113, Reykjavík (Grafarholt)

Ólafsgeisli 27

176.000.000 KR
Einbýli
6 herb.
207 m 2

YFIRLIT

  • Tegund Einbýli
  • Stærð 207 M²
  • Herbergi 6
  • Stofur 3
  • Svefnherbergi 3
  • Baðherbergi 2
  • Inngangur Sér
  • Byggingarár 2003
  • Lyfta Nei
  • Bílskúr

LÝSING

Guðlaugur J. Guðlaugsson löggiltur fasteignasali og RE/MAX fasteignasala kynna í einkasölu:

Vandað og vel skipulagt 207,4 fm. einbýlishús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr.

Einstaklega flott, mikið og gott útsýni yfir borgina og víðar. Virkilega vel staðsett eign við Ólafsgeisla 27, 113 Reykjavík. Góð snyrtileg aðkoma er að húsi með upphitað bílaplan og fallega lýsingu.

Innihurðir og innréttingar úr hnotu smíðaðar af Trésmiðjunni Borg. Innfelld ljós í lofti.
Öll blöndunartæki í Eldhúsi og baðherbergjum eru Vola frá Tengi. Handlaugar og salerni Starck frá Duravit.
Gólfefni: Ljósgrátt granít og vönduð gegnheil hnota sem nýlega var pússuð upp.
Glæsilegur garður er í kringum húsið, heitur pottur, verönd, markísa og útisturta. Eignin er vel staðsett á 703,9 fm. lóð.
Bílskúr, 22.5 fm. Gengið er inn um hann utan frá. Flísar á gólfi og rafdrifin bílskúrshurðaropnun.
Staðsetning: Stutt í grunnskóla, leikskóla og verslun. Golfvöllurinn í göngufæri.

Skipulag:
Neðri hæð: Anddyri, innbyggðan bílskúr, sér þvottahús, tvö mjög rúmgóð svefnherbergi (sem voru áður þrjú svefnherbergi) baðherbergi og sjónvarpshol (hægt að breyta í svefnherbergi).
Efri hæð: Opið alrými með eldhúsi, borðstofu og stofu ásamt svölum. Baðherbergi og rúmgott hjónaherbergi með skrifstofu/fataherbergi (var áður tvö svefnherbergi). 

Smelltu á link til að sjá húsið í 3-D

Bókið skoðun hjá Gulla í síma 661-6056 eða með tölvupósti á netfangið [email protected]


Nánari lýsing:
Neðri hæð: 
Forstofa/ gangur er með hvítum innbyggðum fataskápum. Granít flísar á gólfi.
Sér þvottahús með innréttingu með gott skúffu- og vinnupláss ásamt handlaug og aðstöðu og tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Opnanlegur gluggi er á þvottahúsi. Granít flísar á gólfi og útgengi út á lóð.
Baðherbergi er með granít flísar á gólfi og sturtu með innbyggðum blöndunartækjum. Hillur þar á móti. Upphengt salerni. Vönduð innrétting með gott skúffu pláss. Speglaskápar þar fyrir ofan. Opnanlegur gluggi er á baðherbergi.
Tvö stór barnaherbergi, voru áður þrjú svefnherbergi skv. teikningu. Bæði herbergin eru með hvíta fataskápa og gegnheilt parket á gólfum /Hnota. 
Sjónvarpshol er með granít flísar á gólfi og sjónvarps innréttingu/ hnota. Útgengi er þaðan út á verönd/ lóð hússins. Góð geymsla er auk þess undir stiga.

Efri hæð: Gengið er upp fallegan steyptan parketlagðan stiga / hnota. Stór gluggi er meðfram hliðinni upp stigann sem gefur góða birtu inn. Glerskilrúm með handrið skilur af glugga og stiga. Þegar upp er komið tekur á móti þér opið, rúmgott og bjart alrými sem telur eldhús, stofu og borðstofu. Björt og falleg stofa með hnotu á gólfum og arinn ásamt glæsilegi útsýni yfir borgina og víðar. Frá stofu er útgengi út á svalir með sama góða útsýnið, svalirnar eru yfirbyggðar að hluta. Flísar þar á gólfi og búið er að loka hluta þeirra með opnanlegu gleri til auka betur skjól þegar þannig viðrar. Borðstofan er mjög björt, stendur sér en er samt opin inn í alrýmið. Flottir gluggar þess gefa gott útsýni yfir borgina og víðar. Eldhús með vönduðum innréttingum, stór eyja með graníti og hnotu á borðum. Gott skúffu, skápa og vinnupláss. Vönduð tæki frá Miele & tveir ofnar í vinnuhæð frá Siemens. Tvöfaldur ísskápur. Fallegt útsýni til allra átta. Innbyggð ljós er í loftum. Baðherbergi er með granít flísar á gólfi og sturtu með innbyggðum blöndunartækjum. Hillur þar á móti. Upphengt salerni. Vönduð innrétting með gott skúffu pláss. Speglaskápar þar fyrir ofan. Opnanlegur gluggi er á baðherbergi. Hjónaherbergi er með hnotu á gólfum, fataskápum og sér skrifstofu/fataherbergi ( Hjónherbergi var áður tvö herbergi ) 

Eigninni hefur fengið gott viðhald sl. ár
2018 Allar gardínur endurnýjaðar, frá Z brautum
2018 Báðir bakaraofnar endurnýjaðir
2019 Hellur í innkeyrslu og stígar yfirfarnar og vélslípaðar
2019 Rafmagn fyrir útilýsingu yfirfarin og endurnýjuð
2020 Nýr þakkantur úr viðhaldsfríu áli
2021 Húsið málað að utan og gluggapóstar endurnýjaðir þar sem tímabært var og múr yfirfarinn og pússaður
2022 Parket slípað og olíuborið
2023 Nýtt helluborð í eldhúsi
2024 Ný golfhitastýring, stafræn frá Danfoss

Nánari upplýsingar: Guðlaugur J. Guðlaugsson, löggiltur fasteignasali í síma 661-6056, [email protected] 

Vegna mikillar eftirspurnar vantar mig allar tegundir eigna á skrá. Hafðu samband og ég mun verðmeta eign þína þér að kostnaðarlausu.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi 0,8%, ( 0,4% ef um fyrstu kaup er að ræða ) og 1.6% (ef lögaðilar) af heildar fasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölur kr. 69.900.