104, Reykjavík (Vogar)

Dyngjuvegur 2

Tilboð
Einbýli
11 herb.
594 m 2

YFIRLIT

  • Tegund Einbýli
  • Stærð 594 M²
  • Herbergi 11
  • Stofur 6
  • Svefnherbergi 5
  • Baðherbergi 4
  • Inngangur Sér
  • Byggingarár 1950
  • Lyfta Nei
  • Bílskúr

LÝSING

Guðlaugur J. Guðlaugsson og Gunnar Sverrir löggiltir fasteignasalar hjá RE/MAX fasteignasölu kynna í einkasölu:

Vandað og vel staðsett 594,0 fm einbýlishús, þar af er 55,7 fm bílskúr með sér hjólageymslu.

Húsið er mjög fallega staðsett  á 1704,0 fm. glæsilegri lóð á rólegum og eftirsóttum stað með flott útsýni yfir Laugardalinn og víðar. Aðkoma að húsinu er einstaklega glæsileg og góð.

Húsið er byggt á árunum 1950-55 fyrir Agnar Kofoed-Hansen og Björgu Kofoed Hansen. Húsið var upprunalega 358,0 fm. Teiknað af Gísla Halldórssyni.

Núverandi eigendur hafa átt húsið frá 2006 og gerðu þau gagngerar endurbætur á húsinu sem stóðu til ársloka 2011 þegar þau fluttu inn. Davíð Pitt teiknaði viðbætur við húsið (með samþykki Gísla Halldórssonar) Davíð teiknaði breytingar að innan, hannaði innréttingar og aðstoðaði við efnisval.

Húsið var stækkað í 594 fm. Byggður var við það tvöfaldur bílskúr auk góðrar geymslu. Útbúið stórt bílaplan, steyptur veggur við lóðarmörk götumegin sem gerir aðkomuna að húsinu sérlega glæsilega. Eldhús, hjónasvíta og neðra sjónvarpsherbergi er staðsett í nýja hlutanum, auk þess er þar þvottahúss og vínstofa. Aðal inngangur var færður af gafli framan á húsið. Lofthæðin í holi við anddyri tvöfölduð og stigi milli hæða færður yfir í nýbygginguna sem bætt var við. Drenað var í kringum húsið. Skipt var um einangrun og húsið múrað aftur að innan og utan. Skipt var út öllum lögnum, þ.e. pípulögnum og raflögnum og settur upp forhitari. Garðurinn var allur endurhannaður og gróðursettur á ný nema stór birkitré á lóðarmörkum sem eru frá c.a 1960.

Aðalvík sá um allar þessar framkvæmdir og smíðaði innihurðar og innréttingar (nema í kjallara, sjá síðar) Byggingarstjóri Jóhannes T. Halldórsson húsasmíðameistari. Auðunn Kjartansson múrarameistari (Aðalmúr). Magnús Smári Kristinsson pípulagningameistari. Benedikt/Pétur rafvirkjameistarar (Rafco)

Þær framkvæmdir sem farið var í til viðbótar eftir þessar breytingar eru að þvottahús var endurnýjað fyrir c.a 5 árum. Lítil auka eldhúsinnrétting með uppþvottavél sett upp í vínstofa og settir upp vínskápar. Allar innréttingar frá Poggenpohl. Skipt var um innfelda lýsingu í öllu húsinu og sett upp led-lýsing í stað halogen fyrir c.a 4 árum. Bílskúr yfirfarinn 2022/23, kuldabrú löguð. Ofnum bætt við og boruð loftgöt til að gefa betri öndun inn í rýmið. Árið 2023 var kjallari (undir upprunalega húsinu) tekinn í gegn, lagður þar gólfhiti og settar nýjar flísar og ný baðinnrétting. Settur nýr harðviður á báða sólpalla sumarið 2023. Húsið málað að utan fyrir ca 5 árum og aftur ein umferð í maí 2024. Allir gluggar og rennihurðar yfirfarnar í maí 2024.

Smelltu á linkinn til að skoða húsið í 3D

Bókið skoðun hjá:
Gulla í síma 661-6056 eða með tölvupósti á netfangið [email protected]
Gunnar Sverrir í síma 862-2001 eða með tölvupósti á netfangið [email protected]

Nánari lýsing:
Einstaklega hugguleg og flott aðkoma er að húsinu. Stórt og gott upphitað bílaplan fyrir framan tvöfaldan breiðan og stóran bílskúr með sér hjólageymslu.

Aðalhæð: Anddyri með parket á gólfi, þar inn af eru fatahengi á móti hvort öðru. Gestasalerni þar inn af með opnanlegum glugga. Marmara á gólfi, upphengt salerni og innrétting með handlaug, marmari á borði og undirlímdur vaskur. Tvöföld hvít vængjahurð skilur að hol og anddyri. Þegar inn í hol er komið, þá eru þar gluggar beint á móti sem vísa út í garð. Hátt til lofts, parket á gólfi. Á vinstri hönd er herbergi sem nýtt hefur verið sem skrifstofa, tvöföld hvít vængjahurð sem skilur þar á milli. Skrifstofuherbergið er með parket á gólfi og útgengi út á lóð hússins. Gengið er tvö þrep niður í rúmgóða og bjarta stofu með gólfsíðum gluggum, parket á gólfi og með útgengi út skjólgóða verönd sem snýr vel á móti sól. Í einum vegg í stofunni er lagt fyrir gas arni. Borðstofan er einnig mjög rúmgóð með parket á gólfi og aðgengi á sitthvorum enda þess í stórt og gott eldhús með gólfsíðum gluggum í sitthvorum enda þess sem gefa mikla og góða birtu inn. Hægt er ganga þaðan út öðrum megn út á hellulagða lóð með skjólveggjum. Eldhús er með innréttingu meðfram einum vegg með búrskápum, gott skápa- og skúffupláss. Tvöfaldur innbyggður ísskápur með frysti og innfelda uppþvottavél. Marmari á borðum. Eyjan er stór með gott vinnupláss og aðstöðu til að sitja við á öðrum enda hennar. Undirlímdur vaskur, gashellur og bökunarofn. Milli borðstofu og eldhúss er stigi upp á efri hæð hússins og niður á neðri hæð. Parket lögð þrep með nætur lýsingu í vegg og viðarhandrið.

Efri hæð: komið er upp stiga, parket á gólfi í alrými við sjónvarpsstofu. Innfelld ljós í lofti. Útgengi út á stórar svalir sem eru í suður og meðfram austurhliðinni. Mikið og flott útsýni yfir hluta af borginni og víðar. Opinn gangur með opið að hluta til niður á neðri hæð, bjart og skemmtilegt rými. Baðherbergið er með marmara á gólfi og á baðinnréttingu með undirlímdum vask og skápum þar fyrir neðan. Spegill þar fyrir ofan. Upphengt salerni og sturta með marmara á gólfi og meðfram sturtuveggjum, innfelld blöndunartæki. Þakgluggi þar gefur birtu inn. Barnaherbergi á hæðinni er rúmgott með parket á gólfi og veggfóðri á tveimur veggjum. Útgengi er út á svalir í austur sem ná einnig meðfram suðurhlið hússins. Hjónasvítan er mjög rúmgóð og björt með einstaklega skemmtilegum glugga sem gefur útsýni yfir garðinn og víðar. Parket á gólfi og veggur sem aðskilur rúm og fataskápa á hluta til, hægt að ganga að því sitthvoru megin við hjónarúm. Hvítir fataskápar meðfram vegg að sér baðherbergi inn af hjónaherbergi. Marmari þar á gófli og upp meðfram sturtu með innfeldum blöndunartækjum. Auk þess er frístandi baðkar með innfeld blöndunartæki. Upphengt salerni og handklæðaofn. Baðinnrétting er með maramara á borði og tveimum undirlímdum handlaugum. Gott skápapláss þar undir. Fjórir gluggar gefa góða birtu inn, tveir af þeim eru opnanlegir. 

Neðri hæð: 
Gólf á neðri hæð er flísalagt, sjónvarpstofa þar með gólfsíðum gluggum og útgengi út á skjólgóða og glæsilega verönd með steyptum heitum potti. Timbur rimla skilrúm skilur að ganginn og sjónvarpsstofu að hluta. Í enda á ganginum er vínstofa með vínskáp og litlu eldhúsi ásamt útgengi út á sömu verönd. Inn af vínstofu er svo stórt og gott þvottahús með mjög gott skápa og vinnupláss, vask og tengi og aðstöðu fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð. Inn af sjónvarpsstofu er annar gangur með aðra setustofu og aðgengi inn í rúmgott líkamsræktar herbergi með gluggum sem gefa birtu inn. Baðherbergi þar við hlið er með sömu flísum á gólfi og hvítum flísum við upphengt salerni og við sturtu. Innbyggð blöndurnartæki í sturtu. Baðinnrétting með handlaug og veggfóður á vegg þar bak við. Við setustofuna er svo gott geymslurými og lagnarými. Á móti líkamsræktar herbergi er gengið inn gott rými/herbergi með stórum gluggum  og útgengi út á verönd, tvö þrep eru upp í rými fyrir rúm og fl. 

Frá verönd á neðstu hæð er steyptur stigi upp á stórt og gott upphitað bílaplan fyrir framan tvöfaldan breiðan og stóran bílskúr með sér hjólageymslu. Bílskúrinn er með með hita í gólfi og rafdrifnar bílskúrshurðir. Hurð er á milli bílskúrs og sér hjólageymslu. Sér gönguhurð er inn í hjólageymslu. 

Lóðin er einstaklega vel staðsett, vel útfærð og falleg. Timburverandir eru tvær, báðar skjólgóðar. Önnur þeirra með mikið og flott útsýni. Hin með steyptum potti inn á milli hússins. Lóðin og öll umgjörðin utan um húsið er virkilega glæsileg og einstök. Algjör perla á einum eftirsóttasta stað miðsvæðis í Reykjavík, í mikilli nálægð við Laugardalinn. 

Nánari upplýsingar veita: Guðlaugur J. Guðlaugsson/Gulli löggiltur fasteignasali í síma 661-6056 / [email protected] og Gunnar Sverrir löggiltur fasteignasali í síma 862-2001 / [email protected]

Vegna mikillar eftirspurnar vantar okkur allar tegundir eigna á skrá. Hafið samband og við munum verðmeta eign þína þér að kostnaðarlausu.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.  Stimpilgjald af kaupsamningi 0,8%, ( 0,4% ef um fyrstu kaup er að ræða ) og 1.6% (ef lögaðilar) af heildar fasteignamati.
2.  Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3.  Lántökugjald lánastofnunar -  Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900.-