203, Kópavogur

Klettakór 1

124.900.000 KR
Fjölbýli
4 herb.
174 m 2

YFIRLIT

  • Tegund Fjölbýli
  • Stærð 174 M²
  • Herbergi 4
  • Stofur 2
  • Svefnherbergi 3
  • Baðherbergi 2
  • Inngangur Sér
  • Byggingarár 2007
  • Lyfta Nei
  • Bílskúr NEI

LÝSING

BÓKIÐ EINKASKOÐUN HJÁ GUÐNÝJU ÞORSTEINS Í SÍMA 7715211 EÐA [email protected]

RE/MAX ásamt GUÐNÝJU ÞORSTEINS löggiltum fasteignasala kynnir í einkasölu: Glæsileg 4ra herbergja enda íbúð á tveimur hæðum með sérinngang og stæði í lokaðri bílageymslu. Úr íbúðinni er einstaklega fallegt útsýni til vesturs út á sjó og til austurs yfir Elliðavatn. Fallegar innréttingar og góð tæki, eikarparket á gólfum og gólfhiti. Möguleiki á aukaíbúð.

SMELLTU HÉR OG SKOÐAÐU EIGNINA Í 3D (ekki er þörf á sérstöku forriti)
SMELLTU HÉR OG FÁÐU SÖLUYFIRLIT SAMSTUNDIS


Eignin samanstendur af: Efri hæð skiptist í forstofu, stóra stofu, eldhús, baðherbergi og svefnherbergi. Neðri hæð er einnig með sérinngang og skiptist í forstofu, sjónvarpshol, tvö svefnherbergi, þvottahús og baðherbergi. Upphituð geymsla er fyrir utan inngang neðri hæðar. Gengið er beint út frá bílageymslu í inngang neðri hæðar.

Nánari lýsing -
Efri hæð:
Forstofa:
Komið er inn í forstofu efri hæðar sem er flísalögð með fataskáp.
Stofa: Úr forstofu er komið inn í stóra og glæsilega parketlagða stofu með útgang út á suð-vestur verönd.
Eldhús: Er stórt og glæsilegt með góðu skápaplássi, innbyggðri uppþvottavél og veglegri granít borðplötu. Úr eldhúsi er virkilega fallegu útsýni.
Svefnherbergi: Er parketlagt með fataskáp ásamt fallegu útsýni.
Baðherbergi: Er flísalagt með sturtuklefa.
Neðri hæð: Gengið er niður parketlagðan stiga með lýsingu og  snyrtilegu handriði.
Sjónvarpshol: Er rúmgott með eikarparketi.
Svefnherbergi: Er rúmgott með fjórföldum fataskáp, eikarparket á gólfi.
Svefnherbergi: Er gott með tvöföldum fataskáp, eikarparket á gólfi.
Baðherbergi: Er flísalagt í hólf og gólf með góðri innréttingu ásamt baðkari með sturtu í.
Þvottahús: Er flísalagt með sérsmíðuðum innréttingum.
Sér inngangur er á neðri hæð, gefur það möguleika á að loka á milli hæða og útbúa auka íbúð.
Forstofa
: Inngangur er frá bílageymslu og útgengt á hellulagt svæði og í garð. Inn af þessari forstofu er pláss undir stiga sem nýtist sem geymsla.
Geymsla: Fyrir framan neðri inngang er upphituð geymsla (2,8fm).
Bílastæði: Er í upphitaðri bílageymslu með rafdrifinni hurð. Búið er að leggja lagnir fyrir hleðslustöð og setja upp bakplötu sem hægt er að smella hleðslustöð á. Á útibílastæðum eru rafhleðslustöðvar til afnota fyrir íbúa.
Gott viðhald hefur verið á eigninni:
Skipt var um dúka á öllum viðbyggingum í Klettakór. Pappa á svölum var skipt út fyrir dúka nýverið. Einnig hafa öll lárétt einingaskil verið endurþétt.
Þetta er falleg og góð sér hæð með fallegu útsýni. Að sögn seljenda eru nágrannar einstakir og samvinna einstök.

Allar nánari upplýsingar og bókun á skoðun veitir Guðný Þorsteins löggiltur fasteigna- og skipasali s: 771-5211 eða [email protected].

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Re/Max því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.  
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - skv. gjaldskrá lánastofnunar
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, 69.900 kr. m.vsk.