105, Reykjavík (Austurbær)

Vífilsgata 5

54.900.000 KR
Fjölbýli
3 herb.
56 m 2

YFIRLIT

  • Tegund Fjölbýli
  • Stærð 56 M²
  • Herbergi 3
  • Stofur 1
  • Svefnherbergi 2
  • Baðherbergi 1
  • Inngangur Sameig.
  • Byggingarár 1938
  • Lyfta Nei
  • Bílskúr NEI

LÝSING

Opið hús: 01. júlí 2024 kl. 18:00 til 18:30.

Sigrún Gréta hjá RE/MAX kynnir 3ja herbergja íbúð á 1. hæð að Vífilsgötu 5 í miðbæ Reykjavíkur. Frábær staðsetning sem hentar mörgum til búsetu eða til útleigu. Göngufæri er í Sundhöll Reykjavíkur og í alla helstu þjónustu, veitingastaði og verslanir. Einnig er Klambratún nánast í bakgarðinum og skólar á ýmsum stigum handan götunnar. 
Allar frekari upplýsingar um eignina veitir Sigrún Gréta í síma 864-0061 / [email protected] 

Eignin skiptist í forstofu, stofu, eldhús, tvö herbergi, baðherbergi, þvottahús og geymslu. Eignin er skráð hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun 56,9 m2.

**HÉR MÁ NÁLGAST 3D MYNDBAND AF EIGNINNI, INNI- OG ÚTI. KÍKTU Í HEIMSÓKN ! Ath, að annað svefnherbergið vantar inn á 3D.
 
Söluyfirlit má nálgast hér
Nánari lýsing:
Forstofa er inn af steyptum tröppum. Innan íbúðar er komið inn á flísalagt gólf.
Herbergi I er inn af forstofu. Gluggi er þar á vesturgafli húss. Viðarparket á gólfi.
Herbergi II snýr til suðurs. Stór eldri fataskápur á einum vegg. Milli herbergis og stofu er rennihurð sem fellur inn í vegginn. Einnig er hurð fram á hol íbúðar. Viðarparket á gólfi.
Baðherbergi var endurnýjað að mestu árið 2021. Hvítar veggflísar að hluta. Upphengt salerni, sturtuklefi og innrétting undir handlaug. Gólfhiti undir dökkum gólfflísum. Opnanlegt fag.
Eldhús var endurnýjað 2021. Brún og svört innrétting á tveimur veggjum. Innbyggð uppþvottavél og ísskápur fylgir. Svört borðplata og svartur háfur úr lofti yfir helluborði. Eldavél er einnig endurnýjuð. Á vegg gegnt innréttingu er langt borð sem setið er við á háum stólum. Grá-brúnt harðparket á gólfi.
Stofa er björt með hornglugga. Viðarparket á gólfi.
Þvottahús er í sameign í kjallara.
Hluti af gluggum í íbúð voru endurnýjaðir 2012. Sumar 2023 var fyllt í sprungur á húsi og húsið múrviðgert að hluta. Að sögn fyrri eiganda var frárennslislögn úr baðherbergi endurnýjuð árið 2018. Einnig hafi þak verið endurnýjað að hluta 2016 og tekið út árið 2020 og hafi komið vel út. Ofnar í íbúð endurnýjaðir að hluta.
Eingarhlutur íbúðar í húsi er 17,52%.

Fyrirhugað fasteignamat 2025: 51.050.000 kr.

-Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar tegundir eigna á skrá.
-Hafðu samband og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.
-Sigrún Gréta löggiltur fasteignasali í síma 864 0061 eða [email protected]

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila. Reiknast af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald eftir gjaldskrá lánastofnunar. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900.-