105, Reykjavík (Austurbær)

Snorrabraut 85

49.900.000 KR
Fjölbýli
2 herb.
64 m 2

YFIRLIT

  • Tegund Fjölbýli
  • Stærð 64 M²
  • Herbergi 2
  • Stofur 1
  • Svefnherbergi 1
  • Baðherbergi 1
  • Inngangur Sameig.
  • Byggingarár 1946
  • Lyfta Nei
  • Bílskúr NEI

LÝSING

Opið hús: 01. júlí 2024 kl. 16:30 til 17:30.

Vinsamlega bókið tíma með því að smella á link í auglýsingu.

Sigrún Gréta hjá RE/MAX kynnir 2ja herbergja íbúð á jarðhæð að Snorrabraut 85 í miðbæ Reykjavíkur. Göngufæri er í Sundhöll Reykjavíkur og í alla helstu þjónustu, verslanir og veitingastaði. Einnig er Klambratún nánast í bakgarðinum og skólar á ýmsum stigum innan hverfis. 
Allar frekari upplýsingar um eignina veitir Sigrún Gréta í síma 864-0061 / [email protected] 

Eignin skiptist í forstofu, stofu, eldhús, herbergi, baðherbergi, þvottahús og geymslu. Eignin er skráð hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun 64,2 m2.

**HÉR MÁ NÁLGAST 3D MYNDBAND AF EIGNINNI, INNI- OG ÚTI. KÍKTU Í HEIMSÓKN ! 

*VINSAMLEGA BÓKIÐ TÍMA Í OPIÐ HÚS MÁNUD. 1. JÚLÍ MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉR.
 
Söluyfirlit má nálgast hér
Nánari lýsing:
Forstofa er inn af steyptum tröppum. Innan íbúðar eru svartar gólfflísar. Fatahengi er inni á holi.
Herbergi er á hægri hönd þegar komið er inn í íbúð. Horngluggi á herbergi. Léttur skápur ofan á parketi.
Stofa er björt með gluggum á þrjá vegu. Parket á gólfi.
Baðherbergi er með dökkum gólfflísum og bæði dökkgráum og ljósum flísum upp veggi. Krómhandklæðaofn, salerni og skápur undir handlaug. Walk-in sturtuklefi með glervegg.
Eldhús er með svartri innréttingu á einum vegg og viðarborðplötu. Á öðrum vegg er vaskur, stórt gashelluborð, ofn og vifta. Parket á gólfi.
Þvottahús er í sameign á sömu hæð.
Geymsla er sér í sameign á sömu hæð.
Að sögn seljanda var þak endurnýjað fyrir tveimur árum, ásamt þakgluggum. Einnig rafmagnstafla í sameign. Skólplagnir hafa einnig verið lagaðar að sögn eiganda sem og dren lagt við húsið að hluta.

Fyrirhugað fasteignamat 2025: 52.250.000 kr.

-Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar tegundir eigna á skrá.
-Hafðu samband og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.
-Sigrún Gréta löggiltur fasteignasali í síma 864 0061 eða [email protected]

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila. Reiknast af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald eftir gjaldskrá lánastofnunar. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900.-