RE/MAX og Guðrún Þórhalla, löggiltur fasteignasali kynna: Fallega og rúmgóða 3ja herbergja íbúð með útsýni á fjórðu hæð í góðu lyftuhúsi með sér geymslu í kjallara og stæði í bílageymslu. Virkilega fallegt útsýni er úr íbúð út á sjó.
Íbúðin er skráð alls 112 fm. að stærð, þar af er geymsla 9,9 fm. Skiptist í forstofu, 2 svefnherbergi, rúmgott baðherbergi, sér þvottarými, eldhús, stofa og borðstofa er í aðalrými. Íbúðin býður upp á fallegt útsýni og er með góðar svalir. Eign sem hægt er að mæla með miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu.
Allar nánari upplýsingar veitir Guðrún Þórhalla Helgadóttir fasteignasali í síma 820-0490, eða á netfangið gudrun@remax.is
Frekari upplýsingar um eign:
Forstofurými, með parketi og rúmgóðum fataskáp.
Eldhús, er með eyju og fallegri innréttingu með góðu skápaplássi, helluborð á eyjunni með háfi. Blástursofn í vinnuhæð, innbyggður ísskápur og uppþvottavél.
Stofa og borðstofa, er í fallegu alrými með útgengi út á svalir, gólfefni parket.
Svefnherberg I, rúmgott með fataskápum
Svefnherbergi II, rúmgott með fataskápum.
Baðherbergi, flísalagt að hluta, með góðri sturtu og fallegri innréttingu og handklæðaofn.
Þvottarými, er út frá forstofu, stæði fyrir þvottavél og þurrkara. Flísar á gólfi.
Geymsla: Er í kjallara er 9,9 fm geymsla sem fylgir íbúðinni.
Bílastæði: Stæði fylgir í lokaðri bílageymslu, búið er að draga rafmagn að bílastæði fyrir hleðslustöð.
Sameign: Gott anddyri með mynddyrasíma, lyfta, góður stigagangur. Hjóla- og vagnageymsla er í kjallara.
Lagt hefur verið fyrir bílarafmagni og því klárt fyrir aðila að setja upp stöð ef vill.
Niðurlag: Um er að ræða fallega og rúmgóða 3ja herbergja með útsýni til sjávar á fjórðu hæð í góðu lyftuhúsi með stæði í bílakjallara. Stæði í bílgeymslu fylgir eigninni sem og hlutdeild í sameiginlegum stæðum fyrir utan húsið. Burðarkerfi hússins er steinsteypt og útveggir einangraðir að utan, klæddir með báru-álklæðningum, sem tryggir lágmarks viðhald hússins. Gluggar eru úr ál/tré kerfi og glerjaðir með K-gleri.
Húsið er miðsvæðis í borginni, í Bryggjuhverfi Grafarvogs í Reykjavík á sjávarlóð norð-vestan megin í hverfinu. Glæsilegt sjávarútsýni er úr íbúðinni. Stutt er í verslanir og þjónustu. Fallegt útivistarsvæði og góðar göngu og hjólaleiðir.
Allar nánari upplýsingar veitir Guðrún Þórhalla Helgadóttir fasteignasali í síma 820-0490, eða á netfangið gudrun@remax.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.