105, Reykjavík (Austurbær)

Kirkjuteigur 19

Tilboð
Fjölbýli
4 herb.
145 m 2

YFIRLIT

  • Tegund Fjölbýli
  • Stærð 145 M²
  • Herbergi 4
  • Stofur 1
  • Svefnherbergi 3
  • Baðherbergi 1
  • Inngangur Sér
  • Byggingarár 1945
  • Lyfta Nei
  • Bílskúr

LÝSING

*** SKIPTI Á STÆRRI EIGN Í HVERFINU ***

RE/MAX ásamt Þórdísi Björk Davíðsdóttur löggiltum fasteignasala kynna:
Einstaklega falleg, mikið endurnýjuð og rúmgóð 145 fm hæð og bílskúr í grónu hverfi í Laugarneshverfi með sér inngangi. Endurnýjun innan íbúðar var á árunum 2020 - 2021.
Um er að ræða 4 herbergja íbúð á annarri hæð (miðhæð) í þríbýli í Teigahverfi í Laugardalnum. Húsið er steypt 3ja hæða, 3ja íbúða fjölbýli og allar íbúðir með sér inngangi.
Tveir bílskúrar eru á lóðinni og fylgir annar þeirra eigninni. Snyrtileg aðkoma er að húsinu.
Allar nánari upplýsingar og bókun á skoðun veitir:
     Þórdís Björk lgf. s: 862-1914 eða á netfangið [email protected] 

 
Samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands er birt flatarmál eignarinnar 145,0 fm og skiptist eftirfarandi: Íbúðarrými er 106,1 fm., geymsla 3,9 fm og bílskúr er 35,0 fm.
Sér inngangur er inn í íbúðina af sameiginlegum stigapalli vestan megin. Íbúðin er öll endurnýjuð, rafmagn, neysluvatnslagnir, gólfefni, innréttingar, hurðir, ofnar, eldhús og baðherbergi frá seinni hluta 2020 til byrjun árs 2021.
Gólfefni íbúðar: Harðparket er á gólfi íbúðar utan votrýma og forstofu sem eru flísalögð.
Innan íbúðar er: forstofa, miðrými, samliggjandi stofa - borðstofa og eldhús, baðherbergi og þrjú svefnherbergi.
Nánari lýsing eignar:
Komið er inn í flísalagða forstofu og er þar fatahengi. Bjart og opið miðrými tengir allar vistarverur íbúðar.
Svefnherebergin eru þrjú og eru öll í góðri stærð með nýjum sérsmíðuðum fataskápum í hjónaherbergi. Útgengt er á suður svalir úr hjónaherbergi.
Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf, með upphengdu salerni, baðkari og góðri innréttingu í kringum og gengt handlaug og eru tveir handklæðaofnar.
Stofan, borðstofan og eldhúsið eru í opnu rými og útgengt er á suður svalir úr stofunni.
Eldhúsinnréttingin er frá Ikea og er L-laga og eyja með góðu skáparými og tengi fyrir uppþvottavél. Granít borðplata er á eyju og eldhúsbekk og er gert ráð fyrir tvöföldum ísskáp með vatnstengi. Tveir bakaraofnar eru veggfastir og er span helluborð í eyjunni ásamt einni gas hellu.
Nýjar hvítar inni-hurðar eru á öllum herbergjum.
Í sameign er sameiginlegt þvotthús innangengt úr íbúð og er hver með sína vél þar. Geymsla íbúðar er köld og er sbr. fmr 3,9 fm.
Sameiginlegur gróinn garður.
Bílskúrinn er 35,0 fm og er möl í innkeyrslu sem er sameiginleg með bílskúr efri hæðar. Í bílskúrnum er rafmagn og hiti og búið er að skipta um járn og pappa á þaki.
Bílskúrshurð frá Héðni er nýlega endurnýjuð og er rafdrifin. Lítil hurð er á hlið bílskúrs sem þarfnast endurnýjunar innan einnhverra ára. Komið er að múrviðgerðum og steiningu á ytra byrði hússins og gerði Verksýn ástandsskýrslu fyrir húsfélagið.

Nágrenni: Stutt er í miðbæ Reykjavíkur, Laugardalinn og fallegar gönguleiðir meðfram sjávarsíðunni.

Allar nánari upplýsingar og bókun á skoðun veitir Þórdís Björk löggiltur fasteigna- og skipasali s: 862-1914 á milli kl. 10 og 18 alla virka daga eða á netfangið [email protected] alla daga

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill því RE/MAX skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
 
- Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar tegundir eigna á skrá.
- Ertu í söluhugleyðingum? Smelltu HÉR til að fá frítt verðmat.

 
Smelltu HÉR til að skoða heimasíðu mína og umsagnir viðskiptavina minna.

Heimasíða RE/MAX
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
·      Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% (0,4% ef um fyrstu kaup er að ræða) og 1,6% (ef lögaðilar)af heildarfasteignamati.
·      Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.700 kr. af hverju skjali.
·      Lántökugjald lánastofnunar - samkvæmt gjaldskrá lánastofnunar.
·      Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk