Þorleifsson löggiltur fasteignasali í síma 699-7372 / [email protected] og Magga Gísladóttir löggiltur fasteignasali í síma 698-7494 / [email protected]
Kíktu í heimsókn til okkar á Facebook eða á Instagram

Nánari lýsing á eign:
Forstofa með fatahengi og úr forstofu er gengið niður í sameiginlegt þvottaherbergi og hitainntaksrými, eins er sérinngangur utanfrá í þvottaherbergi.
Hol/gangur þaðan sem gengið er í önnur rými eignar.
Gestabaðherbergi með vask og er gluggi á baðherbergi. Auka herbergi.
Rúmgóð og björt stofa sem rennur saman við borðstofu. . Afar falleg rennihurð með gleri sem er upprunaleg. Skilur að gang og stofu.
Eldhús er rúmgott með gluggum á tvo vegu. Útsýnið gerist vart betra en úr þessu eldhúsi. Snyrtileg eldhúsinnrétting með efri og neðri skápum og er gott skápapláss, gert er ráð fyrir tvöföldum ísskáp í innréttingu. Hægt er að loka fram á ganginn með rennihurð.
Svefnherbergi með glugga á tvo vegu.
Steyptur stigi er upp á efri hæð og er stór gluggi þar sem gefur góða birtu inn í gang.
Komið er uppá pall þaðan sem gengið er í önnur rými efri hæðar.
Rúmgott aðalbaðherbergi með baðkari, snyrtilegri innréttingu í kringum vask, vegghengt klósett.
Þrjú rúmgóð svefnherbergi með innbyggðum fataskápum úr tekk og er útgengi á rúmgóðar suður-svalir úr hjónaherbergi.
Lítil geymsla er á efri hæð undir súð.
Allar hurðar eru afsakaplega fallegar tekkhurðar.
Garðurinn er fallegur og í góðri rækt. Berjarunnar sem gefa vel af sér af sólberjum, rifsberjum og hindberjum. Tveir ræktunarkassar.
Tvöfaldur rúmgóður bílskúr sem er byggður 2011, tvær rafdrifnar hurðar, heitt og kalt vatn, gólfhiti, geymsluloft er yfir hluta af bílskúr. Þessi bílskúr er draumur bíla- og útivistarfólks. Góð aðkoma er frá Leynigerði.
Sameiginlegt þvottaherbergi er í kjallara og er sérinngangur í kjallara.

Gólfefni: Parket, dúkur, flísar og teppi á gólfum eignar.