111, Reykjavík (Efra Breiðholt)

Suðurhólar 16

54.900.000 KR
Fjölbýli
3 herb.
74 m 2

YFIRLIT

  • Tegund Fjölbýli
  • Stærð 74 M²
  • Herbergi 3
  • Stofur 1
  • Svefnherbergi 2
  • Baðherbergi 1
  • Inngangur Sér
  • Byggingarár 1980
  • Lyfta Nei
  • Bílskúr NEI

LÝSING

EIGNIN ER SELD - MIKILL ÁHUGI VAR FYRIR EIGNINNI OG ER ÉG ÞVÍ MEÐ GÓÐA KAUPENDUR AÐ SVIPAÐRI EIGN

HAFÐU ENDILEGA SAMBAND VIÐ MIG 

RE/MAX ásamt Þórdísi Björk Davíðsdóttur löggiltum fasteignasala kynna: 
Bjarta og vel skipulagða 3ja herbergja íbúð á 2.hæð vel staðsetta í Hólahverfi í Breiðholti. Eignin er með sérinngangi af svölum og er stutt í alla helstu þjónustu og í göngufæri eru leik-, grunn- og framhaldsskóli, sundlaug, íþróttahús og heilsurækt World Class.
Eignin var áður stór 2ja herbergja en hefur verið breytt í góða 3ja herbergja íbúð en skráð 2ja herb. í eignaskiptasamningi.
Eignin er öll endurnýjuð að innan og að mestu að utan.
Samkvæmt skráningu HMS er birt flatarmál eignarinnar 74,6 fm og er geymslan innan íbúðar - sjá teikningu.

SMELLTU HÉR og þú færð SÖLUYFIRLIT SAMSTUNDIS
SMELLTU HÉR og Skoðaðu eignin í 3D EKKI þarf sérstakt forrit. Í 3D er OPIÐ HÚS ÞEGAR ÞÉR HENTAR

Framkvæmdir síðustu ára:
2019
• Þak viðgerð þar sem skipt var um járn, pappa og litur brenndur í járnið.
2020
• Allt gólfefni endurnýjað. 
• Rafmagn þrætt upp á nýtt og tenglum bætt við
• Eldhús fært inn í íbúðina og sett á sér rafmagnstöflu
• Herbergi bætt við innan eldhúss við glugga - Upphengdur skápur þar getur fylgt með
• Baðherbergi tekið í gegn. Nýjar flísar, salerni, vaskur, blöndunartæki (Grohe frá Tengi) og handklæðaofn.
• Ný eldhúsinnrétting frá IKEA og nýtt helluborð, bakaraofn og innbyggð uppþvottavél - NÝ RAFMAGNSTAFLA SÉR FYRIR ELDHÚSIР
• Nýjir skápar frá IKEA og innihurðar eru frá Birgisson
2021
• Múrviðgerð að utan og húsið málað.
• Svalir flotaðar - beggja megin
2023
• Gluggar í húsinu yfirfarnir og skipt um þá sem voru dæmdir í ólagi.

Innan íbúðar er forstofa, geymsla, svefnherbergi, stofa, borðstofa, eldhús og baðherbergi m/tengjum fyrir þvottavél og þurrkara. Auk þessa er skrifstofuherbergi sem var útbúið fyrir innan eldhúsið.
Nánari lýsing eignar:

Komið er inn í flíslagða forstofu með góðum fataskáp. Innaf forstofunni er geymsla íbúðar með opnanlegum glugga og veggföstum hillum. Rennihurð/skápahurð aðskilur geymslu frá forstofu.
Herbergi I er rúmgott hjónaherbergi með nýlegum fataskápum frá IKEA.
Herbergi II er inn af eldhúsinu. Við endurnýjun og breytingu á eldhúsinu var þessu herbergi bætt við og er rennihurð sem skilur herbergið og eldhús að.
Baðherbergið er allt endurnýjað, rúmgott með gráum flísum á gólfi og inn í sturtunni en hvítum á veggjum að hluta. Upphengd innrétting er undir og við handlaug, handklæðaofn, tengi fyrir þvottavél og þurrkara og veggfastar hillur með taujskúffum. 
Eldhúsið er allt endurnýjað og er ný innrétting frá IKEA með helluborði, háfi, bakaraofni og innbyggðri uppþvottavél. Sér rafmagnstafla var gerð fyrir eldhúsið 2020.
Stofan og borðstofan eru í opnu og björtu samliggjandi rými. Gluggar eru til suðurs og er útgengt á rúmgóðar suðvestur svalir úr stofu.
Í sameign er hjólageymsla. Á hæðinni er lítil sameiginleg geymsla. Gólfefni íbúðar: Harðparket á öllum rýmum nema votrými, forstofu og geymslu sem eru flísalögð. 
Bílastæði á lóð eru ekki sér-merkt en almennt nóg af stæðum. 
Um er að ræða virkilega fallega og bjarta eign í barnvænu umhverfi.

Allar nánari upplýsingar og bókun á skoðun veitir Þórdís Björk löggiltur fasteigna- og skipasali s: 862-1914 á milli kl. 10 og 18 alla virka daga eða alla daga á netfangið [email protected]

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill því RE/MAX skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
 

- Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar tegundir eigna á skrá.
- Ertu í söluhugleyðingum? Smelltu HÉR til að fá frítt verðmat.


Heimasíða RE/MAX
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 

·      Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% (0,4% ef um fyrstu kaup er að ræða) og 1,6% (ef lögaðilar)af heildarfasteignamati.
·      Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.700 kr. af hverju skjali.
·      Lántökugjald lánastofnunar - samkvæmt gjaldskrá lánastofnunar.
·      Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk