221, Hafnarfjörður

Klukkuberg 9

239.900.000 KR
Einbýli
6 herb.
437 m 2

YFIRLIT

  • Tegund Einbýli
  • Stærð 437 M²
  • Herbergi 6
  • Stofur 2
  • Svefnherbergi 4
  • Baðherbergi 3
  • Inngangur Sér
  • Byggingarár 1990
  • Lyfta Nei
  • Bílskúr

LÝSING

Sigrún Gréta hjá RE/MAX kynnir einstakt 437,6 m2 einbýlishús að Klukkubergi 9 í Hafnarfirði. Nýuppgerð 2ja herbergja íbúð er á neðri hæð og með sér inngangi. Glæsileg útleigueining. Staðsetning húss er engu lík, hátt uppi í Setberginu, með einstöku útsýni yfir Hafnarfjörð og út að sjó að Snæfellsjökli. Einnig er golfvöllur í bakgarðinum og ósnertur berjamói. Sér heimreið er upp að húsinu og sem veitir staðsetningu húss sérstöðu. Stórt og mikið bílaplan og viðhaldslétt lóð í heild sinni. Húsið var teiknað af Hróbjarti Hróbjartssyni arkitekt, fyrir Eirík Smith listmálara og Bryndísi Sigurðardóttur. Aukin lofthæð er í húsinu og bjartir og stórir gluggar. Efri hæð húss er um 322 m2 og íbúðin á neðri hæð er um 56 m2. Innangengt er á efri hæð inn í tvöfaldan bílskúr. 
Allar frekari upplýsingar um eignina veitir Sigrún Gréta í síma 864-0061 / [email protected] 

Eignin skiptist í tvær forstofur, gestasalerni, borðstofu, stofur, tvö eldhús, opið rými, nokkur herbergi, tvö baðherbergi, gestasalerni, fleiri en eitt sjónvarpshol, þvottahús og geymslur. Eignin er skráð hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun 437,6 m2.

**HÉR MÁ NÁLGAST 3D MYNDBAND AF EIGNINNI. KÍKTU Í HEIMSÓKN !

**VINSAMLEGA SMELLIÐ Á ÞENNAN LINK TIL AÐ SKRÁ YKKUR Í OPIÐ HÚS 28. SEPT.!

Söluyfirlit má nálgast hér
Nánari lýsing efri hæðar:
Forstofa
er beint inn af bílaplani. Hvítir innfelldir fataskápar. Dökkgráar gólfflísar.
Gestasalerni er inn af forstofu. Rúmgott með upphengdu salerni og hvítri innréttingu undir handlaug. Opnanlegt fag snýr út að aðkomu að húsinu.
Stofa er einstaklega stór og björt með skáhallandi þaki, loftgluggum og frönskum gluggum sem skaga út úr stofunni og gefa húsinu skemmtilegan svip. Þaðan er einstakt 180° útsýni yfir Hafnarfjörð, að höfninni og út á sjó. Í kvöldsólinni logar Snæfellsjökull.
Eldhús er í miðju stofurýminu. Var endurnýjað 2020. Hvít innrétting og stór eyja sem skapar fallegt útlit á alrýminu. Við eyju komast þrír háir stólar. Gott skápapláss á eyju og helluborð í borðplötu úr steini. Á innréttingu á langhlið er steinn á borði með niðurfelldum vaski. Vönduð AEG heimilistæki og innbyggð uppþvottavél (með hækkanlegri grind). Einnig er innbyggður ísskápur, frystir og skápaeiningar á einum vegg inn af eldhúsi. Þar er gott pláss fyrir stórt borðstofuborð og stóla. Gegnheilt parket er á alrými og stofu. Útgengi er svo út á svalir til vesturs.
Borstofa er þar sem vinnustofa Eiríks Smith var og eru trönur listamannsins enn á sínum stað. Mjög hátt er til lofts og þakgluggar hleypa góðri birtu inn. Hluti af þessu rými er einnig nýtt sem herbergi. Ótal möguleikar eru með nýtingu á þessu rými. Fyrir barnmikla fjölskyldu mætti t.d. útbúa þar fleiri herbergi með millilofti. Útgengi er út á tveimur stöðum á þessu 120 m2 opna rými. Verandirnar eru í skoti á suðurhlið húss og því skólgóðar.
Herbergi I með sér fataherbergi er inn af borðstofurými. Parket á gólfi.
Herbergi II er á teikningum sem geymsla. Einstaklega hátt til lofts með skáhallandi þaki. Nýtist einnig vel sem svefnherbergi og er þannig nýtt í dag. Parket á gólfi. Inn af herbergi er bílskúr.
Sjónvarpshol er inn af eldhúsi og er þaðan hægt að ganga út á verönd til suðurs.
Herbergi III er inn af sjónvarpsholi. Stór parketlögð hjónasvíta með gólfsíðum gluggum. Inn af svefnrými er sér fataherbergi með háum speglaskápum og þar inn af er baðherbergi.
Baðherbergi inn af hjónasvítu er með upphengdu salerni, innréttingu á veggfestum speglaskáp á einum vegg og hornbaðkari gegnt innréttingu. Opnanlegt fag út í berjalyngið handan við gluggann.
Þvottahús er inn af sjónvarpsrými. Hvít innrétting, vinnuborð og tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Grár gólfdúkur.
Bílskúr er 60 m2 og hátt er til lofts.Tvær bílskúrshurðar með sjálfvirkum hurðaopnurum og tvö niðurföll í gólfi. Heitt og kalt vatn og skolvaskur. Málað gólf.

Nánari lýsing neðri hæðar -Nýlega innréttuð 2ja herbergja íbúð með sér inngangi:
Gólfhiti er á allri íbúðinni.
Forstofa 
er með ljósum gólfflísum. Hvítur speglaskápur fyrir yfirhafnir.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf með ljósdrapplituðum flísum. Walk-in sturta með gleri, hvít innrétting við handlaug, upphengdur speglaskápur, upphengt salerni og tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Eldhús er með hvítri innréttingu á tveimur veggjum. Helluborð, vifta, bakaraofn, vaskur og innbyggð uppþvottavél og ísskápur m/frysti. Öllu haganlega fyrir komið. Marmaraáferð á borðplötum.
Geymsla er inn af eldhúsi. Þar er gólfhitastýringin.
Borðstofa og stofa eru í opnu rými með eldhúsi. Fallegur útskotsgluggi með gólfsíðum gluggum og 180° útsýni yfir hverfið.
Herbergi er rúmgott með tveimur gluggum. Tvöfaldur hvítur speglaskápur á einum vegg og einfaldur hvítur skápur á öðrum. Parket á gólfi.
Garður er viðhaldslítill þar sem stór hluti hans er ósnert náttúra með berjalyngi, Birkitrjám, Furu o.fl. fjölærum plöntum. Grasflötur er að hluta, tröppur, stéttar og bílaplan. Lóðin er að mestu afmörkuð með gömlum vörðum sem setur enn meiri sjarma á lóðina. Útilistaverk Erlings Jónssonar tekur vel á móti fólki og kemur til með að fylgja eigninni.

Fyrirhugað fasteignamat 2025: 222.650.000 kr.

-Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar tegundir eigna á skrá.
-Hafðu samband og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.
-Sigrún Gréta löggiltur fasteignasali í síma 864 0061 eða [email protected]

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila. Reiknast af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald eftir gjaldskrá lánastofnunar. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900.-