805, Selfoss

Kolgrafarhólsvegur 1

25.000.000 KR
Sumarhús
4 herb.
41 m 2

YFIRLIT

  • Tegund Sumarhús
  • Stærð 41 M²
  • Herbergi 4
  • Stofur 1
  • Svefnherbergi 3
  • Baðherbergi 1
  • Inngangur Sér
  • Byggingarár 1985
  • Lyfta Nei
  • Bílskúr NEI

LÝSING

EIGNIN ER SELD
NÁNARI UPPLÝSINGAR FÆRÐU HJÁ GUÐNÝJU ÞORSTEINS Í SÍMA 7715211 EÐA [email protected]


RE/MAX ásamt GUÐNÝJU ÞORSTEINS löggiltum fasteignasala kynnir í einkasölu: Yndislegur 3-4 herbergja sumarbústað á vinsælum stað í Grímsnesi. Bústaðurinn er heillandi og hlýlegur, góður fyrir þá sem leita að friðsælum og afslöppuðum stað til að njóta.

SMELLTU HÉR OG SJÁÐU KYNNINGU Á FALLEGA BÚSTAÐNUM

Taktu skrefið og eignastu einstakt sumarhús á sjarmerandi stað í Grímsnesinu. Þetta töfrandi 41,5fm timburhús, byggt árið 1985, stendur á fallegri og gróðri vaxinni eignarlóð sem spannar 2.400fm.

SMELLTU HÉR OG FÁÐU SÖLUYFIRLIT SAMSTUNDIS


Helstu kostir þessa sumarhúss:
Hlýlegt og vel skipulagt:
Húsið býður upp á notalega forstofu, bjart miðrými/stofu, lítið en gott eldhús, 2 snotur svefnherbergi og salerni með sturtu.
Svefnloft: Virkilega gott svefnloft er yfir hluta hússins, sem veitir auka svefnpláss og eykur möguleika á fjölbreyttri notkun.
Geymsluskúrar: Við hlið hússins er góður geymsluskúr, auk annars sem er fallega falinn undir gróðri.
Viðhald og ástand: Húsið hefur fengið reglulegt viðhald og er í góðu ásigkomulagi, tilbúið til að taka á móti nýjum eigendum.
Náttúrufegurð og ró: Þetta hús er fullkomið fyrir þá sem vilja njóta lífsstíls í fallegu og friðsælu umhverfi.
Húsið er kynt með rafmagni en hitaveita er til staðar við lóðamörk. Hverfið er lokað af með símahliði.
Árgjald/Félagsgjald fyrir sumarhús samþykkt á aðalafundi félagsins 2024 er kr. 30.000
Í næsta nágrenni eru hótel Grímsborgir en stutt er til þekktra staða á þessum landshluta eins og Skálholt, Þingvalla, Laugarvatns, Geysis, Gullfoss og Kersins svo eitthvað sé nefnt. Stutt er í veiði, sundlaug, golfvöll, íþróttavöll og fallegar gönguleiðir. Selfoss er í ca. 13 km fjarlægð.

Allar nánari upplýsingar og bókun á skoðun veitir Guðný Þorsteins löggiltur fasteigna- og skipasali s: 771-5211 eða á netfangið [email protected].

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Re/Max því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.  
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - skv. gjaldskrá lánastofnunar
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, 69.900 kr. m.vsk.