103, Reykjavík (Kringlan/Hvassal)

Lautarvegur 20

Tilboð
Fjölbýli
5 herb.
238 m 2

YFIRLIT

  • Tegund Fjölbýli
  • Stærð 238 M²
  • Herbergi 5
  • Stofur 2
  • Svefnherbergi 3
  • Baðherbergi 2
  • Inngangur Sér
  • Byggingarár 2023
  • Lyfta Nei
  • Bílskúr

LÝSING

Guðlaugur J. Guðlaugsson og Gunnar Sverrir löggiltir fasteignasalar hjá RE/MAX fasteignasölu kynna í einkasölu: 

Vel skipulögð, vönduð og glæsileg fimm herbergja 203,6. íbúð á tveimur hæðum í vel hönnuðu tvíbýlishúsi við Lautarveg 20, 103 Reykjavík, þar af er sér bílskúr 34,4 fm. Samtals stærð er 238,0 fm. 

Sólveig Berg hjá Yrki arkitektar er aðalhönnuður hússins og sá um alla hönnun innan og utanhúss ásamt efnisvali í verkefninu.

Byggingarverktaki: Flotgólf ehf.

Skipulag: Forstofa, stofa og borðstofa, þrjú svefnherbergi, tvö baðherbergi, sér þvottahús, sjónvarpshol og sér bílskúr. Útgengi er út á þrjá sérafnotareiti með bambus harðvið. Hitaveitupottur er á sérafnotareit íbúðar á jarðhæð.

Smelltu á link til að skoða eignina í 3D

Bókið skoðun hjá Gulla í síma 661-6056 eða með tölvupósti á netfangið [email protected]


Nánar um húsið. Húsið er klætt með stallaðri anódíseraðri Alpolic klæðningu.

Sérsmíðaðar innréttingar frá Arens. Heimilistæki eru af vandaðri gerð frá AEG. Niðurlímt harðviðarparket frá Mood Interiors er á alrými lagt í síldarbeinsmunstur. Gereftislausar sérsmíðaðar innihurðar með segullæsingu og földum lömum spónlagðar með Ask og sprautaðar í sama lit og veggir. Hurðir koma frá JP innréttingum. Sérpantaðir hurðarhúnar frá Buster and Punch. Öll innfelld ljós og ljós í innréttingum eru frágengin.

Stigi milli hæða er teppalagður með mjúku hágæða teppi. Pólýhúðað stálhandrið er á stiga innanhús og utandyra.

Vandaður calcotta quartz steinn frá S Helgason er á öllum borðplötum í eldhúsi, baðherbergjum og þvottahúsi. Steinn er með vottað hitaþol. Undirlímdur vaskur í eldhúsi og þvottahúsi. .

Baðherbergi með flísalögð gólf og veggir með travertine flísum frá Mood Interiors. Baðkar er og tvær sturtur, sturtugler sett í prófíla og alveg upp í loft. Innbyggð vönduð blöndunartæki frá Gröhe í sturtum. Vönduð blöndunartæki frá Gröhe á öllum vöskum. Stein vaskar á baðherbergjum. Free@Home rafkerfi í húsinu með matt svörtu ABB raflagnaefni. Gólfhiti í öllum rýmum. Digital hitastýring er á vegg í flestum rýmum fyrir gólfhita.

Glæsilegur frágangur á lóð með sjónsteypu veggjum og tröppum. Sérafnotareitir og svalir klædd með bambus harðvið. Sérpöntuð útiljós samlit við glugga og handrið.
Hitaveitupottur er á sérafnotareit íbúðar á jarðhæð. Rafstýrður mótorloki og frágengin pottastýring.

Bílskúr með terrazzo slípuðu gólfi og Hörmann bílskúrshurð sem klædd er eins og húsið.

Staðsetning er virkilega góð á rólegum og grónum stað neðarlega í Fossvoginum við opið svæði þaðan sem stutt er í fallegar gönguleiðir allt í kring og örstutt út á stofnbrautir og í alla þjónustu.

Nánari upplýsingar veita: Guðlaugur J. Guðlaugsson/Gulli löggiltur fasteignasali í síma 661-6056[email protected] og Gunnar Sverrir löggiltur fasteignasali í síma 862-2001[email protected]

Vegna mikillar eftirspurnar vantar okkur allar tegundir eigna á skrá. Hafið samband og við munum verðmeta eign þína þér að kostnaðarlausu.


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.  Stimpilgjald af kaupsamningi 0,8%, ( 0,4% ef um fyrstu kaup er að ræða ) og 1.6% (ef lögaðilar) af heildar fasteignamati.
2.  Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3.  Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0.5% - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900.-