Sveinn Gíslason lögmaður/löggiltur fasteignasali og RE/MAX kynna bjarta og vel skipulagða fjögurra herbergja 104,9 fm neðri hæð í tvíbýli að Reynihvammi 2, 200 Kópavogi. Fallegt útsýni til suðurs, skjólsæll garður í suður, björt og skemmtileg eign á þessum vinsæla stað í suðurhlíðum Kópavogs. Stutt er í alla helstu þjónustu eins og leikskóla og grunnskóla ásamt íþróttasvæði Breiðabliks. Allar upplýsingar veitir Sveinn Gíslason lögmaður/löggiltur fasteignasali sveinn@remax.is sími 859-5559.Nánari lýsing eignar:Forstofan er með gráum flísum og fatahengi. Ljóst harðparket er á öðrum rýmum fyrir utan baðherbergi og þvottahús, lagt 2024.
Eldhúsið er með nýlegri hvítri innréttingu (2021)
, hvítum og gráum bekkjum. Innbyggð uppþvottavél og ísskápur ásamt span helluborði og háfi fyrir ofan.
Stofa og borðstofa eru björt rými með gluggum í suður og vestur og með flottu útsýni.
Hjónaherbergið er með harðparketi á gólfi og rúmgóðum skáp.
Barnaherbergin eru tvö, annað með skáp en það minna ekki. Harðparket á gólfi.
Baðherbergið er með dökkum flísum á gólfi en ljósum á tveimur veggjum. Upphengt salerni og baðkar með sturtu. Nýleg dökk innrétting með vaski.
Þvottahús/geymsla er rúmgóð með tengi fyrir þvottavél og þurrkara, skolvask og léttri hvítri innréttingu.
Geymsluskúr er á lóðinni sem er í sameign beggja hæða. Hægt er að skipta upp í tvö 7,5 fm geymslurými. Rafmagn er í skúrnum.
Garðurinn er í suður og er afar skjólgóður. Í garðinum eru berjarunnar, hindberja, rifsberja og jarðaberjarunnar. Einnig hafa þau verið með kryddjurtabeð. Trompolín er garði, er niðurgrafið og fylgir með í kaupunum. Pallur, geymslur og garðurinn í heild er í óskiptri sameign með efri hæðinni. Bílastæðunum er skipt þannig að eigninni fylgir stæðið vinstra megin. Helstu framkvæmdir:
2012 - nýtt þakjárn
2013-2020 - flest gler endurnýjuð
2020 - Pallur smíðaður og geymsluskúr fyrir efri og neðri hæð sem er notaður af báðum aðilum. Ekki búið að skipta upp með millivegg en þó eru tvær hurðar.
2021 - Eldhús var endurgert og veggur fjarlægður. Ný deilitafla sett upp og tenglum fjölgað. Allir ofnar (nema í stofu, hann var nýlegur) endurnýjaðir og gólfhiti lagður í forstofu og nýtt gólfefni ofaná.
2022 - Steyptur veggur milli lóða grunnaður og málaður. Rafmagn lagt að geymslu og palli. Deilitafla sett upp í geymslu.
2024 - Húsið drenað og grunnur sléttaður, rakavarinn og einangraður. Skipt um hellur garðmegin frá hliði við inngang í garð og að svefnherbergisgluggum milli húss og palls. Veggur hlaðinn milli húss og bílastæða. Jarðvegsskipti á bílastæði, hellulagt, snjóbræðsla lögð (ótengd hitagrind). Dren lagt við enda bílaplans að palli. Ruslaskýli smíðað og sett upp á bílaplani. Nýtt parket lagt á alla íbúðina.
2025 - Ný blöndunartæki og vaskur á baðherbergi. 3 fasa rafmagn tekið inn í húsið og endurnýjað í rafmagnstöflu. Bílhleðslustöð sett upp á bílaplani.
Remax fasteignasala sími 477-7777. www.remax.is1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - skv. gjaldskrá lánastofnunar
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.